Maðurinn, sem hét Terrence Crutcher, var óvopnaður en í fréttum fyrir helgi sögðu lögregluyfirvöld að hann skotið hefði verið á hann því hann neitaði að fylgja fyrirmælum lögreglu, til að mynda um að setja hendur upp í loft.
Á myndbandinu sem birt var í dag sést hins vegar greinilega að Crutcher setur hendurnar upp í loft. Hann fær svo rafstuð úr rafbyssu áður en hann er skotinn. Crutcher lést á sjúkrahúsi af sárum sínum síðar um daginn.
Í gær fékk fjölskylda Crutcher sem og nokkrir aðrir aðilar, þar á meðal prestur í Tulsa að nafni Ray Owens. Í viðtali við vefmiðilinn Mic segir Owens að myndbandið af Crutcher og lögreglumönnunum sé eitt það versta sem hann hafi séð.
„Maðurinn er að labba í áttina frá lögreglumönnunum með hendur upp í loft. Fyrir mér sýnir það að það stafar engin ógn af honum,“ segir Owens.
Presturinn hefur þekkt Crutcher-fjölskylduna. Hann segir viðbrögð lögreglunnar til skammar.
„Viðbrögð lögreglunnar þegar maðurinn er kominn í götuna... Það leið meira en mínúta áður en þeir fóru að huga að honum og kalla eftir læknisaðstoð. Lögreglan virtist ekki vera mikið að spá í því.“
Myndbandið má sjá hér að neðan en vert er að vara viðkvæma við því.