Íslendingaliðin Rosenborg og Grasshopper munu ekki taka þátt í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA á þessu tímabili.
Rosenborg tapaði fyrir Austria Vín, 1-2, á heimavelli og tapaði því rimmunni 4-2 samanlagt.
Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leikin fyrir Rosenborg og Matthías Vilhjálmsson kom af bekknum á 26. mínútu.
Lið Rúnars Más Sigurjónssonar, Grasshopper, tapaði 0-2 á heimavelli gegn Fenerbahce og rimmunni 5-0 samanlagt.
Rúnar Már lék allan leikinn fyrir Grasshopper sem sló meðal annars KR út í keppninni.
Rosenborg og Grasshopper ekki í Evrópudeildina
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn




