Markaðir heimsins aftur orðnir talsvert óstöðugir Lars Christensen skrifar 14. september 2016 09:00 Árið 2016 hófst á verulega auknum óstöðugleika á fjármálamörkuðum heimsins en svo róuðust markaðirnir aftur í febrúar eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna frestaði frekari stýrivaxtahækkunum. Það hefur sennilega líka stuðlað að jákvæðari viðhorfum á verðbréfamörkuðum heimsins síðan í febrúar að kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína (PBoC) – hóf í reynd að láta gengi kínverska gjaldmiðilsins, renminbi, síga hægt seinni hluta árs 2015. Þetta, ásamt því að bandaríski seðlabankinn tók upp lausbeislaðri stefnu, olli í raun rýmri peningamarkaðsskilyrðum um allan heim. Síðustu vikuna virðist ástandið hafa breyst til hins verra og þótt breytingin sé ekki dramatísk hafa verðbréfamarkaðirnir selt ódýrt og óstöðugleiki hefur aukist.Áfellist seðlabanka Bandaríkjanna og KínaHvað hefur þá gerst? Enn er það peningamálastefna og aðgerðir tveggja stærstu peningastórveldanna, seðlabanka Bandaríkjanna og Kína, sem valda áhyggjum á mörkuðum heimsins. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Janet Yellen, hefur á síðustu vikum gefið til kynna að hún vilji enn hækka stýrivexti fyrr en seinna. Og það þrátt fyrir að þjóðhagfræðilegar tölur fyrir Bandaríkin hafi verið langt frá því að vera glæsilegar og verðbólgan sé vel undir opinberum 2% verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Í tilfelli Kína er sérstaklega mikilvægt að taka eftir því að Kína og Bandaríkin hafa gert samkomulag í tengslum við nýlegan G20-fund um að „hagræða“ ekki gengi gjaldmiðla sinna í samkeppnistilgangi. Þetta kann að hljóma vel en staðreyndin er sú að þetta sendir í raun þau skilaboð til markaðanna að Kína sé að binda enda á gengissigið. Þegar upp er staðið er aðeins hægt að túlka fréttaflæði síðustu tveggja vikna þannig að seðlabankar bæði Bandaríkjanna og Kína séu að snúa frá lausbeislaðri peningamálastefnu. Og nú sjáum við afleiðingarnar á mörkuðunum – dollarinn er að styrkjast, verðbréfamarkaðirnir selja, hrávöruverð fellur og almennur óstöðugleiki á fjármálamörkuðum eykst. Breytingin er enn ekki stórfelld en hún sýnir að vilji, sérstaklega Seðlabanka Bandaríkjanna, til að koma stýrivöxtum í „eðlilegt“ horf er ótímabær. Stýrivaxtahækkun núna hjá Seðlabanka Bandaríkjanna mun aðeins stigmagna óstöðugleika á mörkuðum heimsins, sem í sjálfu sér myndi hafa frekar neikvæð áhrif á bandaríska hagkerfið, sem gæti aftur neytt Seðlabankann til að snúa við vaxtahækkunum sínum. Almennt eru seðlabankastjórar um heim allan áfjáðir í að hækka stýrivexti, en hvað peningamálastefnuna varðar er þetta ótímabært og fjármálamarkaðirnir eru nú að segja þeim sem stjórna peningamálastefnunni þetta. Ég er hræddur um að þeir hlusti ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Árið 2016 hófst á verulega auknum óstöðugleika á fjármálamörkuðum heimsins en svo róuðust markaðirnir aftur í febrúar eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna frestaði frekari stýrivaxtahækkunum. Það hefur sennilega líka stuðlað að jákvæðari viðhorfum á verðbréfamörkuðum heimsins síðan í febrúar að kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína (PBoC) – hóf í reynd að láta gengi kínverska gjaldmiðilsins, renminbi, síga hægt seinni hluta árs 2015. Þetta, ásamt því að bandaríski seðlabankinn tók upp lausbeislaðri stefnu, olli í raun rýmri peningamarkaðsskilyrðum um allan heim. Síðustu vikuna virðist ástandið hafa breyst til hins verra og þótt breytingin sé ekki dramatísk hafa verðbréfamarkaðirnir selt ódýrt og óstöðugleiki hefur aukist.Áfellist seðlabanka Bandaríkjanna og KínaHvað hefur þá gerst? Enn er það peningamálastefna og aðgerðir tveggja stærstu peningastórveldanna, seðlabanka Bandaríkjanna og Kína, sem valda áhyggjum á mörkuðum heimsins. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Janet Yellen, hefur á síðustu vikum gefið til kynna að hún vilji enn hækka stýrivexti fyrr en seinna. Og það þrátt fyrir að þjóðhagfræðilegar tölur fyrir Bandaríkin hafi verið langt frá því að vera glæsilegar og verðbólgan sé vel undir opinberum 2% verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Í tilfelli Kína er sérstaklega mikilvægt að taka eftir því að Kína og Bandaríkin hafa gert samkomulag í tengslum við nýlegan G20-fund um að „hagræða“ ekki gengi gjaldmiðla sinna í samkeppnistilgangi. Þetta kann að hljóma vel en staðreyndin er sú að þetta sendir í raun þau skilaboð til markaðanna að Kína sé að binda enda á gengissigið. Þegar upp er staðið er aðeins hægt að túlka fréttaflæði síðustu tveggja vikna þannig að seðlabankar bæði Bandaríkjanna og Kína séu að snúa frá lausbeislaðri peningamálastefnu. Og nú sjáum við afleiðingarnar á mörkuðunum – dollarinn er að styrkjast, verðbréfamarkaðirnir selja, hrávöruverð fellur og almennur óstöðugleiki á fjármálamörkuðum eykst. Breytingin er enn ekki stórfelld en hún sýnir að vilji, sérstaklega Seðlabanka Bandaríkjanna, til að koma stýrivöxtum í „eðlilegt“ horf er ótímabær. Stýrivaxtahækkun núna hjá Seðlabanka Bandaríkjanna mun aðeins stigmagna óstöðugleika á mörkuðum heimsins, sem í sjálfu sér myndi hafa frekar neikvæð áhrif á bandaríska hagkerfið, sem gæti aftur neytt Seðlabankann til að snúa við vaxtahækkunum sínum. Almennt eru seðlabankastjórar um heim allan áfjáðir í að hækka stýrivexti, en hvað peningamálastefnuna varðar er þetta ótímabært og fjármálamarkaðirnir eru nú að segja þeim sem stjórna peningamálastefnunni þetta. Ég er hræddur um að þeir hlusti ekki.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar