Flæðandi teikningar á stórum skala Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. ágúst 2016 10:15 Tónlistarmennirnir Nick Kuepfer, Mat Shane og Neil Holyoak spila á hljóðfærin meðan teiknari skreytir vegginn. Tíu listamenn frá sex löndum, Argentínu, Bandaríkjunum, Kanada, Belgíu, Austurríki og Íslandi, koma sér fyrir í Verksmiðjunni á Hjalteyri í ágúst og þróa þar innsetningarverkið Sumarryk. Gústav Geir Bollason er lykilmaður í Verksmiðjunni. Hvernig komst hann í samband við allt þetta fólk? „Það var í gegnum hinn kanadíska Jim Holyoak teiknara sem ég hitti hér á landi. Hann gerir fantasíukenndar, flæðandi teikningar á stórum skala sem snúast mikið um náttúruna, ferðast mikið um heiminn og hefur áhuga Íslandi. Hann valdi þennan fjölþjóðlega hóp sem fæst við teikningar, kvikmyndir, ljósmyndir og tónlist.Teikning eftir Jim Holyoak.Hópurinn er valinn út frá hinu hráa rými og frábæra hljómi sem er í Verksmiðjunni og þar er líka gaman fyrir fólk að sýna sem vill fara svolítið út fyrir rammann, því þar eru stórir veggir og nóg rými,“ útskýrir hann. En hvar sefur listafólkið og borðar meðan á dvölinni stendur? „Þessi hópur er bara í tjaldbúðahugleiðingum en ef veðrið versnar um of flytur það inn í Verksmiðjuna.“Gústav Geir sækist eftir listafólki sem kann að meta hina hráu ásýnd Verksmiðjunnar á Hjalteyri.Hluti hópsins ætlar að vera allan mánuðinn, þar á meðal foringinn Jim Holyoak. Allt ferlið sem þar fer fram verður tekið upp til notkunar síðar og Gústav Geir kveðst vera að leita að fólki sem á myndir og minningar úr húsinu og starfsemi þess þegar þar var síldarverksmiðja. „Það sem ég veit er að það voru Thorsarar sem komu Verksmiðjunni upp 1937 þegar síldin var vaðandi um allan sjó en bræðslu þar var hætt árið 1966. Fyrst á eftir var húsið notað undir skreið og skreiðarpökkun.“Listamenn tóna og teikninga, Neil Holyoak, Jim Holyoak og Nick Kuepfer.Sýningin Sumarryk verður í vinnslu allan mánuðinn. Fólk getur alltaf gengið þar um milli klukkan 14 og 17 og um helgar verða skipulagðir viðburðir. Sá fyrsti á laugardaginn, 6. ágúst, verður í formi listamannaspjalls þar myndum af verkum þeirra sem þar dvelja þennan mánuð verður varpað upp. Tónlistarmennirnir koma um miðjan mánuðinn og aðalopnunin verður 27. ágúst. Sýningin fær svo að anda áfram fram í september þó nýr hópur komi líka með sýningu inn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst 2016. Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Tíu listamenn frá sex löndum, Argentínu, Bandaríkjunum, Kanada, Belgíu, Austurríki og Íslandi, koma sér fyrir í Verksmiðjunni á Hjalteyri í ágúst og þróa þar innsetningarverkið Sumarryk. Gústav Geir Bollason er lykilmaður í Verksmiðjunni. Hvernig komst hann í samband við allt þetta fólk? „Það var í gegnum hinn kanadíska Jim Holyoak teiknara sem ég hitti hér á landi. Hann gerir fantasíukenndar, flæðandi teikningar á stórum skala sem snúast mikið um náttúruna, ferðast mikið um heiminn og hefur áhuga Íslandi. Hann valdi þennan fjölþjóðlega hóp sem fæst við teikningar, kvikmyndir, ljósmyndir og tónlist.Teikning eftir Jim Holyoak.Hópurinn er valinn út frá hinu hráa rými og frábæra hljómi sem er í Verksmiðjunni og þar er líka gaman fyrir fólk að sýna sem vill fara svolítið út fyrir rammann, því þar eru stórir veggir og nóg rými,“ útskýrir hann. En hvar sefur listafólkið og borðar meðan á dvölinni stendur? „Þessi hópur er bara í tjaldbúðahugleiðingum en ef veðrið versnar um of flytur það inn í Verksmiðjuna.“Gústav Geir sækist eftir listafólki sem kann að meta hina hráu ásýnd Verksmiðjunnar á Hjalteyri.Hluti hópsins ætlar að vera allan mánuðinn, þar á meðal foringinn Jim Holyoak. Allt ferlið sem þar fer fram verður tekið upp til notkunar síðar og Gústav Geir kveðst vera að leita að fólki sem á myndir og minningar úr húsinu og starfsemi þess þegar þar var síldarverksmiðja. „Það sem ég veit er að það voru Thorsarar sem komu Verksmiðjunni upp 1937 þegar síldin var vaðandi um allan sjó en bræðslu þar var hætt árið 1966. Fyrst á eftir var húsið notað undir skreið og skreiðarpökkun.“Listamenn tóna og teikninga, Neil Holyoak, Jim Holyoak og Nick Kuepfer.Sýningin Sumarryk verður í vinnslu allan mánuðinn. Fólk getur alltaf gengið þar um milli klukkan 14 og 17 og um helgar verða skipulagðir viðburðir. Sá fyrsti á laugardaginn, 6. ágúst, verður í formi listamannaspjalls þar myndum af verkum þeirra sem þar dvelja þennan mánuð verður varpað upp. Tónlistarmennirnir koma um miðjan mánuðinn og aðalopnunin verður 27. ágúst. Sýningin fær svo að anda áfram fram í september þó nýr hópur komi líka með sýningu inn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst 2016.
Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira