Kristinn Jakobsson: Kjánalegar athugasemdir hjá Skúla Jóni og Hermanni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2016 16:11 Skúli Jón fékk að líta sitt annað gula spjald eftir 65 mínútna leik. vísir/hanna Kristinn Jakobsson, formaður dómaranefndar KSÍ, gefur lítið fyrir fullyrðingar KR-ingsins Skúla Jóns Friðgeirssonar að Guðmundur Ársæll Guðmundsson, sem dæmdi leik Vals og KR í gær, hafi gleymt því að varnarmaðurinn væri á gulu spjaldi þegar hann rak hann af velli. Skúli Jón fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir mótmæli á 65. mínútu í leiknum á Hlíðarenda í gærkvöldi. Eftir leikinn fullyrti Skúli Jón að Guðmundur Ársæll hefði gleymt því að hann hafi gefið honum gult spjald fyrr í leiknum. „Ég myndi frekar varpa ábyrgðinni á leikmanninn; að þegar leikmenn eru komnir með áminningu að þeir hegði sér jafnvel betur en áður og bjóði ekki upp á að láta nappa sig á óíþróttamannslegri hegðun eða mótmælum og öðru slíku,“ sagði Kristinn í samtali við Vísi í dag.Sjá einnig: Pepsi-mörkin: Gleymdi Guðmundur Ársæll að Skúli Jón var á gulu spjaldi? „Mér finnast þetta kjánalegar athugasemdir. Það er alveg ljóst að dómari leiksins er með sitt minni alveg á hreinu. Ég held að það sé frekar hægt að spegla þetta og Skúli Jón hafi hreinlega ekki vitað að hann var með gult spjald á bakinu þegar hann mótmælti dóminum. „Guðmundur var mjög yfirvegaður í þessu atviki. Ég er búinn að heyra í honum og hann er alveg 100% viss með atburðarrásina. Svo eru dómararnir með samskiptabúnað og þar er vinnureglur í gangi þar sem menn upplýsa hvorn annan reglulega á meðan leik stendur, hverjir eru komnir í bókina og annað slíkt,“ sagði Kristinn. Hann segir nær ómögulegt að allt dómaratríóið hafi gleymt því að Skúli Jón væri kominn með gult spjald. „Ég er algjörlega sannfærður um það og veit að það var þannig. Það var alls ekki á þá leið að Guðmundur hafi ekki vitað það. Mér finnast það kjánalegar fullyrðingar enda gefur það engan rétt á því að sleppa áminningu fyrir mótmæli. Það er af og frá,“ sagði Kristinn. Hann er einnig sannfærður um að vítaspyrnan sem Guðmundur Ársæll dæmdi átta mínútum eftir að hann rak Skúla Jón af velli hafi átt rétt á sér. „Það sjónarhorn sem ég hafði á það atvik í sjónvarpi gaf mér ekki ástæðu til að efast um ákvörðun Guðmundar. Staðsetning dómarans til að taka þá ákvörðun var fullkomin,“ sagði Kristinn.Erlendur Eiríksson dæmdi leik Fjölnis og Fylkis.vísir/hannaÞað voru fleiri umdeild atvik í leikjunum í gær, þ.á.m. í Ólafsvík þar sem Víkingur Ó. og FH áttust við. Eftir rúman klukkutíma skoraði Emil Pálsson annað mark FH en af sjónvarpsupptökum að dæma erfitt var að greina hvort boltinn var kominn inn fyrir línuna eða ekki. Kristinn segir að því tilfelli verði einfaldlega að treysta ákvörðun Bryngeirs Valdimarssonar, aðstoðardómara eitt. „Í þessu tilviki stendur aðstoðardómarinn á endalínunni og það var enginn sem skyggði sýn hans. Hann var með fullkomna sýn á þetta og sá boltann inni. Við lifum á því að þeir taki réttar ákvarðanir,“ sagði Kristinn.Sjá einnig: Uppbótartíminn: Dómaraumferðin mikla Fylkismenn voru einnig ósáttir með störf dómaranna í gær en þeir töldu að leiktíminn hefði verið liðinn þegar Fjölnir jafnaði metin í uppbótartíma í leik liðanna á Extra-vellinum. Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, vandaði Erlendi Eiríkssyni og aðstoðarmönnum hans ekki kveðjurnar eftir leik og talaði um dómaraskandal. „Þetta er sagan endalausa. Ég heyri í fyrsta lagi að þeir telja tímann niður. Fjórir, þrír, tveir einn og svo dæmir hann aukaspyrnuna. Þetta eru svo tíu sekúndur þar að auki sem þetta allt saman tekur,“ sagði Hermann í samtali við Vísi í gær. „Enn og aftur eru dómarar að taka þrjú stig af okkur. Við hefðum vel getað verið klókari sjálfir en þetta var samt niðurstaðan. Þetta var dómaraskandall og ég fer ekkert ofan af því.“ Kristinn hefur aðra sýn á þetta atvik en Hermann og vísar ásökunum hans á bug. „Þegar uppbótartíminn er gefinn upp er alltaf talað um hann sé a.m.k. fjórar mínútur, eins og hann var í þessu tilviki. Ýmislegt getur komið upp á þessum tíma,“ sagði Kristinn. „Þarna var alveg ljóst að tíminn var ekki liðinn, enda hefði hann ekki gefið færi á þessari aukaspyrnu og framkvæmd hennar ef tíminn hefði verið liðinn. Mér finnst þetta vera kjánaleg athugasemd hjá Hermanni og ég held hann viti það sjálfur,“ sagði Kristinn að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Kristinn Jakobsson, formaður dómaranefndar KSÍ, gefur lítið fyrir fullyrðingar KR-ingsins Skúla Jóns Friðgeirssonar að Guðmundur Ársæll Guðmundsson, sem dæmdi leik Vals og KR í gær, hafi gleymt því að varnarmaðurinn væri á gulu spjaldi þegar hann rak hann af velli. Skúli Jón fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir mótmæli á 65. mínútu í leiknum á Hlíðarenda í gærkvöldi. Eftir leikinn fullyrti Skúli Jón að Guðmundur Ársæll hefði gleymt því að hann hafi gefið honum gult spjald fyrr í leiknum. „Ég myndi frekar varpa ábyrgðinni á leikmanninn; að þegar leikmenn eru komnir með áminningu að þeir hegði sér jafnvel betur en áður og bjóði ekki upp á að láta nappa sig á óíþróttamannslegri hegðun eða mótmælum og öðru slíku,“ sagði Kristinn í samtali við Vísi í dag.Sjá einnig: Pepsi-mörkin: Gleymdi Guðmundur Ársæll að Skúli Jón var á gulu spjaldi? „Mér finnast þetta kjánalegar athugasemdir. Það er alveg ljóst að dómari leiksins er með sitt minni alveg á hreinu. Ég held að það sé frekar hægt að spegla þetta og Skúli Jón hafi hreinlega ekki vitað að hann var með gult spjald á bakinu þegar hann mótmælti dóminum. „Guðmundur var mjög yfirvegaður í þessu atviki. Ég er búinn að heyra í honum og hann er alveg 100% viss með atburðarrásina. Svo eru dómararnir með samskiptabúnað og þar er vinnureglur í gangi þar sem menn upplýsa hvorn annan reglulega á meðan leik stendur, hverjir eru komnir í bókina og annað slíkt,“ sagði Kristinn. Hann segir nær ómögulegt að allt dómaratríóið hafi gleymt því að Skúli Jón væri kominn með gult spjald. „Ég er algjörlega sannfærður um það og veit að það var þannig. Það var alls ekki á þá leið að Guðmundur hafi ekki vitað það. Mér finnast það kjánalegar fullyrðingar enda gefur það engan rétt á því að sleppa áminningu fyrir mótmæli. Það er af og frá,“ sagði Kristinn. Hann er einnig sannfærður um að vítaspyrnan sem Guðmundur Ársæll dæmdi átta mínútum eftir að hann rak Skúla Jón af velli hafi átt rétt á sér. „Það sjónarhorn sem ég hafði á það atvik í sjónvarpi gaf mér ekki ástæðu til að efast um ákvörðun Guðmundar. Staðsetning dómarans til að taka þá ákvörðun var fullkomin,“ sagði Kristinn.Erlendur Eiríksson dæmdi leik Fjölnis og Fylkis.vísir/hannaÞað voru fleiri umdeild atvik í leikjunum í gær, þ.á.m. í Ólafsvík þar sem Víkingur Ó. og FH áttust við. Eftir rúman klukkutíma skoraði Emil Pálsson annað mark FH en af sjónvarpsupptökum að dæma erfitt var að greina hvort boltinn var kominn inn fyrir línuna eða ekki. Kristinn segir að því tilfelli verði einfaldlega að treysta ákvörðun Bryngeirs Valdimarssonar, aðstoðardómara eitt. „Í þessu tilviki stendur aðstoðardómarinn á endalínunni og það var enginn sem skyggði sýn hans. Hann var með fullkomna sýn á þetta og sá boltann inni. Við lifum á því að þeir taki réttar ákvarðanir,“ sagði Kristinn.Sjá einnig: Uppbótartíminn: Dómaraumferðin mikla Fylkismenn voru einnig ósáttir með störf dómaranna í gær en þeir töldu að leiktíminn hefði verið liðinn þegar Fjölnir jafnaði metin í uppbótartíma í leik liðanna á Extra-vellinum. Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, vandaði Erlendi Eiríkssyni og aðstoðarmönnum hans ekki kveðjurnar eftir leik og talaði um dómaraskandal. „Þetta er sagan endalausa. Ég heyri í fyrsta lagi að þeir telja tímann niður. Fjórir, þrír, tveir einn og svo dæmir hann aukaspyrnuna. Þetta eru svo tíu sekúndur þar að auki sem þetta allt saman tekur,“ sagði Hermann í samtali við Vísi í gær. „Enn og aftur eru dómarar að taka þrjú stig af okkur. Við hefðum vel getað verið klókari sjálfir en þetta var samt niðurstaðan. Þetta var dómaraskandall og ég fer ekkert ofan af því.“ Kristinn hefur aðra sýn á þetta atvik en Hermann og vísar ásökunum hans á bug. „Þegar uppbótartíminn er gefinn upp er alltaf talað um hann sé a.m.k. fjórar mínútur, eins og hann var í þessu tilviki. Ýmislegt getur komið upp á þessum tíma,“ sagði Kristinn. „Þarna var alveg ljóst að tíminn var ekki liðinn, enda hefði hann ekki gefið færi á þessari aukaspyrnu og framkvæmd hennar ef tíminn hefði verið liðinn. Mér finnst þetta vera kjánaleg athugasemd hjá Hermanni og ég held hann viti það sjálfur,“ sagði Kristinn að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn