Þurfum að spila okkar besta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2016 10:00 Hlynur hefur verið frábær í undankeppninni. vísir/anton Íslenska körfuboltalandsliðið freistar þess í dag að tryggja sér sæti á öðru Evrópumótinu í röð. Ísland mætir Belgíu í Laugardalshöllinni klukkan 16.00 og þarf að vinna til að eygja von um að komast á EM á næsta ári. Önnur úrslit þurfa einnig að vera hagstæð en það er ekki nema fyrir færustu tölfræðinga að skilja hvernig árangur liðanna í 2. sæti riðlanna í undankeppni EM er reiknaður. „Það væri þægilegra ef þetta lægi fyrir, að ákveðin úrslit myndu duga, en þetta truflar okkur ekkert sérstaklega mikið,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að Ísland þurfi að eiga toppleik til að vinna sterkt lið Belga. „Við þurfum að spila okkar besta leik í langan tíma og við stefnum að því. Það er skemmtileg áskorun,“ sagði fyrirliðinn um leikinn í dag. Fyrri leikurinn gegn Belgum var jafn lengst af þótt hann hafi á endanum tapast með 15 stigum, 80-65. „Við gátum spilað við þá á löngum köflum. Í fyrra spiluðum við æfingaleik við þá og töpuðum illa en síðasti leikur var jafn þangað til í fjórða leikhluta. Við fengum sjálfstraust við það,“ sagði Hlynur sem hefur spilað stórvel í undankeppninni. Til marks um það hefur aðeins einn leikmaður tekið fleiri fráköst í undankeppninni en Hlynur og aðeins tveir eru með fleiri framlagsstig að meðaltali í leik. Þá er Hlynur númer fimm á listanum yfir flestar stoðsendingar í undankeppninni, með fimm slíkar að meðaltali í leik. „Mér líður mjög vel. Ég var svolítið lengi af stað en þetta hefur gengið vel upp á síðkastið og vonandi heldur það áfram,“ sagði Hlynur sem leikur landsleik númer 103 í dag. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið freistar þess í dag að tryggja sér sæti á öðru Evrópumótinu í röð. Ísland mætir Belgíu í Laugardalshöllinni klukkan 16.00 og þarf að vinna til að eygja von um að komast á EM á næsta ári. Önnur úrslit þurfa einnig að vera hagstæð en það er ekki nema fyrir færustu tölfræðinga að skilja hvernig árangur liðanna í 2. sæti riðlanna í undankeppni EM er reiknaður. „Það væri þægilegra ef þetta lægi fyrir, að ákveðin úrslit myndu duga, en þetta truflar okkur ekkert sérstaklega mikið,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að Ísland þurfi að eiga toppleik til að vinna sterkt lið Belga. „Við þurfum að spila okkar besta leik í langan tíma og við stefnum að því. Það er skemmtileg áskorun,“ sagði fyrirliðinn um leikinn í dag. Fyrri leikurinn gegn Belgum var jafn lengst af þótt hann hafi á endanum tapast með 15 stigum, 80-65. „Við gátum spilað við þá á löngum köflum. Í fyrra spiluðum við æfingaleik við þá og töpuðum illa en síðasti leikur var jafn þangað til í fjórða leikhluta. Við fengum sjálfstraust við það,“ sagði Hlynur sem hefur spilað stórvel í undankeppninni. Til marks um það hefur aðeins einn leikmaður tekið fleiri fráköst í undankeppninni en Hlynur og aðeins tveir eru með fleiri framlagsstig að meðaltali í leik. Þá er Hlynur númer fimm á listanum yfir flestar stoðsendingar í undankeppninni, með fimm slíkar að meðaltali í leik. „Mér líður mjög vel. Ég var svolítið lengi af stað en þetta hefur gengið vel upp á síðkastið og vonandi heldur það áfram,“ sagði Hlynur sem leikur landsleik númer 103 í dag.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira