Aukinn þrýstingur á Sigurð Inga í framboð Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. september 2016 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson tók við embætti forsætisráðherra í apríl eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti. vísir/Ernir Vaxandi þrýstingur er á Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformann Framsóknarflokksins, að bjóða sig fram til formanns á flokksþingi sem fara mun fram fyrir kosningarnar 29. október. Heimildarmaður úr Framsóknarflokknum sem Fréttablaðið talaði við segist skynja vaxandi þrýsting á Sigurð Inga úr flokknum, enda talaði Sigurður Ingi á öðrum nótum nú en hann hefði áður gert. Heimildarmaðurinn sagði að Eygló Harðardóttir, ritari flokksins, myndi að öllum líkindum styðja Sigurð Inga gegn Sigmundi ef hann byði sig fram. Eygló svaraði ekki skilaboðum blaðsins þegar reynt var að hafa samband við hana. Á fundi fólksins, sem fram fór í gær, var Sigurður Ingi spurður út í mögulegt formannsframboð á komandi flokksþingi. Hann sagðist aldrei hafa útilokað eitt né neitt. „Ég hef sagt að ég muni ekki bjóða mig fram gegn sitjandi formanni en ég sagði jafnframt það að ég hef tekið að mér öll þau verkefni sem flokkurinn hefur falið mér.“ Sigurður Ingi vildi ekki svara spurningum blaðamanns um það hvort Sigmundur Davíð yrði beðinn um að hætta við formannsframboð. „Okkar flokkur hefur þær aðferðir að við erum ekki að skylmast í fjölmiðlum. Í sumum flokkum hafa menn gengið svolítið langt í því að ráðast á forystu flokksins. Það gerum við ekki í Framsóknarflokknum. Við bara fjöllum um þetta á okkar vettvangi og það munum við gera,“ sagði Sigurður Ingi. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, ritaði flokksmönnum bréf í vikunni þar sem hann sagðist hafa hug á að bjóða sig fram gegn Sigmundi sem oddviti kjördæmisins. Einnig hvatti hann Sigurð Inga forsætisráðherra til að gefa kost á sér sem formaður flokksins. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í sama kjördæmi, gefur kost á sér í 1. til 3. sæti. Þá hefur fréttavefur Stundarinnar greint frá því að þingmaðurinn Þórunn Egilsdóttir gefi líka kost á sér í 1. sætið í þessu sama kjördæmi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Vaxandi þrýstingur er á Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformann Framsóknarflokksins, að bjóða sig fram til formanns á flokksþingi sem fara mun fram fyrir kosningarnar 29. október. Heimildarmaður úr Framsóknarflokknum sem Fréttablaðið talaði við segist skynja vaxandi þrýsting á Sigurð Inga úr flokknum, enda talaði Sigurður Ingi á öðrum nótum nú en hann hefði áður gert. Heimildarmaðurinn sagði að Eygló Harðardóttir, ritari flokksins, myndi að öllum líkindum styðja Sigurð Inga gegn Sigmundi ef hann byði sig fram. Eygló svaraði ekki skilaboðum blaðsins þegar reynt var að hafa samband við hana. Á fundi fólksins, sem fram fór í gær, var Sigurður Ingi spurður út í mögulegt formannsframboð á komandi flokksþingi. Hann sagðist aldrei hafa útilokað eitt né neitt. „Ég hef sagt að ég muni ekki bjóða mig fram gegn sitjandi formanni en ég sagði jafnframt það að ég hef tekið að mér öll þau verkefni sem flokkurinn hefur falið mér.“ Sigurður Ingi vildi ekki svara spurningum blaðamanns um það hvort Sigmundur Davíð yrði beðinn um að hætta við formannsframboð. „Okkar flokkur hefur þær aðferðir að við erum ekki að skylmast í fjölmiðlum. Í sumum flokkum hafa menn gengið svolítið langt í því að ráðast á forystu flokksins. Það gerum við ekki í Framsóknarflokknum. Við bara fjöllum um þetta á okkar vettvangi og það munum við gera,“ sagði Sigurður Ingi. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, ritaði flokksmönnum bréf í vikunni þar sem hann sagðist hafa hug á að bjóða sig fram gegn Sigmundi sem oddviti kjördæmisins. Einnig hvatti hann Sigurð Inga forsætisráðherra til að gefa kost á sér sem formaður flokksins. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í sama kjördæmi, gefur kost á sér í 1. til 3. sæti. Þá hefur fréttavefur Stundarinnar greint frá því að þingmaðurinn Þórunn Egilsdóttir gefi líka kost á sér í 1. sætið í þessu sama kjördæmi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira