„Heppin að vera þar sem börnin fá tækifæri til þess að leika sér“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2016 13:45 Sýrlensku flóttamennirnir sem settust að á Akureyri fyrr á árinu eru afar ánægð með hvernig þeim hefur verið tekið. Vísir/Auðunn „Við erum heppin að vera hér þar sem börnin okkar fá tækifæri til þess að leika sér. Þetta er draumur flestra Sýrlendinga í augnablikinu. Að endurvekja hamingjuna í hjörtum barna sinna.“ Svo mælti Khattab Al Mohammad, fjölskyldufaðir sýrlenskrar fjölskyldu sem settist að á Akureyri fyrr á árinu er hann ræddi nýverið við blaðamann PBS. Bandaríski fjölmiðillinn tók upp sérstakt innslag um flóttamenn á Íslandi og hvernig samfélagið hefur tekið á móti þeim. Er fjölskylda Mohammad afar ánægð með móttökurnar sem hún hefur fengið á Akureyri og en alls settust sex sýrlenskar fjölskyldur að á Íslandi á síðasta ári, þar af fjórar á Akureyri. „Ég er mjög hamingjusöm. Hér taka allir vel á móti okkur og eru örlátir. Við erum stolt af því að vera hér og að vera hluti af þessu samfélagi,“ sagði Noufa Al-Mohammad, móðir Katthab.Krakkarnir hafa meðal annars farið á snjósleða í fyrsta skipti á ævinni eftir að þau komi til Akureyrar.Mynd/Rauði krossinnVeðrið það erfiðasta við að vera á Íslandi Katthab segir aðlögunin að íslensku samfélagi hafi að mestu gengið vel en veðurfarið sé það erfiðasta enda fjölskyldan ekk vön snjónum sem gjarnan safnast saman á Akureyri yfir vetrartíminn. Þau séu mjög þakklát fyrir alla aðstoðina sem þau hafa fengið en þau vilji ólm gefa sitt til baka. „Við erum mjög þakklát fyrir allt saman en við viljum ekki lifa á slíkri ölmusu. Við viljum gefa okkar til baka, taka þátt í samfélaginu og atvinnulífinu hér á íslandi,“ segir Katthab. „Þetta er það sem allir Sýrlendingar eru að reyna víðsvegar um heiminn. Við erum sjálfstæður þjóðflokkur og okkur líkar illa við að vera háð einhverjum.“ Fjallaði Malcolm Brabant, blaðamaður PBS, einnig um mótmæli Íslensku þjóðfylkingarinnar gegn nýjum útlendingalögum á Austurvelli á dögunum og mótmælin gegn þeim sem fóru fram á sama tíma en sjá má innslagið hér að neðan. Tengdar fréttir Sýrlensku börnin kát í snjónum á Akureyri Það ríkti kátína og gleði hjá sýrlensku börnunum sem léku sér í snjónum á Akureyri í gær en þau eru hluti af hópi flóttamanna sem kom hingað til lands í vikunni. 21. janúar 2016 14:43 Börnin óþreyjufull að hefja í skólagönguna Flóttafólk sem hingað er komið bjó í Beirút við ótryggar og erfiðar aðstæður. Börn á skólaaldri setjast í vetur í fyrsta sinn á skólabekk eftir langt hlé og eru óþreyjufull að hefja skólavistina. 21. janúar 2016 10:21 Flóttamenn á Akureyri fengu hatursbréf: Segja 99 prósent heimamanna taka vel á móti sér „Móttökurnar hafa verið betri en við gátum ímyndað okkur,“ segir Khattab Al Mohammad. 20. febrúar 2016 14:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
„Við erum heppin að vera hér þar sem börnin okkar fá tækifæri til þess að leika sér. Þetta er draumur flestra Sýrlendinga í augnablikinu. Að endurvekja hamingjuna í hjörtum barna sinna.“ Svo mælti Khattab Al Mohammad, fjölskyldufaðir sýrlenskrar fjölskyldu sem settist að á Akureyri fyrr á árinu er hann ræddi nýverið við blaðamann PBS. Bandaríski fjölmiðillinn tók upp sérstakt innslag um flóttamenn á Íslandi og hvernig samfélagið hefur tekið á móti þeim. Er fjölskylda Mohammad afar ánægð með móttökurnar sem hún hefur fengið á Akureyri og en alls settust sex sýrlenskar fjölskyldur að á Íslandi á síðasta ári, þar af fjórar á Akureyri. „Ég er mjög hamingjusöm. Hér taka allir vel á móti okkur og eru örlátir. Við erum stolt af því að vera hér og að vera hluti af þessu samfélagi,“ sagði Noufa Al-Mohammad, móðir Katthab.Krakkarnir hafa meðal annars farið á snjósleða í fyrsta skipti á ævinni eftir að þau komi til Akureyrar.Mynd/Rauði krossinnVeðrið það erfiðasta við að vera á Íslandi Katthab segir aðlögunin að íslensku samfélagi hafi að mestu gengið vel en veðurfarið sé það erfiðasta enda fjölskyldan ekk vön snjónum sem gjarnan safnast saman á Akureyri yfir vetrartíminn. Þau séu mjög þakklát fyrir alla aðstoðina sem þau hafa fengið en þau vilji ólm gefa sitt til baka. „Við erum mjög þakklát fyrir allt saman en við viljum ekki lifa á slíkri ölmusu. Við viljum gefa okkar til baka, taka þátt í samfélaginu og atvinnulífinu hér á íslandi,“ segir Katthab. „Þetta er það sem allir Sýrlendingar eru að reyna víðsvegar um heiminn. Við erum sjálfstæður þjóðflokkur og okkur líkar illa við að vera háð einhverjum.“ Fjallaði Malcolm Brabant, blaðamaður PBS, einnig um mótmæli Íslensku þjóðfylkingarinnar gegn nýjum útlendingalögum á Austurvelli á dögunum og mótmælin gegn þeim sem fóru fram á sama tíma en sjá má innslagið hér að neðan.
Tengdar fréttir Sýrlensku börnin kát í snjónum á Akureyri Það ríkti kátína og gleði hjá sýrlensku börnunum sem léku sér í snjónum á Akureyri í gær en þau eru hluti af hópi flóttamanna sem kom hingað til lands í vikunni. 21. janúar 2016 14:43 Börnin óþreyjufull að hefja í skólagönguna Flóttafólk sem hingað er komið bjó í Beirút við ótryggar og erfiðar aðstæður. Börn á skólaaldri setjast í vetur í fyrsta sinn á skólabekk eftir langt hlé og eru óþreyjufull að hefja skólavistina. 21. janúar 2016 10:21 Flóttamenn á Akureyri fengu hatursbréf: Segja 99 prósent heimamanna taka vel á móti sér „Móttökurnar hafa verið betri en við gátum ímyndað okkur,“ segir Khattab Al Mohammad. 20. febrúar 2016 14:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Sýrlensku börnin kát í snjónum á Akureyri Það ríkti kátína og gleði hjá sýrlensku börnunum sem léku sér í snjónum á Akureyri í gær en þau eru hluti af hópi flóttamanna sem kom hingað til lands í vikunni. 21. janúar 2016 14:43
Börnin óþreyjufull að hefja í skólagönguna Flóttafólk sem hingað er komið bjó í Beirút við ótryggar og erfiðar aðstæður. Börn á skólaaldri setjast í vetur í fyrsta sinn á skólabekk eftir langt hlé og eru óþreyjufull að hefja skólavistina. 21. janúar 2016 10:21
Flóttamenn á Akureyri fengu hatursbréf: Segja 99 prósent heimamanna taka vel á móti sér „Móttökurnar hafa verið betri en við gátum ímyndað okkur,“ segir Khattab Al Mohammad. 20. febrúar 2016 14:30