Ásdís eftir klúðrið á ÓL í Ríó: Þetta er bara mót eins og hvert annað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2016 06:00 Ásdís Hjálmsdóttir endaði í 30. og næstsíðasta sæti í undankeppninni í spjótkasti á Ólympíuleikunum í Ríó og olli árangur hennar miklum vonbrigðum. Það var vitað að það yrði erfitt fyrir Ásdísi að komast í úrslit eins og í London fyrir fjórum árum en svo slök frammistaða ætti að vera mikið áfall fyrir þessa reynslumiklu íþróttakonu. Ásdís gerði tvö algjörlega misheppnuð köst ógild og kastaði síðan lengst bara 54,92 metra sem er það stysta sem hún hefur kastað á stórmóti í sex ár eða síðan á EM í Barcelona 2010. Ásdís mætti yfirveguð í viðtöl eftir keppni og það var ekki að sjá að þar færi íþróttakona í sínu allra besta formi sem hafði klúðrað frábæru tækifæri til að gera mjög flotta hluti á Ólympíuleikum. „Auðvitað eru þetta Ólympíuleikar og þeir eru bara fjórða hvert ár. Það breytir engu að svekkja sig á þessu. Þetta er bara mót eins og hvert annað. Það kemur mót eftir þetta mót,“ segir Ásdís. Hún kenndi atrennu sinni um það hvernig fór því henni leið vel og upphitunin gekk mjög vel. „Ég er með mælda atrennu en það var bara eitthvað. Um leið og adrenalínið var komið og keppnin þá flaut ég á brautinni og var alltof hröð,“ segir Ásdís og ekki var taugspennan að trufla hana ef marka má hana sjálfa. „Ég var ekkert stressuð og var einmitt svo afslöppuð að ég flaut áfram. Það var það mikill kraftur í mér og ég var fersk og hröð. Atrennan sem ég hef verið að keppa með í sumar og sú sem ég hef verið að æfa með var bara alltof stutt fyrir mig í dag,“ segir Ásdís. „Ég reyndi að bregðast við þessu, reyndi að lengja atrennuna fáránlega mikið, en það var bara ekki nóg. Því miður, eins ótrúlega sorglegt og það er,“ segir Ásdís. Hún kennir heldur ekki andlega hlutanum um hvernig fór. „Þetta er ekki bara spurning um að kasta, æfa og lyfta því þú þarft líka að æfa hausinn. Ég er búin að gera það og undirbúa mig fyrir þetta allt saman. Ég veit nákvæmlega á hverju ég á von hérna og er ekki að gera þetta í fyrsta skiptið. Ég var búin að undirbúa mig fyrir allt sem gat komið upp á.“ En hvað með næstu skref? „Ég veit ekki hvort ég fái annað mót það sem eftir er af sumrinu en ég vona það. Ég vona að ég geti endað á einhverju betra en þetta, vegna þess að ég á svo miklu, miklu, miklu meira inni. Sumarið er búið að vera frábært, áttunda sætið á EM og 61 og hálfur næstum því. Þetta breytir því ekkert,“ segir hún. Ásdís er ekki búin að loka á neitt, ekki einu sinni næstu Ólympíuleika eftir fjögur ár þegar hún verður á 35. aldursári. „Ég er ekki að segja að ég verði ekki í Tókýó en ég ætla ekki að lofa því heldur. Þetta er allavega ekki mitt síðasta stórmót.“ Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir endaði í 30. og næstsíðasta sæti í undankeppninni í spjótkasti á Ólympíuleikunum í Ríó og olli árangur hennar miklum vonbrigðum. Það var vitað að það yrði erfitt fyrir Ásdísi að komast í úrslit eins og í London fyrir fjórum árum en svo slök frammistaða ætti að vera mikið áfall fyrir þessa reynslumiklu íþróttakonu. Ásdís gerði tvö algjörlega misheppnuð köst ógild og kastaði síðan lengst bara 54,92 metra sem er það stysta sem hún hefur kastað á stórmóti í sex ár eða síðan á EM í Barcelona 2010. Ásdís mætti yfirveguð í viðtöl eftir keppni og það var ekki að sjá að þar færi íþróttakona í sínu allra besta formi sem hafði klúðrað frábæru tækifæri til að gera mjög flotta hluti á Ólympíuleikum. „Auðvitað eru þetta Ólympíuleikar og þeir eru bara fjórða hvert ár. Það breytir engu að svekkja sig á þessu. Þetta er bara mót eins og hvert annað. Það kemur mót eftir þetta mót,“ segir Ásdís. Hún kenndi atrennu sinni um það hvernig fór því henni leið vel og upphitunin gekk mjög vel. „Ég er með mælda atrennu en það var bara eitthvað. Um leið og adrenalínið var komið og keppnin þá flaut ég á brautinni og var alltof hröð,“ segir Ásdís og ekki var taugspennan að trufla hana ef marka má hana sjálfa. „Ég var ekkert stressuð og var einmitt svo afslöppuð að ég flaut áfram. Það var það mikill kraftur í mér og ég var fersk og hröð. Atrennan sem ég hef verið að keppa með í sumar og sú sem ég hef verið að æfa með var bara alltof stutt fyrir mig í dag,“ segir Ásdís. „Ég reyndi að bregðast við þessu, reyndi að lengja atrennuna fáránlega mikið, en það var bara ekki nóg. Því miður, eins ótrúlega sorglegt og það er,“ segir Ásdís. Hún kennir heldur ekki andlega hlutanum um hvernig fór. „Þetta er ekki bara spurning um að kasta, æfa og lyfta því þú þarft líka að æfa hausinn. Ég er búin að gera það og undirbúa mig fyrir þetta allt saman. Ég veit nákvæmlega á hverju ég á von hérna og er ekki að gera þetta í fyrsta skiptið. Ég var búin að undirbúa mig fyrir allt sem gat komið upp á.“ En hvað með næstu skref? „Ég veit ekki hvort ég fái annað mót það sem eftir er af sumrinu en ég vona það. Ég vona að ég geti endað á einhverju betra en þetta, vegna þess að ég á svo miklu, miklu, miklu meira inni. Sumarið er búið að vera frábært, áttunda sætið á EM og 61 og hálfur næstum því. Þetta breytir því ekkert,“ segir hún. Ásdís er ekki búin að loka á neitt, ekki einu sinni næstu Ólympíuleika eftir fjögur ár þegar hún verður á 35. aldursári. „Ég er ekki að segja að ég verði ekki í Tókýó en ég ætla ekki að lofa því heldur. Þetta er allavega ekki mitt síðasta stórmót.“
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Sjá meira