Lok, lok og læs Árni Páll Árnason skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Fyrir Alþingi liggur búvörusamningur til 10 ára og nýr tollasamningur við Evrópusambandið um auknar innflutningsheimildir. Í meðförum þingsins hefur komið í ljós hversu illa þetta mál hefur verið unnið af ríkisstjórninni og ekkert samráð haft um samningsmarkmið og árangur við aðra en viðsemjendur. Þess vegna er augljóst að málið er að daga uppi og þess vegna er meiri hluti stjórnarflokkanna í atvinnuveganefnd að leita logandi ljósi að einhverri leið til að koma einhvers konar búvörusamningi í gegnum þingið. En vandinn er sá að áherslur stjórnarflokkanna eru ekki að skapa sóknarfæri fyrir innlenda framleiðslu heldur halda áfram með alla helstu ókosti hins gamla samnings og fresta því að takast á við framtíðina. Við í Samfylkingunni höfum alltaf verið fylgjandi opinberum stuðningi við landbúnaðarframleiðslu, en lykilatriði er að sá stuðningur raski ekki samkeppni meira en nauðsyn krefur og tryggi bændum og neytendum hámarksávinning. Nú blasir við að meiri hlutinn mun leggja til að samningurinn gildi í þrjú ár og að framleiðslustýring verði ekki afnumin á þeim tíma. Hvatt er til samtals við alla hagsmunaaðila til að ná sátt um rekstrarumhverfi búvöruframleiðslunnar, sem er út af fyrir sig gott og gagnlegt en óskiljanlegt að ekki hafi verið efnt til þess áður en samningsgerð hófst.Víða stefnt í öfuga átt Við þennan bútasaum sem nú stendur yfir er hætt við að eitthvað fari úrskeiðis. Engin rök hafa verið færð fyrir því að MS eigi áfram að vera undanþegin samkeppnislögum, en enginn vilji virðist samt hjá stjórnarflokkunum að breyta því furðulega fyrirkomulagi. Þá virðist sem frekar sé ætlunin að draga úr möguleikum á innflutningi, þvert á gerða samninga. Samhliða umfangsmiklum opinberum stuðningi hefur Ísland undirgengist víðtækt net samninga um afmarkaðan markaðsaðgang fyrir erlenda landbúnaðarframleiðslu til að veita innlendri framleiðslu aðhald jafnt í gæðum og verði. Útfærsla á útboðum tollkvóta undanfarna áratugi hefur hins vegar skipulega verið höfð með þeim hætti að hvorki hefur orðið fullnægjandi samkeppni í verði né gæðum og tollarnir frekar nýttir til að skapa viðskiptahindranir. Innlendir framleiðendur hafa getað boðið í tollkvóta og geta í reynd boðið eins hátt verð og þeim sýnist, því þeim mun hærra sem verðið er, þeim mun minni verður samkeppni við hina innlendu framleiðslu. Því hærra sem verðið er, því illmögulegra verður að kaupa gæðaframleiðslu og því leiðir útboðsfyrirkomulagið líka til þess að gæðasamkeppni verður ekki eins mikil og ella hefði verið. Hæstiréttur hefur kveðið upp dóma um ágalla núverandi kerfis. Það er því einboðið að breyta þarf kerfinu og ákvæðum búvörulaga um útboð tollkvóta ef virða á milliríkjaskuldbindingar Íslands og áhyggjuefni að þess sér engan stað í vinnu þingsins nú að þar sé skilningur á því. Þvert á móti hefur meirihlutinn tekið undir þau sjónarmið að tollkvótar og útboð á þeim eigi að vera til tekjuöflunar fyrir stuðning við innlenda framleiðslu. Slík sjónarmið eru í beinni mótsögn við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og alþjóðleg markmið með opnun markaða með landbúnaðarvörur og sýna hversu vegavillt ráðandi öfl eru orðin þegar kemur að því flókna neti einangrunarhyggju sem illu heilli hefur verið vafið um búvöruframleiðsluna og skaðar bæði bændur og neytendur.Eru einhverjir talsmenn athafnafrelsis í stjórnarflokkunum? Nú reynir á stjórnarflokkana og það hvort þar – sem og í röðum VG, sem hvetur þá áfram í öfuga átt – séu yfir höfuð einhverjir talsmenn athafnafrelsis til. Það er brýnt að nýtt þing geti breytt búvörusamningi, til samræmis við nýja stefnumörkun nýrrar ríkisstjórnar. Það þarf tafarlaust að leggja af útboð tollkvóta og úthluta honum fremur með hlutkesti eða öðrum þeim leiðum sem ekki spenna upp verð innfluttrar framleiðslu. Ef einhverjum hluta tollkvótanna verður áfram úthlutað með útboði er afar brýnt að innlendum framleiðendum verði meinað að bjóða í kvótana. Og svo þarf að afnema undanþágu afurðastöðva í mjólkuriðnaði frá samkeppnislögum. Eru einhverjir til í þetta í stjórnarflokkunum?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur búvörusamningur til 10 ára og nýr tollasamningur við Evrópusambandið um auknar innflutningsheimildir. Í meðförum þingsins hefur komið í ljós hversu illa þetta mál hefur verið unnið af ríkisstjórninni og ekkert samráð haft um samningsmarkmið og árangur við aðra en viðsemjendur. Þess vegna er augljóst að málið er að daga uppi og þess vegna er meiri hluti stjórnarflokkanna í atvinnuveganefnd að leita logandi ljósi að einhverri leið til að koma einhvers konar búvörusamningi í gegnum þingið. En vandinn er sá að áherslur stjórnarflokkanna eru ekki að skapa sóknarfæri fyrir innlenda framleiðslu heldur halda áfram með alla helstu ókosti hins gamla samnings og fresta því að takast á við framtíðina. Við í Samfylkingunni höfum alltaf verið fylgjandi opinberum stuðningi við landbúnaðarframleiðslu, en lykilatriði er að sá stuðningur raski ekki samkeppni meira en nauðsyn krefur og tryggi bændum og neytendum hámarksávinning. Nú blasir við að meiri hlutinn mun leggja til að samningurinn gildi í þrjú ár og að framleiðslustýring verði ekki afnumin á þeim tíma. Hvatt er til samtals við alla hagsmunaaðila til að ná sátt um rekstrarumhverfi búvöruframleiðslunnar, sem er út af fyrir sig gott og gagnlegt en óskiljanlegt að ekki hafi verið efnt til þess áður en samningsgerð hófst.Víða stefnt í öfuga átt Við þennan bútasaum sem nú stendur yfir er hætt við að eitthvað fari úrskeiðis. Engin rök hafa verið færð fyrir því að MS eigi áfram að vera undanþegin samkeppnislögum, en enginn vilji virðist samt hjá stjórnarflokkunum að breyta því furðulega fyrirkomulagi. Þá virðist sem frekar sé ætlunin að draga úr möguleikum á innflutningi, þvert á gerða samninga. Samhliða umfangsmiklum opinberum stuðningi hefur Ísland undirgengist víðtækt net samninga um afmarkaðan markaðsaðgang fyrir erlenda landbúnaðarframleiðslu til að veita innlendri framleiðslu aðhald jafnt í gæðum og verði. Útfærsla á útboðum tollkvóta undanfarna áratugi hefur hins vegar skipulega verið höfð með þeim hætti að hvorki hefur orðið fullnægjandi samkeppni í verði né gæðum og tollarnir frekar nýttir til að skapa viðskiptahindranir. Innlendir framleiðendur hafa getað boðið í tollkvóta og geta í reynd boðið eins hátt verð og þeim sýnist, því þeim mun hærra sem verðið er, þeim mun minni verður samkeppni við hina innlendu framleiðslu. Því hærra sem verðið er, því illmögulegra verður að kaupa gæðaframleiðslu og því leiðir útboðsfyrirkomulagið líka til þess að gæðasamkeppni verður ekki eins mikil og ella hefði verið. Hæstiréttur hefur kveðið upp dóma um ágalla núverandi kerfis. Það er því einboðið að breyta þarf kerfinu og ákvæðum búvörulaga um útboð tollkvóta ef virða á milliríkjaskuldbindingar Íslands og áhyggjuefni að þess sér engan stað í vinnu þingsins nú að þar sé skilningur á því. Þvert á móti hefur meirihlutinn tekið undir þau sjónarmið að tollkvótar og útboð á þeim eigi að vera til tekjuöflunar fyrir stuðning við innlenda framleiðslu. Slík sjónarmið eru í beinni mótsögn við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og alþjóðleg markmið með opnun markaða með landbúnaðarvörur og sýna hversu vegavillt ráðandi öfl eru orðin þegar kemur að því flókna neti einangrunarhyggju sem illu heilli hefur verið vafið um búvöruframleiðsluna og skaðar bæði bændur og neytendur.Eru einhverjir talsmenn athafnafrelsis í stjórnarflokkunum? Nú reynir á stjórnarflokkana og það hvort þar – sem og í röðum VG, sem hvetur þá áfram í öfuga átt – séu yfir höfuð einhverjir talsmenn athafnafrelsis til. Það er brýnt að nýtt þing geti breytt búvörusamningi, til samræmis við nýja stefnumörkun nýrrar ríkisstjórnar. Það þarf tafarlaust að leggja af útboð tollkvóta og úthluta honum fremur með hlutkesti eða öðrum þeim leiðum sem ekki spenna upp verð innfluttrar framleiðslu. Ef einhverjum hluta tollkvótanna verður áfram úthlutað með útboði er afar brýnt að innlendum framleiðendum verði meinað að bjóða í kvótana. Og svo þarf að afnema undanþágu afurðastöðva í mjólkuriðnaði frá samkeppnislögum. Eru einhverjir til í þetta í stjórnarflokkunum?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar