Talsmaður Trump segir hann trúa að Obama hafi fæðst í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2016 08:04 Vísir/EPA Talsmaður Donald Trump segir forsetaframbjóðandann nú trúa þvi að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi fæðst í Bandaríkjunum. Trump sjálfur hefur hins vegar margsinnis neitað að segja það sjálfur. Trump hefur um árabil verið einn helsti forsvarsmaður „birther“ hreyfingarinnar svokölluðu sem haldið hefur því fram að Obama hafi ekki fæðst á Hawaii og því eigi hann ekki að vera með ríkisborgararétt og geti því ekki verið forseti. Framboð Trump sakar nú Hillary Clinton um að hafa komið þeirri umræðu af stað í forvali Demókrataflokksins árið 2008. Fjölmiðlar ytra segja það hins vegar vera kolrangt. Jason Miller, talsmaður Trump, sagði forsetaframbjóðandann hafa gert bæði Bandaríkjunum og Obama greiða með að loka málinu. Hann sagði málinu hafa verið lokað þegar Obama var neyddur til að birta fæðingarvottorð sitt opinberlega. Á miðvikudaginn tók Washington Post viðtal við Trump þar sem hann neitaði að viðurkenna að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum. Þá var hann spurður hvort að það væri rétt hjá Kellyanne Conway, framkvæmdastjóra framboðs Trumps, þegar hún sagði nýverið að yfirmaður hennar trúði því að Obama hefði fæðst á Hawaii, sagði Trump: „Þetta er í lagi. Hún má segja það sem hún vill. Ég vil einblína á störf. Ég vil einblína á aðra hluti.“Þurfi að segja það sjálfur Í nýjustu tilkynningunni er því haldið fram að Trump hafi trúað því að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum frá því hann sá fæðingarvottorð forsetans árið 2011. Síðan þá hefur Trump hins vegar ítrekað haldið öðru fram. Meðal annars hefur hann haldið því fram opinberlega að vottorðið sé falsað. Þá er, eins og áður segir, því haldið fram að Clinton hafi upphaflega haldið því fram að Obama væri í raun ekki með ríkisborgararétt árið 2008. Framboð Hillary Clinton hafi fyrst borið upp málið til að reyna að koma höggi á andstæðing hennar í forvalinu árið Barack Obama. Sem er ekki rétt. Talsmaður Clinton sagði að Trump þurfi að segja sjálfur hverju hann trúi og það þurfi hann að gera fyrir framan myndavél. Hann eigi að viðurkenna að hann hafi haft rangt fyrir sér og að það hafi verið rangt af honum að reyna að draga úr lögmæti fyrsta svarta forseta Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Talsmaður Donald Trump segir forsetaframbjóðandann nú trúa þvi að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi fæðst í Bandaríkjunum. Trump sjálfur hefur hins vegar margsinnis neitað að segja það sjálfur. Trump hefur um árabil verið einn helsti forsvarsmaður „birther“ hreyfingarinnar svokölluðu sem haldið hefur því fram að Obama hafi ekki fæðst á Hawaii og því eigi hann ekki að vera með ríkisborgararétt og geti því ekki verið forseti. Framboð Trump sakar nú Hillary Clinton um að hafa komið þeirri umræðu af stað í forvali Demókrataflokksins árið 2008. Fjölmiðlar ytra segja það hins vegar vera kolrangt. Jason Miller, talsmaður Trump, sagði forsetaframbjóðandann hafa gert bæði Bandaríkjunum og Obama greiða með að loka málinu. Hann sagði málinu hafa verið lokað þegar Obama var neyddur til að birta fæðingarvottorð sitt opinberlega. Á miðvikudaginn tók Washington Post viðtal við Trump þar sem hann neitaði að viðurkenna að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum. Þá var hann spurður hvort að það væri rétt hjá Kellyanne Conway, framkvæmdastjóra framboðs Trumps, þegar hún sagði nýverið að yfirmaður hennar trúði því að Obama hefði fæðst á Hawaii, sagði Trump: „Þetta er í lagi. Hún má segja það sem hún vill. Ég vil einblína á störf. Ég vil einblína á aðra hluti.“Þurfi að segja það sjálfur Í nýjustu tilkynningunni er því haldið fram að Trump hafi trúað því að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum frá því hann sá fæðingarvottorð forsetans árið 2011. Síðan þá hefur Trump hins vegar ítrekað haldið öðru fram. Meðal annars hefur hann haldið því fram opinberlega að vottorðið sé falsað. Þá er, eins og áður segir, því haldið fram að Clinton hafi upphaflega haldið því fram að Obama væri í raun ekki með ríkisborgararétt árið 2008. Framboð Hillary Clinton hafi fyrst borið upp málið til að reyna að koma höggi á andstæðing hennar í forvalinu árið Barack Obama. Sem er ekki rétt. Talsmaður Clinton sagði að Trump þurfi að segja sjálfur hverju hann trúi og það þurfi hann að gera fyrir framan myndavél. Hann eigi að viðurkenna að hann hafi haft rangt fyrir sér og að það hafi verið rangt af honum að reyna að draga úr lögmæti fyrsta svarta forseta Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira