Nýting, nýsköpun og Timian Halldór S. Guðmundsson skrifar 16. ágúst 2016 08:00 Nýsköpun, þróun og velferðartækni er vaxandi í starfsemi og stefnu Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA). Stór þáttur í þeim breytingum var net- og tölvuvæðing heimilanna sem hófst með fjárhagsstyrk Samherjasjóðsins árið 2013. Þar með opnaðist „gatnakerfi“ innan heimilanna sem síðan varð grunnur að ýmsum öðrum verkefnum á sviði nýsköpunar og þróunar til að bæta lífsgæði íbúa og aðbúnað starfsfólks.Nýsköpun- og velferðartækni Timian innkaupa- og matarvefur er einn þáttur nýsköpunar- og velferðartækni hjá ÖA. Verkefnið hófst á vordögum 2014 með samstarfi Öldrunarheimila Akureyrar og Timian ehf. Markmiðið var að setja upp rafrænt innkaupakerfi sem einnig þjónaði sem matar- og upplýsingavefur fyrir íbúa, aðstandendur og starfsfólk. Markmiðin voru að fá betri yfirsýn, lækka kostnað, stuðla að þróun og nýta nútímatækni sem tekur mið af framtíðarkröfum. Fyrsta áfanga í innleiðingu á Timian kerfinu var stýrt af Karli F. Jónssyni, yfirmatreiðslumanni í eldhúsi ÖA. Skrá þurfti inn vöru sem mötuneytið kaupir og frá hverjum. Einnig að skrá inn uppskriftir og matseðla og þar með framboð í mat og matvöru innan ÖA.Nýting og hagkvæmni Með nýju eldhúsi hjá ÖA sem tekið var í notkun árið 2006 var fylgt stefnu um „nýtingu og fullvinnslu“ sem grunnur í vinnslu eldhússins. Lögð er áhersla á eigin vinnslu og eigin framleiðslu, ítrustu hagkvæmni í innkaupum og að fullnýta innkeypt hráefni t.d. með því að kaupa inn kjöt í heilu og úrbeina. Þessar áherslur hafa skilað því að matreiðslumenn ÖA vita hvaða hráefni þeir nota, geta upplýst um það og tryggja ferskleika og hagkvæmni í rekstri. Með innleiðingu á Timian innkaupa- og matarkerfinu hefur líka tekist að bæta aðgengi og nú eiga íbúar, aðstandendur og starfsfólk aðgang að matseðlum og næringarupplýsingum á heimasíðu ÖA.Rafræn beiðnakerfi Innan ÖA eru 16 býtibúr og matstofur á heimilum íbúa. Hvert býtibúr sendir eldhúsinu rafrænar beiðnir í Timian-kerfinu, um fjölda í mat og aðra vöru sem viðkomandi heimili eða býtibúr þarf til að framreiða morgun-, hádegis-, miðdags- og kvöldverði. Með Timian-kerfinu hefur starfsfólk líka fengið meiri innsýn í kostnað við rekstur heimilanna og aukin verðvitund skapað hagræði í rekstri. Uppsetningu og innleiðingu fyrsta hluta innkaupa- og matarkerfis lauk á árinu 2015 en síðan hefur verið unnið að uppsetningu á innkaupakerfi fyrir aðra vöru s.s. hjúkrunar- og hreinlætisvöru. Matreiðslumeistarar á Norðurlandi héldu fyrsta fund ársins í Hlíð og fengu kynningu á húsakynnum, tækjakosti og áherslum eldhússins. Meðal þess sem þá kom fram var að á árinu 2015 afgreiddi eldhús ÖA á bilinu 150-180 þúsund dagskammta til íbúa, gesta, starfsfólks og heimsendan mat og að hráefniskostnaður á dagskammti væri rúmar 500 kr. (fullt fæði). Áhugi og umræða sem skapaðist í heimsókn matreiðslumeistaranna vakti spurningar um að tilefni væri til að greina frá þessum áherslum um nýtingu og nýsköpun í eldhúsi ÖA og koma á framfæri því sem vel er gert í opinberum