Vilja lækka fyrsta skattþrepið verulega Sæunn Gísladóttir skrifar 6. september 2016 11:00 Tillögurnar hafa verið kynntar fyrir Samráðsvettvangi og verða kynntar fyrir stjórnvöldum. Sjálfstæð verkefnisstjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu leggur meðal annars til að hætt verði samsköttun hjóna, að það verði tvö skattþrep 25 prósent og 43 prósent. Um er að ræða tuttugu og sjö tillögur sem snúa að breytingum á skattkerfinu í heild sinni. Meginháhersla verkefnistjórnarinnar var að koma með tillögur sem miða að því að skattkerfið afli nægjanlegra tekna fyrir samneyslu, sé einfalt, gagnsætt og skilverkt. Ennfremur að það sé fyrirsjáanlegt, stöðugt, samkeppnishæft og styðji við hagstjórn landsins. Að mati dr. Daða Más Kristóferssonar, formanns verkefnisstjórnarinnar, eru helstu breytingarnar að hætt verði samsköttun, breytingar á eftirliti og framkvæmd skattheimtu og að lækka fyrsta skattþrepið verulega.Daði Már Kristófersson.„Ég held að margar af litlu tillögunum í umbótakaflanum hvað varðar eftirlit og framkvæmd skattheimtu séu ekki minna merkilegar en aðrar tillögur. Það yrði svo mikil grundvallarbreyting ef samsköttun yrði hætt. Það hafa margir talað fyrir því og lengi. Þetta fyrirkomulag sem við erum með er frekar gamaldags. Höfuð fjölskyldunnar, sá eldri, er alltaf sá eini sem er í samskiptum við skattayfirvöld og að ábyrgð á skattskilum maka er ótakmörkuð. Sú tillaga að leggja þetta fyrirkomulag af hefur áhrif á hvernig barnabætur dreifast og hvernig þær eru skipulagðar,“ segir Daði.Dregið úr vægi persónuafsláttarDaði bendir svo á að unnið sé í átt að hugmynd Alþjóðagjaldeyissjóðsins að breyttu skattkerfi , þar sem dregið sé úr vægi persónuafsláttarins og fyrsta skattþrepið er lækkað verulega. „Það eru aðrar mikilvægar tillögur, einföldun virðisaukaskattskerfisins, tillögur um þunna eiginfjármögnun sem Ísland þarf að taka á,“ segir Daði. Í tillögunum eru margar hugmyndir sem snúa að því að auka tekjur af auðlindum, sér í lagi í ferðaþjónustu. Þar má nefna að setja inn bílastæðagjöld á fleiri stöðum, og hækka gistináttaskatt. „Okkar hlutverk var ekki að fjalla um í hvað tekjurnar fara eða hversu miklum tekjum á að afla heldur hvernig besta leiðin til að afla tekna er. Mörg af nágrannalöndum hafa farið í gegnum sambæranlegar úttektir. Umhverfis- og auðlindagjöld eru hagkvæmari leið til að afla tekna en almennir skattar,“ segir Daði.Vilja skattleggja mengandi starfsemi„Við erum með fimm tillögur sem snúa að því, tvær tillögur af gjaldtöku á ferðaþjónustu, veiðigjaldatillögu, orkuskattatillögu og skattlagningu á mengandi starfsemi(kolefnisgjaldstillögu),“ segir Daði. Verkefnisstjórnin, hóf störf í febrúar á þessu ári, og var skipuð sex sérfræðingum í skattamálum. Ásamt Daða, prófessors í hagfræði og forseta Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, er hún skipuð þeim Völu Valtýsdóttur lögfræðingi, dr. Axel Hall hagfræðingi, Halldóri Benjamín Þorbergssyni hagfræðingi, Elínu Elmu Arthursdóttur frá ríkisskattstjóra og Alexander Edvardssyni löggiltum endurskoðanda. Verkefnisstjórnin hefur þegar kynnt tillögur sínar fyrir Samráðsvettvang um aukina hagsæld. Verkefnisstjórnin var sjálfstæð í vinnu sinni og leitaði ekki álits einstakra meðlima Samráðsvettvangsins meðan á vinnunni stóð. Tillögurnar verða svo kynntar fyrir stjórnvöldum og verða til umræðu. „Það er ekki eins og þetta séu einu útfærslurnar sem komi til greina. En þetta eru útfærslurnar sem hópurinn telur að séu framkvæmanlegar og geti skilað árangri,“ segir Daði.Hér má lesa tillögur verkefnishópsins. Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Sjálfstæð verkefnisstjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu leggur meðal annars til að hætt verði samsköttun hjóna, að það verði tvö skattþrep 25 prósent og 43 prósent. Um er að ræða tuttugu og sjö tillögur sem snúa að breytingum á skattkerfinu í heild sinni. Meginháhersla verkefnistjórnarinnar var að koma með tillögur sem miða að því að skattkerfið afli nægjanlegra tekna fyrir samneyslu, sé einfalt, gagnsætt og skilverkt. Ennfremur að það sé fyrirsjáanlegt, stöðugt, samkeppnishæft og styðji við hagstjórn landsins. Að mati dr. Daða Más Kristóferssonar, formanns verkefnisstjórnarinnar, eru helstu breytingarnar að hætt verði samsköttun, breytingar á eftirliti og framkvæmd skattheimtu og að lækka fyrsta skattþrepið verulega.Daði Már Kristófersson.„Ég held að margar af litlu tillögunum í umbótakaflanum hvað varðar eftirlit og framkvæmd skattheimtu séu ekki minna merkilegar en aðrar tillögur. Það yrði svo mikil grundvallarbreyting ef samsköttun yrði hætt. Það hafa margir talað fyrir því og lengi. Þetta fyrirkomulag sem við erum með er frekar gamaldags. Höfuð fjölskyldunnar, sá eldri, er alltaf sá eini sem er í samskiptum við skattayfirvöld og að ábyrgð á skattskilum maka er ótakmörkuð. Sú tillaga að leggja þetta fyrirkomulag af hefur áhrif á hvernig barnabætur dreifast og hvernig þær eru skipulagðar,“ segir Daði.Dregið úr vægi persónuafsláttarDaði bendir svo á að unnið sé í átt að hugmynd Alþjóðagjaldeyissjóðsins að breyttu skattkerfi , þar sem dregið sé úr vægi persónuafsláttarins og fyrsta skattþrepið er lækkað verulega. „Það eru aðrar mikilvægar tillögur, einföldun virðisaukaskattskerfisins, tillögur um þunna eiginfjármögnun sem Ísland þarf að taka á,“ segir Daði. Í tillögunum eru margar hugmyndir sem snúa að því að auka tekjur af auðlindum, sér í lagi í ferðaþjónustu. Þar má nefna að setja inn bílastæðagjöld á fleiri stöðum, og hækka gistináttaskatt. „Okkar hlutverk var ekki að fjalla um í hvað tekjurnar fara eða hversu miklum tekjum á að afla heldur hvernig besta leiðin til að afla tekna er. Mörg af nágrannalöndum hafa farið í gegnum sambæranlegar úttektir. Umhverfis- og auðlindagjöld eru hagkvæmari leið til að afla tekna en almennir skattar,“ segir Daði.Vilja skattleggja mengandi starfsemi„Við erum með fimm tillögur sem snúa að því, tvær tillögur af gjaldtöku á ferðaþjónustu, veiðigjaldatillögu, orkuskattatillögu og skattlagningu á mengandi starfsemi(kolefnisgjaldstillögu),“ segir Daði. Verkefnisstjórnin, hóf störf í febrúar á þessu ári, og var skipuð sex sérfræðingum í skattamálum. Ásamt Daða, prófessors í hagfræði og forseta Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, er hún skipuð þeim Völu Valtýsdóttur lögfræðingi, dr. Axel Hall hagfræðingi, Halldóri Benjamín Þorbergssyni hagfræðingi, Elínu Elmu Arthursdóttur frá ríkisskattstjóra og Alexander Edvardssyni löggiltum endurskoðanda. Verkefnisstjórnin hefur þegar kynnt tillögur sínar fyrir Samráðsvettvang um aukina hagsæld. Verkefnisstjórnin var sjálfstæð í vinnu sinni og leitaði ekki álits einstakra meðlima Samráðsvettvangsins meðan á vinnunni stóð. Tillögurnar verða svo kynntar fyrir stjórnvöldum og verða til umræðu. „Það er ekki eins og þetta séu einu útfærslurnar sem komi til greina. En þetta eru útfærslurnar sem hópurinn telur að séu framkvæmanlegar og geti skilað árangri,“ segir Daði.Hér má lesa tillögur verkefnishópsins.
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira