Hagsmunir sjúklinga ráði Elín Björg Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 07:00 Það virðist litlu breyta þó rúmlega 80 prósent þjóðarinnar séu þeirrar skoðunar að heilbrigðiskerfið eigi að vera á forræði hins opinbera, alltaf dúkka af og til upp hugmyndir um að einkavæða hluta þjónustunnar. Nú hefur heilbrigðisráðherra til meðferðar niðurstöður starfshóps sem skoða átti kosti mismunandi rekstrarforma fyrir sjúkrahótel við Landspítalann. Enn og aftur lýsa talsmenn einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu áhuga sínum á því að láta einkaaðilum eftir að reka sjúkrahótelið. Forstjóri Landspítalans hefur talað hreint út um málið og segir hagsmunum sjúklinga best borgið með því að sjúkrahótelið verði hluti af Landspítalanum. Full ástæða er til að taka undir orð forstjóra Landspítalans. Rannsóknir Rúnars Vilhjálmssonar prófessors sýna með skýrum hætti að fjórir af hverjum fimm Íslendingum vilja að það sé fyrst og fremst hið opinbera sem reki heilbrigðiskerfið, ekki einkaaðilar. Einkarekstur er þegar allt of algengur í íslensku heilbrigðiskerfi og frekar ætti að leita allra leiða til að draga úr honum heldur en að skoða hvort enn eigi að auka við hann. Talsmenn einkareksturs eru gjarnan þeirrar skoðunar að einkarekstur eigi ekkert skylt við einkavæðingu, enda vita þeir sem er að stór hluti almennings er andvígur henni. Á málþingi sem BSRB og ASÍ stóðu fyrir nýverið benti Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur á að þó orðið einkarekstur hljómi betur í eyrum sé hann í raun ekkert annað en einkavæðing á þjónustu. Sigurbjörg benti jafnframt á að einkavæðing á þjónustu í heilbrigðiskerfinu geti takmarkað getu og svigrúm stjórnvalda til að taka stefnumarkandi ákvarðanir um forgangsröðun og skipulag kerfisins í þágu almannahagsmuna. Ríkið hefur hingað til átt erfitt með að tryggja að einkavæðing hafi ekki þessi áhrif og ólíklegt að þau hafi fundið töfralausnina núna. BSRB skorar á heilbrigðisráðherra að láta ekki undan fagurgala þeirra sem sjá sér hagsmuni í því að hagnast á því að reka þjónustu fyrir sjúklinga. Skynsamlegasti kosturinn er að hafa rekstur sjúkrahótelsins hluta af starfsemi Landspítalans.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það virðist litlu breyta þó rúmlega 80 prósent þjóðarinnar séu þeirrar skoðunar að heilbrigðiskerfið eigi að vera á forræði hins opinbera, alltaf dúkka af og til upp hugmyndir um að einkavæða hluta þjónustunnar. Nú hefur heilbrigðisráðherra til meðferðar niðurstöður starfshóps sem skoða átti kosti mismunandi rekstrarforma fyrir sjúkrahótel við Landspítalann. Enn og aftur lýsa talsmenn einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu áhuga sínum á því að láta einkaaðilum eftir að reka sjúkrahótelið. Forstjóri Landspítalans hefur talað hreint út um málið og segir hagsmunum sjúklinga best borgið með því að sjúkrahótelið verði hluti af Landspítalanum. Full ástæða er til að taka undir orð forstjóra Landspítalans. Rannsóknir Rúnars Vilhjálmssonar prófessors sýna með skýrum hætti að fjórir af hverjum fimm Íslendingum vilja að það sé fyrst og fremst hið opinbera sem reki heilbrigðiskerfið, ekki einkaaðilar. Einkarekstur er þegar allt of algengur í íslensku heilbrigðiskerfi og frekar ætti að leita allra leiða til að draga úr honum heldur en að skoða hvort enn eigi að auka við hann. Talsmenn einkareksturs eru gjarnan þeirrar skoðunar að einkarekstur eigi ekkert skylt við einkavæðingu, enda vita þeir sem er að stór hluti almennings er andvígur henni. Á málþingi sem BSRB og ASÍ stóðu fyrir nýverið benti Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur á að þó orðið einkarekstur hljómi betur í eyrum sé hann í raun ekkert annað en einkavæðing á þjónustu. Sigurbjörg benti jafnframt á að einkavæðing á þjónustu í heilbrigðiskerfinu geti takmarkað getu og svigrúm stjórnvalda til að taka stefnumarkandi ákvarðanir um forgangsröðun og skipulag kerfisins í þágu almannahagsmuna. Ríkið hefur hingað til átt erfitt með að tryggja að einkavæðing hafi ekki þessi áhrif og ólíklegt að þau hafi fundið töfralausnina núna. BSRB skorar á heilbrigðisráðherra að láta ekki undan fagurgala þeirra sem sjá sér hagsmuni í því að hagnast á því að reka þjónustu fyrir sjúklinga. Skynsamlegasti kosturinn er að hafa rekstur sjúkrahótelsins hluta af starfsemi Landspítalans.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar