Aníta: Fegin að Íslandsmetið sé komið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 15:02 Aníta Hinriksdóttir eftir hlaupið í dag. Vísir/Anton Aníta Hinriksdóttir stóð sig mjög vel á sínum fyrstu Ólympíuleikum þótt að hún hafi ekki náð komast í gegnum undankeppni 800 metra hlaupsins á ÓL í Ríó. Aníta kom í mark á 2:00,14 mínútum sem er nýtt Íslandsmet en þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Aníta nær að hreyfa við Íslandsmetinu sínu. „Þær voru allar til í að hlaupa hratt í dag," sagði Aníta Hinriksdóttir eftir hlaupið en hún var brosandi þrátt fyrir að vera úr leik. Hún endaði í 20. sæti og hljóp hraðar en sex konur sem tryggðu sér sæti í undanúrslitunum með því að vera í öðru af tveimur efstu sætunum í sínum riðli. Það geta líka allir verið ánægður með að ná sínum besta árangri á Ólympíuleikum og það gerði Aníta með því að slá Íslandsmetið í dag. „Þetta kemur mér aðeins þannig á óvart því ég var búin að skoða síðustu Ólympíuleika og svona. Þá voru þær ekki svona grimmar í fyrsta hlaupi," sagði Aníta. „Þetta var frekar jákvæð reynsla en ekki og ég er fegin að Íslandsmetið sé komið. Ég var aðeins búin að bíða efir því. Ég er búin að vera í formi til þess að ná því en ég þurfti bara að hitta á hlaupið," sagði Aníta. „Reynslan mín frá þessu hlaupi er að ég gerði aðeins taktísk mistök. Ég hefði viljað vera meira með þeim þegar það voru tvö hundruð metrar eftir því þá er maður meira til í að elta þær," sagði Aníta. „Þetta byrjaði mjög hratt og annaðhvort hlaut að vera eitthvað að mér eða að þetta var of hratt. Ég var ánægð með það hvernig ég réð við þessa hröðu byrjun," sagði Aníta.Sjá einnig:Glæsilegt Íslandsmet Anítu dugði ekki til „Ég hefði þurft að finna mér betri stað til að eiga auðveldara með að koma mér inn í þennan fyrsta hóp," sagði Aníta. „Það tekur úr manni að taka svona rykki. Ég var að reyna að forðast þá en var þá kannski aðeins of mikið til baka jafnvel," sagði Aníta. „Bæði gull- og silfurverðlaunahafinn voru með mér í þessu hlaupi og það var gaman að fá að reyna sig með þeim," sagði Aníta en þær Melissa Bishop (silfur á HM 2015) og Maryna Arzamasava (gull á HM 2015) voru í riðli Anítu og náði á endanum tveimur bestu tímunum í undankeppninni. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir stóð sig mjög vel á sínum fyrstu Ólympíuleikum þótt að hún hafi ekki náð komast í gegnum undankeppni 800 metra hlaupsins á ÓL í Ríó. Aníta kom í mark á 2:00,14 mínútum sem er nýtt Íslandsmet en þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Aníta nær að hreyfa við Íslandsmetinu sínu. „Þær voru allar til í að hlaupa hratt í dag," sagði Aníta Hinriksdóttir eftir hlaupið en hún var brosandi þrátt fyrir að vera úr leik. Hún endaði í 20. sæti og hljóp hraðar en sex konur sem tryggðu sér sæti í undanúrslitunum með því að vera í öðru af tveimur efstu sætunum í sínum riðli. Það geta líka allir verið ánægður með að ná sínum besta árangri á Ólympíuleikum og það gerði Aníta með því að slá Íslandsmetið í dag. „Þetta kemur mér aðeins þannig á óvart því ég var búin að skoða síðustu Ólympíuleika og svona. Þá voru þær ekki svona grimmar í fyrsta hlaupi," sagði Aníta. „Þetta var frekar jákvæð reynsla en ekki og ég er fegin að Íslandsmetið sé komið. Ég var aðeins búin að bíða efir því. Ég er búin að vera í formi til þess að ná því en ég þurfti bara að hitta á hlaupið," sagði Aníta. „Reynslan mín frá þessu hlaupi er að ég gerði aðeins taktísk mistök. Ég hefði viljað vera meira með þeim þegar það voru tvö hundruð metrar eftir því þá er maður meira til í að elta þær," sagði Aníta. „Þetta byrjaði mjög hratt og annaðhvort hlaut að vera eitthvað að mér eða að þetta var of hratt. Ég var ánægð með það hvernig ég réð við þessa hröðu byrjun," sagði Aníta.Sjá einnig:Glæsilegt Íslandsmet Anítu dugði ekki til „Ég hefði þurft að finna mér betri stað til að eiga auðveldara með að koma mér inn í þennan fyrsta hóp," sagði Aníta. „Það tekur úr manni að taka svona rykki. Ég var að reyna að forðast þá en var þá kannski aðeins of mikið til baka jafnvel," sagði Aníta. „Bæði gull- og silfurverðlaunahafinn voru með mér í þessu hlaupi og það var gaman að fá að reyna sig með þeim," sagði Aníta en þær Melissa Bishop (silfur á HM 2015) og Maryna Arzamasava (gull á HM 2015) voru í riðli Anítu og náði á endanum tveimur bestu tímunum í undankeppninni.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Sjá meira