Segir útlendinga kaupa sér aðgang að íslenskum fjörðum Sveinn Arnarsson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Forsvarsmenn Arctic Fish áforma að slátra um 8.000 tonnum árlega innan fárra ára. vísir/sigurjón Helmingur laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Vestfjörðum er nú í eigu norska laxeldisrisans NRS eftir hlutafjáraukningu í fyrirtækinu. Kemur norska fyrirtækið inn með um 3,7 milljarða króna og er fyrirtækið því verðmetið á um 7,4 milljarða. Hinn helmingurinn er í eigu fyrirtækis á Kýpur, Beremsco Holding. Athygli vekur að Arctic Fish var rekið með 700 milljóna króna halla á árinu 2014 og í lok árs var eigið fé þess neikvætt um rúmar þrjú hundruð milljónir. Nú, einu og hálfu ári seinna, er verðið á fyrirtækinu mjög hátt. „Fyrirtækið hefur frá upphafi verið í eigu erlendra aðila. Íslendingar hafa átt fimm prósent í því en eftir hlutafjáraukninguna er sá hlutur 2,5 prósent,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Orri Vigfússon, formaður NASF, félags um verndun Norður-Atlantshafslaxinn, segir verðið á fyrirtækinu ekki geta byggst á neinu öðru en væntingum til framtíðar. „Það er verið að selja aðgang að íslenskum fjörðum enda hafa innlendu fiskeldisfyrirtækin sótt um heimild til eldis upp á tugi þúsunda tonna sem nánast ekkert gjald er tekið fyrir,“ segir Orri. „Til samanburðar héldu norsk yfirvöld uppboð á heimildum fyrir laxeldi í sjó og voru átta hundruð milljónir króna boðnar í ódýrustu eitt þúsund tonna framleiðsluleyfin.“Orri VigfússonHér á landi greiða fiskeldisfyrirtækin í svokallaðan umhverfissjóð og er greiðslan eitthvað í kringum 2,5 milljónir króna fyrir þúsund tonn. Orri vill að umræða verði tekin í samfélaginu um erlent eignarhald á fiskeldisfyrirtækjum á sama tíma og strangar reglur eru til um eignarhald erlendra einstaklinga í sjávarútvegsfyrirtækjum hér á landi. „Því virðist augljóst að verið sé að selja ódýran eldiskvóta og íslenskur almenningur fær ekkert fyrir þá sölu í formi auðlindagjalds,“ bætir Orri við. Sigurður segir ekki hægt að bera saman norskar aðstæður í laxeldi og svo á Íslandi. „Í Noregi hefur öll rannsóknarvinna farið fram og norska ríkið er búið að skipuleggja allt eldi í sjó. Hér þurfa fyrirtækin sjálf að greiða fyrir rannsóknir og annað sem til fellur við umsóknir um leyfi og því ekki hægt að bera saman aðstæðurnar,“ segir Sigurður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Helmingur laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Vestfjörðum er nú í eigu norska laxeldisrisans NRS eftir hlutafjáraukningu í fyrirtækinu. Kemur norska fyrirtækið inn með um 3,7 milljarða króna og er fyrirtækið því verðmetið á um 7,4 milljarða. Hinn helmingurinn er í eigu fyrirtækis á Kýpur, Beremsco Holding. Athygli vekur að Arctic Fish var rekið með 700 milljóna króna halla á árinu 2014 og í lok árs var eigið fé þess neikvætt um rúmar þrjú hundruð milljónir. Nú, einu og hálfu ári seinna, er verðið á fyrirtækinu mjög hátt. „Fyrirtækið hefur frá upphafi verið í eigu erlendra aðila. Íslendingar hafa átt fimm prósent í því en eftir hlutafjáraukninguna er sá hlutur 2,5 prósent,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Orri Vigfússon, formaður NASF, félags um verndun Norður-Atlantshafslaxinn, segir verðið á fyrirtækinu ekki geta byggst á neinu öðru en væntingum til framtíðar. „Það er verið að selja aðgang að íslenskum fjörðum enda hafa innlendu fiskeldisfyrirtækin sótt um heimild til eldis upp á tugi þúsunda tonna sem nánast ekkert gjald er tekið fyrir,“ segir Orri. „Til samanburðar héldu norsk yfirvöld uppboð á heimildum fyrir laxeldi í sjó og voru átta hundruð milljónir króna boðnar í ódýrustu eitt þúsund tonna framleiðsluleyfin.“Orri VigfússonHér á landi greiða fiskeldisfyrirtækin í svokallaðan umhverfissjóð og er greiðslan eitthvað í kringum 2,5 milljónir króna fyrir þúsund tonn. Orri vill að umræða verði tekin í samfélaginu um erlent eignarhald á fiskeldisfyrirtækjum á sama tíma og strangar reglur eru til um eignarhald erlendra einstaklinga í sjávarútvegsfyrirtækjum hér á landi. „Því virðist augljóst að verið sé að selja ódýran eldiskvóta og íslenskur almenningur fær ekkert fyrir þá sölu í formi auðlindagjalds,“ bætir Orri við. Sigurður segir ekki hægt að bera saman norskar aðstæður í laxeldi og svo á Íslandi. „Í Noregi hefur öll rannsóknarvinna farið fram og norska ríkið er búið að skipuleggja allt eldi í sjó. Hér þurfa fyrirtækin sjálf að greiða fyrir rannsóknir og annað sem til fellur við umsóknir um leyfi og því ekki hægt að bera saman aðstæðurnar,“ segir Sigurður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira