Telja ríkið fengið viðunandi verð við söluna á hlut í Reitum ingvar haraldsson skrifar 24. ágúst 2016 13:45 Reitir hafa gefið út að fyrirtækið hyggist opna matarmarkað í Holtagörðum. fréttablaðið/hanna Sérfræðingar á markaði telja ríkið hafa fengið ásættanlegt verð fyrir hlut sinn í Reitum fasteignafélagi. Ríkið seldi 6,38 prósenta hlut í Reitum á 3,9 milljarða króna á mánudaginn í opnu útboði. Verðið samsvarar 83,3 krónum á hlut. Hlutabréfaverð í fasteignafélaginu fór hæst í 88 krónur á hlut þann 11. maí og er því 5,6 prósentum lægra en þegar verðið var hæst. „Mér finnst ekki hægt að spá fyrir um áframhaldandi hækkun á hlutabréfaverði með það góðum líkum að það sé hægt að gagnrýna ríkið fyrir að selja þessar eignir,“ segir Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu. Hann bendir á að alls óvíst sé hvort hlutabréfaverð í Reitum nái aftur sama toppi og í maí. Þá hafi verð í Reitum lækkað minna en markaðurinn í heild en úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur fallið um 8,8 prósent frá lokum apríl. Þar vegi þyngst lækkun á gengi Icelandair en hlutabréf í flugfélaginu hafa fallið um 31 prósent frá apríllokum. Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu. Ríkið eignaðist hlut í Reitum og fleiri félögum með stöðugleikaframlögum slitabúa föllnu bankanna í byrjun ársins. „Ríkið vill ekki og kannski á ekki að vera í hlutabréfafjárfestingum þannig að það er ákveðin pressa á ríkinu að losa um þessar eignir og búa til peninga til að greiða niður skuldir,“ segir Jóhann. Þau sjónarmið vegi þyngra en að tímasetja sölu nákvæmlega enda viti enginn hvort það myndi takast. Kristján Markús Bragason, sérfræðingur hjá Greiningardeild Íslandsbanka, bendir á að Reitir hafi nýlega skilað prýðisgóðu uppgjöri og rekstur félagsins sé í góðu horfi. Það sé vart tilgangur ríkisins að eiga hlutabréfin til lengri tíma. „Það er mjög erfitt að finna einhvern réttan tíma. Þetta er ekki verri tími til að selja félagið en hver annar,“ segir Kristján. Félagið Lindarhvoll var stofnað í vor til að halda utan um sölu stöðugleikaeignanna. Meðal hluta sem ríkinu féllu í skaut var hlutur í Reitum, Símanum, Eimskipum, Sjóvá, Lyfju, Dohop og Lýsingu. Ríkið er nú stærsti hluthafi Sjóvár með 13,93 prósenta hlut en hlutabréf í fyrirtækinu hafa fallið um 11,2 prósent frá því það var hæst um miðjan apríl. Í Eimskipum hefur hlutabréfaverðið hins vegar hækkað um ríflega 15 prósent. Hlutabréfaverð í Símanum er nú um einu prósenti lægra en það var um miðjan apríl. Leiða má að því líkur að hlutur í þeim félögum verði einnig seldur á næstunni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði við Fréttablaðið þann 30. apríl að mikill áhugi væri á mörgum þeirra eigna sem Lindarhvoll héldi á og tiltölulega auðvelt ætti að vera að koma þeim í verð. Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpi um stofnun félagsins kom fram að fjármálaráðuneytið áætlaði að félagið myndi fullnusta áttatíu prósent af verðmætum eignanna innan átján mánaða. Fyrr í sumar réð Lindarhvoll Landsbankann til að sjá um sölu á hlutum í skráðu félögunum Reitum, Símanum, Eimskipum og Sjóvá. Virðing var ráðin ráðgjafi við sölu á hlut í Lyfju en ríkið á nú allt hlutafé í Lyfju. Starfsemi Lindarhvols Reitir fasteignafélag Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Sérfræðingar á markaði telja ríkið hafa fengið ásættanlegt verð fyrir hlut sinn í Reitum fasteignafélagi. Ríkið seldi 6,38 prósenta hlut í Reitum á 3,9 milljarða króna á mánudaginn í opnu útboði. Verðið samsvarar 83,3 krónum á hlut. Hlutabréfaverð í fasteignafélaginu fór hæst í 88 krónur á hlut þann 11. maí og er því 5,6 prósentum lægra en þegar verðið var hæst. „Mér finnst ekki hægt að spá fyrir um áframhaldandi hækkun á hlutabréfaverði með það góðum líkum að það sé hægt að gagnrýna ríkið fyrir að selja þessar eignir,“ segir Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu. Hann bendir á að alls óvíst sé hvort hlutabréfaverð í Reitum nái aftur sama toppi og í maí. Þá hafi verð í Reitum lækkað minna en markaðurinn í heild en úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur fallið um 8,8 prósent frá lokum apríl. Þar vegi þyngst lækkun á gengi Icelandair en hlutabréf í flugfélaginu hafa fallið um 31 prósent frá apríllokum. Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu. Ríkið eignaðist hlut í Reitum og fleiri félögum með stöðugleikaframlögum slitabúa föllnu bankanna í byrjun ársins. „Ríkið vill ekki og kannski á ekki að vera í hlutabréfafjárfestingum þannig að það er ákveðin pressa á ríkinu að losa um þessar eignir og búa til peninga til að greiða niður skuldir,“ segir Jóhann. Þau sjónarmið vegi þyngra en að tímasetja sölu nákvæmlega enda viti enginn hvort það myndi takast. Kristján Markús Bragason, sérfræðingur hjá Greiningardeild Íslandsbanka, bendir á að Reitir hafi nýlega skilað prýðisgóðu uppgjöri og rekstur félagsins sé í góðu horfi. Það sé vart tilgangur ríkisins að eiga hlutabréfin til lengri tíma. „Það er mjög erfitt að finna einhvern réttan tíma. Þetta er ekki verri tími til að selja félagið en hver annar,“ segir Kristján. Félagið Lindarhvoll var stofnað í vor til að halda utan um sölu stöðugleikaeignanna. Meðal hluta sem ríkinu féllu í skaut var hlutur í Reitum, Símanum, Eimskipum, Sjóvá, Lyfju, Dohop og Lýsingu. Ríkið er nú stærsti hluthafi Sjóvár með 13,93 prósenta hlut en hlutabréf í fyrirtækinu hafa fallið um 11,2 prósent frá því það var hæst um miðjan apríl. Í Eimskipum hefur hlutabréfaverðið hins vegar hækkað um ríflega 15 prósent. Hlutabréfaverð í Símanum er nú um einu prósenti lægra en það var um miðjan apríl. Leiða má að því líkur að hlutur í þeim félögum verði einnig seldur á næstunni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði við Fréttablaðið þann 30. apríl að mikill áhugi væri á mörgum þeirra eigna sem Lindarhvoll héldi á og tiltölulega auðvelt ætti að vera að koma þeim í verð. Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpi um stofnun félagsins kom fram að fjármálaráðuneytið áætlaði að félagið myndi fullnusta áttatíu prósent af verðmætum eignanna innan átján mánaða. Fyrr í sumar réð Lindarhvoll Landsbankann til að sjá um sölu á hlutum í skráðu félögunum Reitum, Símanum, Eimskipum og Sjóvá. Virðing var ráðin ráðgjafi við sölu á hlut í Lyfju en ríkið á nú allt hlutafé í Lyfju.
Starfsemi Lindarhvols Reitir fasteignafélag Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira