Ríkisstjórn skipar ráðherranefnd vegna Brexit Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2016 14:35 Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. fréttblaðið/Stefán Ríkisstjórnin hefur ákveðið, að tillögu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra, að skipa sérstaka ráðherranefnd um Brexit. Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu íslenskra stjórnvalda vegna boðaðrar útgöngu Breta úr ESB. Í frétt á vef utanríkisráðuneytisins segir að auk utanríkisráðherra muni forsætisráðherra, fjármála- og efnhagsráðherra, innanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra eiga sæti í nefndinni. „Samhliða verður sérstök Brexit-eining sett á laggirnar í utanríkisráðuneytinu sem mun vinna þvert á ráðuneytið. Hlutverk hennar er að tryggja nauðsynlega samræmingu innan stjórnsýslunnar, upplýsingagjöf til Alþingis og góða samvinnu við hagaðila. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, mun stýra einingunni.“Mikilvægt að faglega sé staðið að málum Í fréttinni er haft eftir Lilju að lífskjör á Íslandi ráðist að stórum hluta til af viðskiptasambandi landsins við erlendar þjóðir og hvernig okkur gangi að skapa gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. „Þess vegna er mikilvægt að faglega sé staðið að málum og stjórnsýslan lagi sig að krefjandi aðstæðum sem kunna að koma upp. Bretland er eitt mikilvægasta viðskiptaland Íslands og við viljum búa okkur vandlega undir boðaða útgöngu,” segir Lilja. Hún segir ljóst að útganga Breta úr sambandinu muni hafa víðtæk efnahagsleg og stjórnmálaleg áhrif í Evrópu. Mikilvægt sé að greina vel mögulegar sviðsmyndir, vakta framvindu mála og gæta íslenskra hagsmuna þegar fram í sækir. „Við útilokum ekkert að svo stöddu og munum velja þær leiðir sem henta Íslandi best, eftir því sem fram vindur. Við munum vinna náið með samstarfsþjóðum okkar innan EFTA og leggja sérstaklega áherslu á gott samstarf við stjórnvöld í Noregi, enda fléttast hagsmunir ríkjanna saman á ýmsan hátt,” segir Lilja. Í fréttinni segir að fyrirkomulagið sem unnið verður eftir er eftirfarandi:„RáðherranefndStofnuð verði sérstök nefnd forsætisráðherra, utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem hefur yfirumsjón með undirbúningi að framtíðarsamskiptum Íslands og Bretlands. Teymið hefur yfirumsjón með samráði við hagaðila og kallar eftir greiningum utanaðkomandi aðila eftir þörfum.Ráðuneytisstjóranefnd Nefnd ráðuneytisstjóra var komið á laggirnar um leið og niðurstaða þjóðaratkvæðisins lá fyrir og hefur hún þegar kallað eftir samráði við hagaðila. Ráðuneytisstjórum allra ráðuneyta býðst að taka þátt í störfum nefndarinnar þar sem Brexit getur haft áhrif á málaflokka sem undir öll ráðuneyti heyra. UtanríkisþjónustanBrexit hefur mikil áhrif á störf utanríkisþjónustunnar og er ofarlega á baugi í nær öllum samskiptum ráðherra og starfsmanna utanríkisþjónustunnar við erlend ríki. Stofnuð verður sérstök Brexit eining, sem mun halda utan um samskipti Íslands við erlend ríki og hagaðila innanlands. AlþingiUtanríkisráðherra og ráðuneytisstjóranefnd gerir utanríkismálanefnd grein fyrir stöðu mála með reglulegum hætti og ávallt þegar þörf er á.“ Brexit Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið, að tillögu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra, að skipa sérstaka ráðherranefnd um Brexit. Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu íslenskra stjórnvalda vegna boðaðrar útgöngu Breta úr ESB. Í frétt á vef utanríkisráðuneytisins segir að auk utanríkisráðherra muni forsætisráðherra, fjármála- og efnhagsráðherra, innanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra eiga sæti í nefndinni. „Samhliða verður sérstök Brexit-eining sett á laggirnar í utanríkisráðuneytinu sem mun vinna þvert á ráðuneytið. Hlutverk hennar er að tryggja nauðsynlega samræmingu innan stjórnsýslunnar, upplýsingagjöf til Alþingis og góða samvinnu við hagaðila. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, mun stýra einingunni.“Mikilvægt að faglega sé staðið að málum Í fréttinni er haft eftir Lilju að lífskjör á Íslandi ráðist að stórum hluta til af viðskiptasambandi landsins við erlendar þjóðir og hvernig okkur gangi að skapa gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. „Þess vegna er mikilvægt að faglega sé staðið að málum og stjórnsýslan lagi sig að krefjandi aðstæðum sem kunna að koma upp. Bretland er eitt mikilvægasta viðskiptaland Íslands og við viljum búa okkur vandlega undir boðaða útgöngu,” segir Lilja. Hún segir ljóst að útganga Breta úr sambandinu muni hafa víðtæk efnahagsleg og stjórnmálaleg áhrif í Evrópu. Mikilvægt sé að greina vel mögulegar sviðsmyndir, vakta framvindu mála og gæta íslenskra hagsmuna þegar fram í sækir. „Við útilokum ekkert að svo stöddu og munum velja þær leiðir sem henta Íslandi best, eftir því sem fram vindur. Við munum vinna náið með samstarfsþjóðum okkar innan EFTA og leggja sérstaklega áherslu á gott samstarf við stjórnvöld í Noregi, enda fléttast hagsmunir ríkjanna saman á ýmsan hátt,” segir Lilja. Í fréttinni segir að fyrirkomulagið sem unnið verður eftir er eftirfarandi:„RáðherranefndStofnuð verði sérstök nefnd forsætisráðherra, utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem hefur yfirumsjón með undirbúningi að framtíðarsamskiptum Íslands og Bretlands. Teymið hefur yfirumsjón með samráði við hagaðila og kallar eftir greiningum utanaðkomandi aðila eftir þörfum.Ráðuneytisstjóranefnd Nefnd ráðuneytisstjóra var komið á laggirnar um leið og niðurstaða þjóðaratkvæðisins lá fyrir og hefur hún þegar kallað eftir samráði við hagaðila. Ráðuneytisstjórum allra ráðuneyta býðst að taka þátt í störfum nefndarinnar þar sem Brexit getur haft áhrif á málaflokka sem undir öll ráðuneyti heyra. UtanríkisþjónustanBrexit hefur mikil áhrif á störf utanríkisþjónustunnar og er ofarlega á baugi í nær öllum samskiptum ráðherra og starfsmanna utanríkisþjónustunnar við erlend ríki. Stofnuð verður sérstök Brexit eining, sem mun halda utan um samskipti Íslands við erlend ríki og hagaðila innanlands. AlþingiUtanríkisráðherra og ráðuneytisstjóranefnd gerir utanríkismálanefnd grein fyrir stöðu mála með reglulegum hætti og ávallt þegar þörf er á.“
Brexit Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira