Blikarnir sækja að titlunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. september 2016 06:00 grafík/fréttablaðið Íslandsmótin í Pepsi-deild karla- og kvenna geta hreinlega ráðist um helgina. FH í karlaflokki og Stjarnan í kvennaflokki verða komin með níu fingur á titilinn ef Breiðabliksliðin gera ekkert í málunum. Vonin er veik fyrir strákana en þeir gera lokasprettinn spennandi takist þeim að leggja FH að velli í Krikanum á sunnudaginn. Blikastelpurnar, aftur á móti, geta gert gott betur en að hleypa bara spennu í mótið með sigri. Eins og strákarnir fara þær í heimsókn til toppliðsins á útivelli en í boði fyrir Blikastúlkur er toppsætið og góður möguleiki á að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn.grafík/fréttablaðiðHalda mótinu á lífi FH er með sjö stiga forskot á toppnum í Pepsi-deild karla þegar fimm umferðir og fimmtán stig eru eftir í pottinum. Mestan möguleika á að ná meisturunum eiga Blikar sem eru í öðru sæti, en þeir geta minnkað forskotið niður í fjögur stig með sigri í Krikanum á sunnudaginn. Þegar liðin mættust síðast í Kópavogi vann FH 1-0 iðnaðarsigur með marki Emils Pálssonar. Sá sigur var svolítið lýsandi fyrir FH-liðið sem hefur varla komist úr þriðja gírnum í sumar en er samt að rusla upp mótinu. Frábær varnarleikur FH hefur unnið fyrir það sæg af leikjum og það sama má segja um Blikana. Líkt og í fyrri leiknum er ekki að búast við mörgum mörkum því þarna mætast tvö langbestu varnarlið deildarinnar. FH er aðeins búið að fá á sig ellefu mörk í 17 leikjum og Blikarnir ekki nema fjórtán mörk í jafnmörgum leikjum. Það er svo varla á neinn hallað þegar fullyrt er að markverðir liðanna, Gunnar Nielsen og Gunnleifur Gunnleifsson, séu þeir bestu í deildinni. Breiðablik verður að vinna leikinn til að eygja áfram veika von um titilinn og líka bara til að halda mótinu á lífi. Þó að Valur vinni sinn leik verður FH með níu stiga forskot með sigri að minnsta kosti þegar tólf stig verða eftir í pottinum. Blikar þurfa nokkuð augljóslega að skora en það hefur verið akkilesarhæll liðsins. Það er aðeins búið að skora 22 mörk, jafnmörg og Víkingur sem er í sjöunda sæti.grafík/fréttablaðiðMarkalið en engin markasúpa Áður en kemur að stórleiknum hjá körlunum eiga stelpurnar sviðið á laugardaginn en klukkan 14.00 á Samsung-vellinum í Garðabæ hefst leikurinn sem getur hreinlega ráðið úrslitum í Pepsi-deild kvenna þegar Stjarnan tekur á móti Breiðabliki. Þetta eru tvö efstu liðin en Garðbæingar eru með tveggja stiga forskot á Blika þegar þrír leikir eru eftir. Breiðabliki dugar ekkert minna en sigur. Jafntefli yrðu frábær úrslit fyrir Stjörnuna því hún á eftir leiki gegn KR og FH, mótherja sem liðið vann samtals 7-2 í fyrri umferðinni. Ef Stjarnan tapar bara ekki fyrir Breiðabliki verður leiðin að titlinum greið fyrir Garðbæinga. Blikar verða ekki alveg komnir með titilinn þó að þeir vinni og verði með eins stigs forskot því Kópavogsstúlkur eiga eftir snúinn útileik gegn Val í lokaumferðinni. Valskonur mættu í Kópavoginn og hirtu stig af Blikunum í níundu umferðinni. Stjarnan (38) og Breiðablik (32) eru liðin sem hafa skorað mest í deildinni (Valur einnig skorað 32). Þrátt fyrir það má ekki búast við neinum markaleik heldur frekar að þetta ráðist á einu marki eins og síðast. Því þó liðin skori duglega gegn flestum mótherjum sínum eru þetta liðin sem hafa fengið á sig langfæst mörkin til þessa. Stjarnan er búin að fá á sig aðeins tíu mörk í 15 leikjum en Blikar ekki nema sex mörk. Breiðablik fékk aðeins á sig fjögur mörk í fyrra og hefur því aðeins þurft að sækja boltann tíu sinnum í netið í síðustu 33 deildarleikjum. Þessi öfluga varnarlína þarf að hafa hemil á hinni óléttu Hörpu Þorsteinsdóttur sem mun örugglega spila síðasta leik sinn fyrir Stjörnuna í bili.Báðir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Íslandsmótin í Pepsi-deild karla- og kvenna geta hreinlega ráðist um helgina. FH í karlaflokki og Stjarnan í kvennaflokki verða komin með níu fingur á titilinn ef Breiðabliksliðin gera ekkert í málunum. Vonin er veik fyrir strákana en þeir gera lokasprettinn spennandi takist þeim að leggja FH að velli í Krikanum á sunnudaginn. Blikastelpurnar, aftur á móti, geta gert gott betur en að hleypa bara spennu í mótið með sigri. Eins og strákarnir fara þær í heimsókn til toppliðsins á útivelli en í boði fyrir Blikastúlkur er toppsætið og góður möguleiki á að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn.grafík/fréttablaðiðHalda mótinu á lífi FH er með sjö stiga forskot á toppnum í Pepsi-deild karla þegar fimm umferðir og fimmtán stig eru eftir í pottinum. Mestan möguleika á að ná meisturunum eiga Blikar sem eru í öðru sæti, en þeir geta minnkað forskotið niður í fjögur stig með sigri í Krikanum á sunnudaginn. Þegar liðin mættust síðast í Kópavogi vann FH 1-0 iðnaðarsigur með marki Emils Pálssonar. Sá sigur var svolítið lýsandi fyrir FH-liðið sem hefur varla komist úr þriðja gírnum í sumar en er samt að rusla upp mótinu. Frábær varnarleikur FH hefur unnið fyrir það sæg af leikjum og það sama má segja um Blikana. Líkt og í fyrri leiknum er ekki að búast við mörgum mörkum því þarna mætast tvö langbestu varnarlið deildarinnar. FH er aðeins búið að fá á sig ellefu mörk í 17 leikjum og Blikarnir ekki nema fjórtán mörk í jafnmörgum leikjum. Það er svo varla á neinn hallað þegar fullyrt er að markverðir liðanna, Gunnar Nielsen og Gunnleifur Gunnleifsson, séu þeir bestu í deildinni. Breiðablik verður að vinna leikinn til að eygja áfram veika von um titilinn og líka bara til að halda mótinu á lífi. Þó að Valur vinni sinn leik verður FH með níu stiga forskot með sigri að minnsta kosti þegar tólf stig verða eftir í pottinum. Blikar þurfa nokkuð augljóslega að skora en það hefur verið akkilesarhæll liðsins. Það er aðeins búið að skora 22 mörk, jafnmörg og Víkingur sem er í sjöunda sæti.grafík/fréttablaðiðMarkalið en engin markasúpa Áður en kemur að stórleiknum hjá körlunum eiga stelpurnar sviðið á laugardaginn en klukkan 14.00 á Samsung-vellinum í Garðabæ hefst leikurinn sem getur hreinlega ráðið úrslitum í Pepsi-deild kvenna þegar Stjarnan tekur á móti Breiðabliki. Þetta eru tvö efstu liðin en Garðbæingar eru með tveggja stiga forskot á Blika þegar þrír leikir eru eftir. Breiðabliki dugar ekkert minna en sigur. Jafntefli yrðu frábær úrslit fyrir Stjörnuna því hún á eftir leiki gegn KR og FH, mótherja sem liðið vann samtals 7-2 í fyrri umferðinni. Ef Stjarnan tapar bara ekki fyrir Breiðabliki verður leiðin að titlinum greið fyrir Garðbæinga. Blikar verða ekki alveg komnir með titilinn þó að þeir vinni og verði með eins stigs forskot því Kópavogsstúlkur eiga eftir snúinn útileik gegn Val í lokaumferðinni. Valskonur mættu í Kópavoginn og hirtu stig af Blikunum í níundu umferðinni. Stjarnan (38) og Breiðablik (32) eru liðin sem hafa skorað mest í deildinni (Valur einnig skorað 32). Þrátt fyrir það má ekki búast við neinum markaleik heldur frekar að þetta ráðist á einu marki eins og síðast. Því þó liðin skori duglega gegn flestum mótherjum sínum eru þetta liðin sem hafa fengið á sig langfæst mörkin til þessa. Stjarnan er búin að fá á sig aðeins tíu mörk í 15 leikjum en Blikar ekki nema sex mörk. Breiðablik fékk aðeins á sig fjögur mörk í fyrra og hefur því aðeins þurft að sækja boltann tíu sinnum í netið í síðustu 33 deildarleikjum. Þessi öfluga varnarlína þarf að hafa hemil á hinni óléttu Hörpu Þorsteinsdóttur sem mun örugglega spila síðasta leik sinn fyrir Stjörnuna í bili.Báðir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn