Framsókn og verðtryggingin Gunnar Bragi Sveinsson og Elsa Lára Arnardóttir skrifar 11. ágúst 2016 06:00 Framsóknarflokkurinn hefur verið skýr í afstöðu sinni til verðtryggingar, að hana beri að afnema af neytendalánum. Öll sáum við hversu mikil áhrif verðtryggingarinnar voru í hruninu. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar varði hag sparifjáreigenda en gætti ekki að þeim sem fjárfest höfðu í eignum, en fasteign er sú sparnaðarleið sem flestir kjósa fyrir verðtryggt lánsfé. Flestir þekkja framhaldið. Í fréttum undanfarið hefur heyrst að draga skuli úr vægi verðtryggingar og að ekki sé hægt að afnema verðtrygginguna með einu pennastriki. Það þurfi að gera í skrefum. Þess vegna er mikilvægt að leggja fram trúverðuga og tímasetta áætlun um hvert skref sem taka skal á og hvaða leiðir unnt er að fara í þeim efnum. Það þarf að ganga hratt og vel fyrir sig. Nú er unnið að tillögum sem eiga að draga úr vægi verðtryggingar. Þær tillögur hafa eingöngu verið gróflega kynntar fyrir þingflokki Framsóknar. Þessar tillögur ná aðeins til ákveðins hóps og efumst við ekki um að það verði til mikilla bóta fyrir þann hóp. En við, ásamt fleirum, höfum sett fyrirvara við þau drög og er ástæðan sú að við sjáum ekki hvernig koma eigi til móts við þá tugi þúsunda sem nú þegar eru með verðtryggð lán. Endanlegar tillögur hafa ekki verið kynntar í ríkisstjórn né þingflokki framsóknarmanna. Ef þessar tillögur eru „góðar“ þá er ekki útilokað að um þær náist sátt. Mikilvægt er þó að um leið séu næstu skref kynnt að fullu afnámi verðtryggingar af neytendalánum. Ýmsar hugmyndir hafa verið settar fram um hvernig „draga megi úr vægi verðtryggingar“ þannig að slíkt lánsform verði að minnsta kosti ekki í boði af húsnæðislánum. Þær hugmyndir sem settar hafa verið fram eru m.a. að: -setja þak á verðtryggingu þannig að lántaki og lánveitandi skipti með sér áhættu. Þannig að ef verðbólgan fer yfir ákveðna prósentu þá taki lánveitandi á sig áhættuna umfram það. -að gera breytingar á útreikningi verðbólgu og verðtryggingar þannig að framvegis verði notuð samræmd vísitala neysluverðs (SVN) í stað vísitölu neysluverðs (VNV). Þannig væri húsnæðisþáttur tekinn út úr vísitölunni. Þingmál þessa efnis hefur verið lagt fram af þingmönnum Framsóknarflokksins en ekki fengið afgreiðslu:https://www.althingi.is/altext/145/s/1069.html -að setja takmarkanir á fjölda þeirra verðtryggðu lána sem lánastofnanir geta átt. En það er nú svo að verðtryggðu lánasöfn/eignasöfn bankanna aukast verulega þegar verðbólga fer af stað. Það verður eignatilfærsla frá heimilum landsins til fjármálastofnana. Það verður að stöðva. -að breyta útreikningi verðtryggðra lána þannig að breytingar á vísitölu reiknist á og greiðist af hverjum gjalddaga fyrir sig en ekki höfuðstól. Þannig komum við í veg fyrir þau snjóboltaáhrif sem verðtryggingin hefur á lánasöfn.* Þegar þetta er ritað höfum við ekki heyrt hvort þessar hugmyndir eða aðrar hafi verið skoðaðar. Það er nauðsynlegt að skoða allar hugmyndir um að „minnka enn frekar vægi verðtryggingar“ ef það er ekki meirihluti fyrir því í þinginu að afnema verðtryggingu með öllu. Við höldum áfram að tala fyrir því að afnema beri verðtryggingu af neytendalánum. Það er ekkert sanngjarnt við það að lántakendur, það eru heimili landsins, beri einir þá áhættu sem felst í verðtryggðu lánaformi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur verið skýr í afstöðu sinni til verðtryggingar, að hana beri að afnema af neytendalánum. Öll sáum við hversu mikil áhrif verðtryggingarinnar voru í hruninu. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar varði hag sparifjáreigenda en gætti ekki að þeim sem fjárfest höfðu í eignum, en fasteign er sú sparnaðarleið sem flestir kjósa fyrir verðtryggt lánsfé. Flestir þekkja framhaldið. Í fréttum undanfarið hefur heyrst að draga skuli úr vægi verðtryggingar og að ekki sé hægt að afnema verðtrygginguna með einu pennastriki. Það þurfi að gera í skrefum. Þess vegna er mikilvægt að leggja fram trúverðuga og tímasetta áætlun um hvert skref sem taka skal á og hvaða leiðir unnt er að fara í þeim efnum. Það þarf að ganga hratt og vel fyrir sig. Nú er unnið að tillögum sem eiga að draga úr vægi verðtryggingar. Þær tillögur hafa eingöngu verið gróflega kynntar fyrir þingflokki Framsóknar. Þessar tillögur ná aðeins til ákveðins hóps og efumst við ekki um að það verði til mikilla bóta fyrir þann hóp. En við, ásamt fleirum, höfum sett fyrirvara við þau drög og er ástæðan sú að við sjáum ekki hvernig koma eigi til móts við þá tugi þúsunda sem nú þegar eru með verðtryggð lán. Endanlegar tillögur hafa ekki verið kynntar í ríkisstjórn né þingflokki framsóknarmanna. Ef þessar tillögur eru „góðar“ þá er ekki útilokað að um þær náist sátt. Mikilvægt er þó að um leið séu næstu skref kynnt að fullu afnámi verðtryggingar af neytendalánum. Ýmsar hugmyndir hafa verið settar fram um hvernig „draga megi úr vægi verðtryggingar“ þannig að slíkt lánsform verði að minnsta kosti ekki í boði af húsnæðislánum. Þær hugmyndir sem settar hafa verið fram eru m.a. að: -setja þak á verðtryggingu þannig að lántaki og lánveitandi skipti með sér áhættu. Þannig að ef verðbólgan fer yfir ákveðna prósentu þá taki lánveitandi á sig áhættuna umfram það. -að gera breytingar á útreikningi verðbólgu og verðtryggingar þannig að framvegis verði notuð samræmd vísitala neysluverðs (SVN) í stað vísitölu neysluverðs (VNV). Þannig væri húsnæðisþáttur tekinn út úr vísitölunni. Þingmál þessa efnis hefur verið lagt fram af þingmönnum Framsóknarflokksins en ekki fengið afgreiðslu:https://www.althingi.is/altext/145/s/1069.html -að setja takmarkanir á fjölda þeirra verðtryggðu lána sem lánastofnanir geta átt. En það er nú svo að verðtryggðu lánasöfn/eignasöfn bankanna aukast verulega þegar verðbólga fer af stað. Það verður eignatilfærsla frá heimilum landsins til fjármálastofnana. Það verður að stöðva. -að breyta útreikningi verðtryggðra lána þannig að breytingar á vísitölu reiknist á og greiðist af hverjum gjalddaga fyrir sig en ekki höfuðstól. Þannig komum við í veg fyrir þau snjóboltaáhrif sem verðtryggingin hefur á lánasöfn.* Þegar þetta er ritað höfum við ekki heyrt hvort þessar hugmyndir eða aðrar hafi verið skoðaðar. Það er nauðsynlegt að skoða allar hugmyndir um að „minnka enn frekar vægi verðtryggingar“ ef það er ekki meirihluti fyrir því í þinginu að afnema verðtryggingu með öllu. Við höldum áfram að tala fyrir því að afnema beri verðtryggingu af neytendalánum. Það er ekkert sanngjarnt við það að lántakendur, það eru heimili landsins, beri einir þá áhættu sem felst í verðtryggðu lánaformi.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun