Uppboð á kvóta – spennandi tækifæri skjóðan skrifar 10. ágúst 2016 10:00 Tilraun Færeyinga með uppboð á fiskveiðikvóta virðist lofa mjög góðu. Tilraunin er smá í sniðum en fyrstu vísbendingar gefa til kynna að uppboðsleiðin muni færa þjóðinni marga milljarða í tekjur. Raunar verður ekki betur séð en að tekjurnar sem fengjust árlega með því að bjóða upp allan kvóta Færeyinga séu álíka miklar og beint fjárframlag sem danska ríkið veitir til Færeyja á ári hverju. Þannig getur uppboðsleiðin orðið grundvöllur fulls sjálfstæðis Færeyja frá Danmörku. Það var sem við manninn mælt að íslenski sjávarútvegsráðherrann og formaður atvinnuveganefndar Alþingis ruku strax til og gáfu yfirlýsingar um að ekki kæmi til greina að fara uppboðsleið hér á Íslandi. Fundu þeir færeysku tilrauninni allt til foráttu og sögðu hættu á að íslenski kvótinn myndi lenda í höndum útlendinga og safnast á mjög fáar hendur færum við Íslendingar að dæmi frænda okkar. Bæði ráðherrann og þingnefndarformaðurinn virtust vera búnir að gleyma því að hér á landi eru í gildi lög sem banna beina aðkomu útlendinga að íslenskum sjávarútvegi. Þessir ágætu menn höfðu ekki miklar áhyggjur af því á sínum tíma þegar útlenskir kröfuhafar áttu íslensku bankana og höfðu þannig veð í stórum hluta íslenska kvótans. Reynslan hefur nú sýnt okkur Íslendingum að sá sem á veðið er alltaf raunverulegur eigandi veðandlagsins. Þá vakti sérstaka athygli hin mikla umhyggja ráðherrans og nefndarformannsins fyrir því að kvótinn dreifist sem víðast og alls ekki megi þjappa honum á fáar hendur. Í íslenska kvótakerfinu geta níu fyrirtæki eignast allan fiskkvóta þjóðarinnar og við færumst markvisst og örugglega nær því marki með hverju árinu. Bankarnir, sem eiga veð í kvótanum, neyða lítil sjávarútvegsfyrirtæki til að selja kvótann frá sér í skuldaskilum og bankinn velur kaupandann, sem ávallt er eitt af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Bankinn græðir og stórútgerðin græðir en þjóðin fær ekkert fyrir sinn snúð og litlu útgerðunum og heimaplássi þeirra blæðir. Það verður mjög forvitnilegt að fylgjast með áframhaldandi tilraunum Færeyinga með kvótauppboð. Það er óraunhæft að ætlast til að slíkt kerfi spretti fram fullskapað. Þetta virðist hins vegar vera ákjósanleg leið til að tryggja hámarks afrakstur af auðlindinni til eigandans, þjóðarinnar. Með einföldum reglum er hægt að koma í veg fyrir samþjöppun kvóta bæði í höndum fárra eigenda og á afmörkuðum svæðum. Við getum skikkað allan afla á markað og eyrnamerkt kvóta einstökum landsvæðum. Við getum leyft fiskvinnslunni að bjóða í kvóta. Það væri nú dálítið byltingarkennt. En við Íslendingar höfum gjarnan verið óhræddir við að ryðja nýjar brautir í fiskveiðistjórnun. Skjóðan Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Tilraun Færeyinga með uppboð á fiskveiðikvóta virðist lofa mjög góðu. Tilraunin er smá í sniðum en fyrstu vísbendingar gefa til kynna að uppboðsleiðin muni færa þjóðinni marga milljarða í tekjur. Raunar verður ekki betur séð en að tekjurnar sem fengjust árlega með því að bjóða upp allan kvóta Færeyinga séu álíka miklar og beint fjárframlag sem danska ríkið veitir til Færeyja á ári hverju. Þannig getur uppboðsleiðin orðið grundvöllur fulls sjálfstæðis Færeyja frá Danmörku. Það var sem við manninn mælt að íslenski sjávarútvegsráðherrann og formaður atvinnuveganefndar Alþingis ruku strax til og gáfu yfirlýsingar um að ekki kæmi til greina að fara uppboðsleið hér á Íslandi. Fundu þeir færeysku tilrauninni allt til foráttu og sögðu hættu á að íslenski kvótinn myndi lenda í höndum útlendinga og safnast á mjög fáar hendur færum við Íslendingar að dæmi frænda okkar. Bæði ráðherrann og þingnefndarformaðurinn virtust vera búnir að gleyma því að hér á landi eru í gildi lög sem banna beina aðkomu útlendinga að íslenskum sjávarútvegi. Þessir ágætu menn höfðu ekki miklar áhyggjur af því á sínum tíma þegar útlenskir kröfuhafar áttu íslensku bankana og höfðu þannig veð í stórum hluta íslenska kvótans. Reynslan hefur nú sýnt okkur Íslendingum að sá sem á veðið er alltaf raunverulegur eigandi veðandlagsins. Þá vakti sérstaka athygli hin mikla umhyggja ráðherrans og nefndarformannsins fyrir því að kvótinn dreifist sem víðast og alls ekki megi þjappa honum á fáar hendur. Í íslenska kvótakerfinu geta níu fyrirtæki eignast allan fiskkvóta þjóðarinnar og við færumst markvisst og örugglega nær því marki með hverju árinu. Bankarnir, sem eiga veð í kvótanum, neyða lítil sjávarútvegsfyrirtæki til að selja kvótann frá sér í skuldaskilum og bankinn velur kaupandann, sem ávallt er eitt af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Bankinn græðir og stórútgerðin græðir en þjóðin fær ekkert fyrir sinn snúð og litlu útgerðunum og heimaplássi þeirra blæðir. Það verður mjög forvitnilegt að fylgjast með áframhaldandi tilraunum Færeyinga með kvótauppboð. Það er óraunhæft að ætlast til að slíkt kerfi spretti fram fullskapað. Þetta virðist hins vegar vera ákjósanleg leið til að tryggja hámarks afrakstur af auðlindinni til eigandans, þjóðarinnar. Með einföldum reglum er hægt að koma í veg fyrir samþjöppun kvóta bæði í höndum fárra eigenda og á afmörkuðum svæðum. Við getum skikkað allan afla á markað og eyrnamerkt kvóta einstökum landsvæðum. Við getum leyft fiskvinnslunni að bjóða í kvóta. Það væri nú dálítið byltingarkennt. En við Íslendingar höfum gjarnan verið óhræddir við að ryðja nýjar brautir í fiskveiðistjórnun.
Skjóðan Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira