Powell sagði Trump vera þjóðarskömm Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2016 10:55 Donald Trump og Colin Powell. Vísir/EPA Colin Powell, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna í ríkisstjórn George W. Bush, sagði Donald Trump vera þjóðarskömm og aðhlátursefni á heimsvísu. Þetta kemur fram í tölvupóstum frá Powell sem tölvuþrjótar komust yfir og birtu. Hann sagði „birther“ hreyfinguna sem Trump leiddi vera rasíska. Meðlimir þeirrar hreyfingar trúa því ekki að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sé fæddur í Bandaríkjunum. Póstarnir voru birtir af samtökunum DCleaks, sem hafa verið tengd áberandi tölvulekum á undanförnum mánuðum. DCleaks eru talin tengjast leyniþjónustum Rússlands sem sakaðar eru um að hafa meðal annars brotið sér leið inn í tölvupóstakerfi Demókrataflokksins. Í samtali við NBC staðfestir Powell að tölvupóstarnir séu raunverulegir og segir hakkarana búa yfir mun fleiri tölvupóstum en hafi verið birtir.Trump höfði til versta eðlis RepúblikanaflokksinsPowell var, eins og áður hefur komið fram, utanríkisráðherra George W. Bush. Hann var einnig fjögurra stjörnu hershöfðingi og er repúblikani. Hann hefur neitað að veita Donald Trump stuðning sinn og kemur sér reglulega undan spurningum um forsetaframbjóðandann. Í tölvupóstum sínum sagði Powell að það að fara í fjölmiðla og kalla Trump „fífl“ myndi eingöngu uppörva hann. Hann stóð einnig í samskiptum við fréttamann CNN og sagði fjölmiðla vera spila eftir leikreglum Trump og ómeðvitað væru þeir að hjálpa honum.Ennfremur sagði Powell að yfirlýsing Trump um að hann myndi hljóta hylli þeldökkra kjósenda í Bandaríkjunum væri byggð á draumórum. Hann sagði Trump höfða til versta eðlis Repúblikanaflokksins og fátæks hvíts fólks.Einnig ósáttur við ClintonColin Powell virðist einnig ekki vera sáttur við Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Hann var reiður yfir því að hún hafi reynt að bendla hann við málið varðandi póstþjóna hennar og að hún hefði getað komið í veg fyrir það hneyksli fyrir tveimur árum. Það eina sem hún hefði þurft að gera væri að segja strax sannleikann og biðjast afsökunar. Í öðrum tölvupósti sagði hann að Clinton ætti það til að klúðra einföldum málum með drambi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Colin Powell, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna í ríkisstjórn George W. Bush, sagði Donald Trump vera þjóðarskömm og aðhlátursefni á heimsvísu. Þetta kemur fram í tölvupóstum frá Powell sem tölvuþrjótar komust yfir og birtu. Hann sagði „birther“ hreyfinguna sem Trump leiddi vera rasíska. Meðlimir þeirrar hreyfingar trúa því ekki að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sé fæddur í Bandaríkjunum. Póstarnir voru birtir af samtökunum DCleaks, sem hafa verið tengd áberandi tölvulekum á undanförnum mánuðum. DCleaks eru talin tengjast leyniþjónustum Rússlands sem sakaðar eru um að hafa meðal annars brotið sér leið inn í tölvupóstakerfi Demókrataflokksins. Í samtali við NBC staðfestir Powell að tölvupóstarnir séu raunverulegir og segir hakkarana búa yfir mun fleiri tölvupóstum en hafi verið birtir.Trump höfði til versta eðlis RepúblikanaflokksinsPowell var, eins og áður hefur komið fram, utanríkisráðherra George W. Bush. Hann var einnig fjögurra stjörnu hershöfðingi og er repúblikani. Hann hefur neitað að veita Donald Trump stuðning sinn og kemur sér reglulega undan spurningum um forsetaframbjóðandann. Í tölvupóstum sínum sagði Powell að það að fara í fjölmiðla og kalla Trump „fífl“ myndi eingöngu uppörva hann. Hann stóð einnig í samskiptum við fréttamann CNN og sagði fjölmiðla vera spila eftir leikreglum Trump og ómeðvitað væru þeir að hjálpa honum.Ennfremur sagði Powell að yfirlýsing Trump um að hann myndi hljóta hylli þeldökkra kjósenda í Bandaríkjunum væri byggð á draumórum. Hann sagði Trump höfða til versta eðlis Repúblikanaflokksins og fátæks hvíts fólks.Einnig ósáttur við ClintonColin Powell virðist einnig ekki vera sáttur við Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Hann var reiður yfir því að hún hafi reynt að bendla hann við málið varðandi póstþjóna hennar og að hún hefði getað komið í veg fyrir það hneyksli fyrir tveimur árum. Það eina sem hún hefði þurft að gera væri að segja strax sannleikann og biðjast afsökunar. Í öðrum tölvupósti sagði hann að Clinton ætti það til að klúðra einföldum málum með drambi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira