Gunnar mætir Suður-Kóreumanni í Belfast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2016 09:03 Gunnar Nelson og Dong Hyun Kim. Samsett mynd/Vísir/Getty Ariel Helwani, einn þekktasti MMA-fréttamaður heims, fullyrðir á mmafighting.com að Gunnar Nelson muni berjast við Suður-Kóreumanninn Dong Hyun Kim í Belfast þann 19. nóvember. Þetta hefur UFC ekki staðfest en í síðustu viku var greint frá því að UFC bardagakvöld yrði haldið í Belfast á þessum degi. Gunnar nýtur gríðarlega vinsælda í Írlandi, þar sem hann hefur áður keppt og æft lengi með þjálfara sínum, John Kavanagh. Sjá einnig: Fær Gunnar bardaga í Belfast í nóvember? Helwani fullyrðir að þetta verði aðalbardagi kvöldsins sem þýðir að hann verður fimm lotur en ekki þrjár eins og í öðrum bardögum. Þetta yrði þá í annað skipti Gunnar fengi aðalbardaga á UFC-kvöldi en í fyrra skiptið var það gegn Rick Story í Stokkhólmi þar sem sá bandaríski hafði betur. Gunnar barðist síðast við Rússann Albert Tumenov í Rotterdam í maí og hafði þar sigur úr býtum en alls hefur Gunnar unnið sex af átta UFC-bardögum sínum og fimmtán af átján MMA-bardögum alls. Kim er 34 ára þaulreyndur bardagakappi með sextán bardaga að baki í UFC og 26 atvinnumannabardaga alls í MMA. Hann hefur tapað þremur bardögum á ferlinum, öllum gegn heimsþekktum köppum líkt og fjallað er um í úttekt sem birtist á vef MMAfrétta. Kim deilir 10. sæti styrkleikalista UFC í veltivigt með Rick Story en Gunnar kemur svo næstur í tólfta sæti. Miðasala fyrir bardagakvöldið í Belfast hefst 23. september en búast má við því að átta þúsund miðar verði til sölu. MMA Tengdar fréttir Gunnar kominn inn á topp tíu listann hjá UFC Gunnar Nelson er í fyrsta skipti kominn inn á lista yfir tíu bestu bardagakappana í veltivigtinni hjá UFC. 24. ágúst 2016 23:15 Fær Gunnar bardaga í Belfast í nóvember? UFC staðfesti fyrir helgi að síðasta bardagkvöld ársins í Evrópu verði í Belfast þann 19. nóvember. 22. ágúst 2016 13:45 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Ariel Helwani, einn þekktasti MMA-fréttamaður heims, fullyrðir á mmafighting.com að Gunnar Nelson muni berjast við Suður-Kóreumanninn Dong Hyun Kim í Belfast þann 19. nóvember. Þetta hefur UFC ekki staðfest en í síðustu viku var greint frá því að UFC bardagakvöld yrði haldið í Belfast á þessum degi. Gunnar nýtur gríðarlega vinsælda í Írlandi, þar sem hann hefur áður keppt og æft lengi með þjálfara sínum, John Kavanagh. Sjá einnig: Fær Gunnar bardaga í Belfast í nóvember? Helwani fullyrðir að þetta verði aðalbardagi kvöldsins sem þýðir að hann verður fimm lotur en ekki þrjár eins og í öðrum bardögum. Þetta yrði þá í annað skipti Gunnar fengi aðalbardaga á UFC-kvöldi en í fyrra skiptið var það gegn Rick Story í Stokkhólmi þar sem sá bandaríski hafði betur. Gunnar barðist síðast við Rússann Albert Tumenov í Rotterdam í maí og hafði þar sigur úr býtum en alls hefur Gunnar unnið sex af átta UFC-bardögum sínum og fimmtán af átján MMA-bardögum alls. Kim er 34 ára þaulreyndur bardagakappi með sextán bardaga að baki í UFC og 26 atvinnumannabardaga alls í MMA. Hann hefur tapað þremur bardögum á ferlinum, öllum gegn heimsþekktum köppum líkt og fjallað er um í úttekt sem birtist á vef MMAfrétta. Kim deilir 10. sæti styrkleikalista UFC í veltivigt með Rick Story en Gunnar kemur svo næstur í tólfta sæti. Miðasala fyrir bardagakvöldið í Belfast hefst 23. september en búast má við því að átta þúsund miðar verði til sölu.
MMA Tengdar fréttir Gunnar kominn inn á topp tíu listann hjá UFC Gunnar Nelson er í fyrsta skipti kominn inn á lista yfir tíu bestu bardagakappana í veltivigtinni hjá UFC. 24. ágúst 2016 23:15 Fær Gunnar bardaga í Belfast í nóvember? UFC staðfesti fyrir helgi að síðasta bardagkvöld ársins í Evrópu verði í Belfast þann 19. nóvember. 22. ágúst 2016 13:45 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Gunnar kominn inn á topp tíu listann hjá UFC Gunnar Nelson er í fyrsta skipti kominn inn á lista yfir tíu bestu bardagakappana í veltivigtinni hjá UFC. 24. ágúst 2016 23:15
Fær Gunnar bardaga í Belfast í nóvember? UFC staðfesti fyrir helgi að síðasta bardagkvöld ársins í Evrópu verði í Belfast þann 19. nóvember. 22. ágúst 2016 13:45