rekstri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Nýsköpun, þróun og velferðartækni er vaxandi í starfsemi og stefnu Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA). Stór þáttur í þeim breytingum var net- og tölvuvæðing heimilanna sem hófst með fjárhagsstyrk Samherjasjóðsins árið 2013. Þar með opnaðist „gatnakerfi“ innan heimilanna sem síðan varð grunnur að ýmsum öðrum verkefnum á sviði nýsköpunar og þróunar til að bæta lífsgæði íbúa og aðbúnað starfsfólks.Nýsköpun- og velferðartækni Timian innkaupa- og matarvefur er einn þáttur nýsköpunar- og velferðartækni hjá ÖA. Verkefnið hófst á vordögum 2014 með samstarfi Öldrunarheimila Akureyrar og Timian ehf. Markmiðið var að setja upp rafrænt innkaupakerfi sem einnig þjónaði sem matar- og upplýsingavefur fyrir íbúa, aðstandendur og starfsfólk. Markmiðin voru að fá betri yfirsýn, lækka kostnað, stuðla að þróun og nýta nútímatækni sem tekur mið af framtíðarkröfum. Fyrsta áfanga í innleiðingu á Timian kerfinu var stýrt af Karli F. Jónssyni, yfirmatreiðslumanni í eldhúsi ÖA. Skrá þurfti inn vöru sem mötuneytið kaupir og frá hverjum. Einnig að skrá inn uppskriftir og matseðla og þar með framboð í mat og matvöru innan ÖA.Nýting og hagkvæmni Með nýju eldhúsi hjá ÖA sem tekið var í notkun árið 2006 var fylgt stefnu um „nýtingu og fullvinnslu“ sem grunnur í vinnslu eldhússins. Lögð er áhersla á eigin vinnslu og eigin framleiðslu, ítrustu hagkvæmni í innkaupum og að fullnýta innkeypt hráefni t.d. með því að kaupa inn kjöt í heilu og úrbeina. Þessar áherslur hafa skilað því að matreiðslumenn ÖA vita hvaða hráefni þeir nota, geta upplýst um það og tryggja ferskleika og hagkvæmni í rekstri. Með innleiðingu á Timian innkaupa- og matarkerfinu hefur líka tekist að bæta aðgengi og nú eiga íbúar, aðstandendur og starfsfólk aðgang að matseðlum og næringarupplýsingum á heimasíðu ÖA.Rafræn beiðnakerfi Innan ÖA eru 16 býtibúr og matstofur á heimilum íbúa. Hvert býtibúr sendir eldhúsinu rafrænar beiðnir í Timian-kerfinu, um fjölda í mat og aðra vöru sem viðkomandi heimili eða býtibúr þarf til að framreiða morgun-, hádegis-, miðdags- og kvöldverði. Með Timian-kerfinu hefur starfsfólk líka fengið meiri innsýn í kostnað við rekstur heimilanna og aukin verðvitund skapað hagræði í rekstri. Uppsetningu og innleiðingu fyrsta hluta innkaupa- og matarkerfis lauk á árinu 2015 en síðan hefur verið unnið að uppsetningu á innkaupakerfi fyrir aðra vöru s.s. hjúkrunar- og hreinlætisvöru. Matreiðslumeistarar á Norðurlandi héldu fyrsta fund ársins í Hlíð og fengu kynningu á húsakynnum, tækjakosti og áherslum eldhússins. Meðal þess sem þá kom fram var að á árinu 2015 afgreiddi eldhús ÖA á bilinu 150-180 þúsund dagskammta til íbúa, gesta, starfsfólks og heimsendan mat og að hráefniskostnaður á dagskammti væri rúmar 500 kr. (fullt fæði). Áhugi og umræða sem skapaðist í heimsókn matreiðslumeistaranna vakti spurningar um að tilefni væri til að greina frá þessum áherslum um nýtingu og nýsköpun í eldhúsi ÖA og koma á framfæri því sem vel er gert í opinberum rekstri.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun