Ritari staðlausra stafa Hildur Sverrisdóttir skrifar 23. ágúst 2016 07:00 Ritari framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, Óskar Steinn Ómarsson, gaf LÍN-frumvarpi menntamálaráðherra falleinkunn í grein sinni í blaðinu þann 22. ágúst. Fullyrti ritarinn að kennarar og hjúkrunarfræðingar myndu bera skarðan hlut frá borði yrði LÍN-frumvarpið að lögum. Vísaði hann sérstaklega til þess að greiðslubyrði lána þessara hópa myndi þyngjast vegna hækkunar vaxta á námslánum og afnáms tekjutengingar afborgana. Allt þetta fullyrti hann án þess að vísa til nokkurra heimilda eða gagna. Þetta er rangt. Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) framkvæmdi greiningu á áhrifum frumvarpsins á greiðslubyrði námsmanna í hinum ýmsu deildum háskólans. Niðurstöður þeirrar greiningar eru þvert á fullyrðingar ritarans. Samkvæmt greiningu SHÍ var m.a. miðað við að allir núverandi lántakendur myndu taka námslán fyrir 180 einingum. Þá var niðurstaðan sú að 126 af 127 af lántakendum í 180 eininga námi í hjúkrunarfræði myndu standa betur að vígi yrði LÍN-frumvarpið að lögum. Sömu sögu er að segja af 193 af 207 lántakendum í 180 eininga kennaranámi. Þá myndi hagur 21 af 22 lántakendum í 180 eininga leikskólakennaranámi vænkast og sama er að segja um hag allra þriggja lántakenda í 180 eininga námi í hagnýtri kynjafræði. Af þessum dæmum leiðir að þessar „kvennastéttir“ hafi mikla hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Það er staðreynd að yfirgnæfandi meirihluti námsmanna mun verða í betri fjárhagslegri stöðu verði frumvarpið samþykkt. Frumvarpið miðar að því að minnka brottfall nemenda og auka líkurnar á að þeir ljúki námi á tilsettum tíma, auk þess að gera námslánakerfi ríkisins gagnsærra og sanngjarnara. Þá mun frumvarpið hvetja námsmenn til að vinna minna með námi, enda munu þeir fá mánaðarlegan 65 þúsund króna styrk frá ríkinu. Eða kannski, ef eitthvað er að marka orð þingmanns Pírata í ræðustól Alþingis, mun bætt fjárhagsstaða námsmanna fyrst og fremst skila sér í aukinni drykkju á börum bæjarins. Orð þingmannsins dæma sig sjálf, en það er nauðsynlegt til að dæma frumvarpið út frá réttum upplýsingum. Kynna má sér til dæmis ítarlega greiningu Stúdentaráðs (sem stjórnarandstaðan kvartaði reyndar yfir að væri of ítarleg!) á heimasíðu SHÍ, student.is.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Ritari framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, Óskar Steinn Ómarsson, gaf LÍN-frumvarpi menntamálaráðherra falleinkunn í grein sinni í blaðinu þann 22. ágúst. Fullyrti ritarinn að kennarar og hjúkrunarfræðingar myndu bera skarðan hlut frá borði yrði LÍN-frumvarpið að lögum. Vísaði hann sérstaklega til þess að greiðslubyrði lána þessara hópa myndi þyngjast vegna hækkunar vaxta á námslánum og afnáms tekjutengingar afborgana. Allt þetta fullyrti hann án þess að vísa til nokkurra heimilda eða gagna. Þetta er rangt. Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) framkvæmdi greiningu á áhrifum frumvarpsins á greiðslubyrði námsmanna í hinum ýmsu deildum háskólans. Niðurstöður þeirrar greiningar eru þvert á fullyrðingar ritarans. Samkvæmt greiningu SHÍ var m.a. miðað við að allir núverandi lántakendur myndu taka námslán fyrir 180 einingum. Þá var niðurstaðan sú að 126 af 127 af lántakendum í 180 eininga námi í hjúkrunarfræði myndu standa betur að vígi yrði LÍN-frumvarpið að lögum. Sömu sögu er að segja af 193 af 207 lántakendum í 180 eininga kennaranámi. Þá myndi hagur 21 af 22 lántakendum í 180 eininga leikskólakennaranámi vænkast og sama er að segja um hag allra þriggja lántakenda í 180 eininga námi í hagnýtri kynjafræði. Af þessum dæmum leiðir að þessar „kvennastéttir“ hafi mikla hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Það er staðreynd að yfirgnæfandi meirihluti námsmanna mun verða í betri fjárhagslegri stöðu verði frumvarpið samþykkt. Frumvarpið miðar að því að minnka brottfall nemenda og auka líkurnar á að þeir ljúki námi á tilsettum tíma, auk þess að gera námslánakerfi ríkisins gagnsærra og sanngjarnara. Þá mun frumvarpið hvetja námsmenn til að vinna minna með námi, enda munu þeir fá mánaðarlegan 65 þúsund króna styrk frá ríkinu. Eða kannski, ef eitthvað er að marka orð þingmanns Pírata í ræðustól Alþingis, mun bætt fjárhagsstaða námsmanna fyrst og fremst skila sér í aukinni drykkju á börum bæjarins. Orð þingmannsins dæma sig sjálf, en það er nauðsynlegt til að dæma frumvarpið út frá réttum upplýsingum. Kynna má sér til dæmis ítarlega greiningu Stúdentaráðs (sem stjórnarandstaðan kvartaði reyndar yfir að væri of ítarleg!) á heimasíðu SHÍ, student.is.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun