Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu síðdegis í gær undir nýjan kjarasamning. Samningurinn byggir á fyrri samningi sem félagsmenn FG felldu í atkvæðagreiðslu í byrjun júní.
Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé mat samninganefndar og svæðaformanna að með hinum nýja kjarasamningi séu helstu vankantar fyrri samnings lagaðir. Auk breytinga á texta kjarasamnings séu ákveðin atriði skýrð og við bætist nokkur ný efnisatriði.
Samningurinn verður kynntur fyrir félagsmönnum á næstu dögum.
