Markmiðin eru skýr Katrín Jakobsdóttir skrifar 13. september 2016 07:00 Þegar nær dregur kosningum er freistandi fyrir stjórnmálahreyfingar að leggja fram einfaldar lausnir á sem flestum málum. Gallinn er sá að fæst mál eru leyst með einföldum hætti og meiru skiptir að leggja fram lausnir sem lifa af pólitískar sveiflur. Eitt þeirra mála sem erfitt hefur reynst að ná samfélagssátt um er fiskveiðistjórnunarkerfið. Þar hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð lagt fram skýr markmið um að arðurinn af hinni sameiginlegu auðlind renni til fólksins í landinu þannig að hægt sé að byggja upp í heilbrigðisþjónustu og menntakerfi fyrir okkur öll. Ennfremur að sjávarútvegurinn sé rekinn með sjálfbærum hætti þannig að ekki sé gengið um of á auðlindina. Ennfremur að tryggja stöðugleika í hinum dreifðu byggðum. Ástæða þess að á síðasta kjörtímabili voru veiðigjöld hækkuð var sú stefna vinstristjórnarinnar að arður af sameiginlegum auðlindum, hvort sem það er fiskur í sjó eða eitthvað annað, eigi að renna til samfélagsins og nýtast þannig okkur öllum. Það var forgangsverkefni núverandi ríkisstjórnar að lækka veiðigjöldin og í takt við það höfum við séð arðgreiðslur aukast til eigenda stórútgerðarinnar. Markmiðin eru stóra málið og við Vinstri-græn erum ávallt reiðubúin til að skoða leiðir að þeim markmiðum. Ein þeirra gæti verið uppboð aflaheimilda en nýlega var slíkt tilraunauppboð haldið í Færeyjum þar sem stefnt er að sömu markmiðum. Á góðum fundi nú um helgina voru kostir og gallar slíkrar leiðar reifaðir. Einhvers konar uppboð hefur lengi verið hluti af stefnu Vinstri-grænna en í stefnunni er lagt til að kalla inn hluta af heimildunum og úthluta þeim aftur með skilgreindum hætti. Opinberan uppboðsmarkað með aflaheimildir mætti þróa í áföngum og tryggja að þar yrðu ákveðin skilyrði uppfyllt, til dæmis hvað varðar sjálfbæra nýtingu, byggðafestu og auðlindaarðinn. Í þessu máli skipta markmiðin meira máli en leiðirnar og erfitt er að trúa öðru en að flestir séu sammála um þau meginmarkmið sem hér hafa verið rakin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Þegar nær dregur kosningum er freistandi fyrir stjórnmálahreyfingar að leggja fram einfaldar lausnir á sem flestum málum. Gallinn er sá að fæst mál eru leyst með einföldum hætti og meiru skiptir að leggja fram lausnir sem lifa af pólitískar sveiflur. Eitt þeirra mála sem erfitt hefur reynst að ná samfélagssátt um er fiskveiðistjórnunarkerfið. Þar hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð lagt fram skýr markmið um að arðurinn af hinni sameiginlegu auðlind renni til fólksins í landinu þannig að hægt sé að byggja upp í heilbrigðisþjónustu og menntakerfi fyrir okkur öll. Ennfremur að sjávarútvegurinn sé rekinn með sjálfbærum hætti þannig að ekki sé gengið um of á auðlindina. Ennfremur að tryggja stöðugleika í hinum dreifðu byggðum. Ástæða þess að á síðasta kjörtímabili voru veiðigjöld hækkuð var sú stefna vinstristjórnarinnar að arður af sameiginlegum auðlindum, hvort sem það er fiskur í sjó eða eitthvað annað, eigi að renna til samfélagsins og nýtast þannig okkur öllum. Það var forgangsverkefni núverandi ríkisstjórnar að lækka veiðigjöldin og í takt við það höfum við séð arðgreiðslur aukast til eigenda stórútgerðarinnar. Markmiðin eru stóra málið og við Vinstri-græn erum ávallt reiðubúin til að skoða leiðir að þeim markmiðum. Ein þeirra gæti verið uppboð aflaheimilda en nýlega var slíkt tilraunauppboð haldið í Færeyjum þar sem stefnt er að sömu markmiðum. Á góðum fundi nú um helgina voru kostir og gallar slíkrar leiðar reifaðir. Einhvers konar uppboð hefur lengi verið hluti af stefnu Vinstri-grænna en í stefnunni er lagt til að kalla inn hluta af heimildunum og úthluta þeim aftur með skilgreindum hætti. Opinberan uppboðsmarkað með aflaheimildir mætti þróa í áföngum og tryggja að þar yrðu ákveðin skilyrði uppfyllt, til dæmis hvað varðar sjálfbæra nýtingu, byggðafestu og auðlindaarðinn. Í þessu máli skipta markmiðin meira máli en leiðirnar og erfitt er að trúa öðru en að flestir séu sammála um þau meginmarkmið sem hér hafa verið rakin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun