Af hverju brjóta menn fjárfestingarreglu númer eitt? Skjóðan skrifar 24. ágúst 2016 11:00 Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hafa ekki nýtt auknar heimildir sem þeir hafa fengið að undanförnu til fjárfestinga erlendis. Þegar á þá er gengið um ástæður þessa er viðkvæðið að menn fjárfesti nú ekki erlendis bara til að fjárfesta erlendis. Í sjálfu sér er þetta alveg rétt hjá lífeyrissjóðamönnum. Raunin er hins vegar sú, að íslensku lífeyrissjóðirnir hafa undanfarin átta ár sætt mjög ströngum hömlum á fjárfestingar erlendis og á þeim tíma neyðst til að fjárfesta nær alla sína fjármuni hér á landi. Þetta hefur leitt til þess að lífeyrissjóðirnir eiga orðið drjúgan meirihluta í flestum ef ekki öllum fyrirtækjum, sem skráð eru í Nasdaq kauphöllinni í Reykjavík. Þeir eru ráðandi hluthafar í flestum fasteignafélögum og auk hlutafjáreignar sinnar eru þeir stærstu lánardrottnar flestra þessara sömu félaga. Þannig hefur áhætta íslenskra lífeyrissjóða þjappast saman frá hruni og eru nú ¾ hlutar eigna þeirra, og þar með áhættu, bundnir hér á landi í litla krónuhagkerfinu. Aðeins fjórðungur fjárfestinga sjóðanna er erlendis. Vissulega hefur ávöxtun innlendra eigna verið með miklum ágætum hér í í litla hagkerfinu þar sem krónan í höftum hefur risið og er nú orðin of sterk fyrir undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Hvergi á byggðu bóli fá lífeyrissjóðir svo háa vexti sem á Íslandi fyrir það eitt að láta peninga liggja í áhættulitlum fasteignalánum á 1. veðrétti. Þökk sé verðtryggingu og vaxtaokri. Gamaldags fjárfestingarhringekjur hafa skotið upp kollinum á hlutabréfamarkaði. Lífeyrissjóðirnir stofna Framtakssjóð sem kaupir eignir af bönkum, skráir þær á markað og selur þær svo með mikilli ávöxtun til eigenda sinna, lífeyrissjóðanna sjálfra. Svo versla lífeyrissjóðirnir með hlutabréfin í þessum félögum sín á milli. Allt minnir á 2007 nema nú eru það lífeyrissjóðirnir sjálfir sem standa í braskinu. Stjórnendur íslensku lífeyrissjóðanna virðast hins vegar hafa gleymt reglu númer eitt í fjármálafræðunum. Áhættu skal dreifa en ekki þjappa saman ef markmiðið er að hámarka ávöxtun til langs tíma. Ekki gengur að safna saman hverju sinni þeim eignaflokkum, sem mesta ávöxtun gefa, því þegar harðnar á dalnum hrapar ávöxtunin á eignasafninu í heild. Þess vegna mæla fjármálafræðin fyrir um að langtímaávöxtun sé mest hjá þeim sem fjárfesta í ólíkum eignaflokkum og ólíkum gjaldmiðlum, sem draga úr áhrifum markaðssveiflna á eignasafnið í heild. Þess vegna eiga lífeyrissjóðirnir að nýta til fulls allar heimildir til fjárfestinga erlendis, m.a. til að draga úr áhættunni sem er samofin íslensku krónunni. Efast einhverjir um að hennar bíði kollsteypa í fyrirsjáanlegri framtíð? Einhverjir aðrir en fjármálaráðherra og aðrir forystumenn ríkisstjórnarflokkanna? Skjóðan Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hafa ekki nýtt auknar heimildir sem þeir hafa fengið að undanförnu til fjárfestinga erlendis. Þegar á þá er gengið um ástæður þessa er viðkvæðið að menn fjárfesti nú ekki erlendis bara til að fjárfesta erlendis. Í sjálfu sér er þetta alveg rétt hjá lífeyrissjóðamönnum. Raunin er hins vegar sú, að íslensku lífeyrissjóðirnir hafa undanfarin átta ár sætt mjög ströngum hömlum á fjárfestingar erlendis og á þeim tíma neyðst til að fjárfesta nær alla sína fjármuni hér á landi. Þetta hefur leitt til þess að lífeyrissjóðirnir eiga orðið drjúgan meirihluta í flestum ef ekki öllum fyrirtækjum, sem skráð eru í Nasdaq kauphöllinni í Reykjavík. Þeir eru ráðandi hluthafar í flestum fasteignafélögum og auk hlutafjáreignar sinnar eru þeir stærstu lánardrottnar flestra þessara sömu félaga. Þannig hefur áhætta íslenskra lífeyrissjóða þjappast saman frá hruni og eru nú ¾ hlutar eigna þeirra, og þar með áhættu, bundnir hér á landi í litla krónuhagkerfinu. Aðeins fjórðungur fjárfestinga sjóðanna er erlendis. Vissulega hefur ávöxtun innlendra eigna verið með miklum ágætum hér í í litla hagkerfinu þar sem krónan í höftum hefur risið og er nú orðin of sterk fyrir undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Hvergi á byggðu bóli fá lífeyrissjóðir svo háa vexti sem á Íslandi fyrir það eitt að láta peninga liggja í áhættulitlum fasteignalánum á 1. veðrétti. Þökk sé verðtryggingu og vaxtaokri. Gamaldags fjárfestingarhringekjur hafa skotið upp kollinum á hlutabréfamarkaði. Lífeyrissjóðirnir stofna Framtakssjóð sem kaupir eignir af bönkum, skráir þær á markað og selur þær svo með mikilli ávöxtun til eigenda sinna, lífeyrissjóðanna sjálfra. Svo versla lífeyrissjóðirnir með hlutabréfin í þessum félögum sín á milli. Allt minnir á 2007 nema nú eru það lífeyrissjóðirnir sjálfir sem standa í braskinu. Stjórnendur íslensku lífeyrissjóðanna virðast hins vegar hafa gleymt reglu númer eitt í fjármálafræðunum. Áhættu skal dreifa en ekki þjappa saman ef markmiðið er að hámarka ávöxtun til langs tíma. Ekki gengur að safna saman hverju sinni þeim eignaflokkum, sem mesta ávöxtun gefa, því þegar harðnar á dalnum hrapar ávöxtunin á eignasafninu í heild. Þess vegna mæla fjármálafræðin fyrir um að langtímaávöxtun sé mest hjá þeim sem fjárfesta í ólíkum eignaflokkum og ólíkum gjaldmiðlum, sem draga úr áhrifum markaðssveiflna á eignasafnið í heild. Þess vegna eiga lífeyrissjóðirnir að nýta til fulls allar heimildir til fjárfestinga erlendis, m.a. til að draga úr áhættunni sem er samofin íslensku krónunni. Efast einhverjir um að hennar bíði kollsteypa í fyrirsjáanlegri framtíð? Einhverjir aðrir en fjármálaráðherra og aðrir forystumenn ríkisstjórnarflokkanna?
Skjóðan Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira