Voru í fangelsi í fjörutíu daga Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. september 2016 20:00 Um hundrað manns sóttu Breiðholtskirkju í dag til að sýna flóttafólki og hælisleitendum stuðning. Meðal þeirra sem héldu tölu voru hælisleitendur sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli. Morteza Songolzadeh, 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran, var einn þeirra sem hélt tölu í dag. Hans býður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú, en honum hefur verið synjað um hæli hér á landi og verður sendur til Frakklands á grundvelli dyflinnarrreglugerðarinnar á næstu dögum. „Auðvitað er þetta ógnvekjandi og ég bý við hugarangur á hverjum degi þegar ég bíð þess sem kann að gerast næst. Þegar ég sé ókunnuga manneskju á símanum hugsa ég: „Þetta er búið núna. Nú ætla þeir að vísa mér úr landi,“ segir Morteza. Morteza veit ekki hvenær hann verður sendur úr landi. Hann óttast að vera sendur til Írans frá Frakklandi. „Ég var dæmdur til dauða og mun örugglega verða hengdur þar,“ segir Morteza.Homa og Hasti flúðu Íran þar sem þær eru kristnar.Vísir/SkjáskotÞurftu að flýja vegna trúar sinnarÍ messunni voru þær Homa og Hasti Megrmozhdehi en þær sóttu um hæli hér á landi fyrir tveimur mánuðum ásamt móður og föður. Fjölskyldan kemur fram Íran en þurfti að flýja land af sömu ástæðu og Morteza en þau eru kristin. Þau sóttu fyrst um hæli í Grikklandi og voru sett í fangelsi í fjörutíu daga. „Þegar við komum þangað fangelsuðu þeir okkur og fjölskyldu okkar. Yngri systir mín er undir lögaldri en í fangelsinu vorum við innan um þjófa og fíkniefnasjúklinga. Ég veit ekki af hverju og þegar við spurðum fengum við engin svör,“ segir Homa en hún er 23 ára og Hasti er 13 ára. Fjölskyldan vonast að fá hæli hér landi og vill aðlagast íslensku samfélagi. „Ég gleðst yfir að vera hér og við erum örugg nú. Á morgun get ég farið í skóla og það er gott fyrir mig,“ segir Hasti. Það var séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, sem prédikaði í messunni. „Ef fólk vill koma hingað til að lifa í friði þá finnst mér að við eigum að veita þeim hæli. Það er bara mín einfalda skoðun,“ segir Sólveig. Flóttamenn Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Um hundrað manns sóttu Breiðholtskirkju í dag til að sýna flóttafólki og hælisleitendum stuðning. Meðal þeirra sem héldu tölu voru hælisleitendur sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli. Morteza Songolzadeh, 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran, var einn þeirra sem hélt tölu í dag. Hans býður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú, en honum hefur verið synjað um hæli hér á landi og verður sendur til Frakklands á grundvelli dyflinnarrreglugerðarinnar á næstu dögum. „Auðvitað er þetta ógnvekjandi og ég bý við hugarangur á hverjum degi þegar ég bíð þess sem kann að gerast næst. Þegar ég sé ókunnuga manneskju á símanum hugsa ég: „Þetta er búið núna. Nú ætla þeir að vísa mér úr landi,“ segir Morteza. Morteza veit ekki hvenær hann verður sendur úr landi. Hann óttast að vera sendur til Írans frá Frakklandi. „Ég var dæmdur til dauða og mun örugglega verða hengdur þar,“ segir Morteza.Homa og Hasti flúðu Íran þar sem þær eru kristnar.Vísir/SkjáskotÞurftu að flýja vegna trúar sinnarÍ messunni voru þær Homa og Hasti Megrmozhdehi en þær sóttu um hæli hér á landi fyrir tveimur mánuðum ásamt móður og föður. Fjölskyldan kemur fram Íran en þurfti að flýja land af sömu ástæðu og Morteza en þau eru kristin. Þau sóttu fyrst um hæli í Grikklandi og voru sett í fangelsi í fjörutíu daga. „Þegar við komum þangað fangelsuðu þeir okkur og fjölskyldu okkar. Yngri systir mín er undir lögaldri en í fangelsinu vorum við innan um þjófa og fíkniefnasjúklinga. Ég veit ekki af hverju og þegar við spurðum fengum við engin svör,“ segir Homa en hún er 23 ára og Hasti er 13 ára. Fjölskyldan vonast að fá hæli hér landi og vill aðlagast íslensku samfélagi. „Ég gleðst yfir að vera hér og við erum örugg nú. Á morgun get ég farið í skóla og það er gott fyrir mig,“ segir Hasti. Það var séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, sem prédikaði í messunni. „Ef fólk vill koma hingað til að lifa í friði þá finnst mér að við eigum að veita þeim hæli. Það er bara mín einfalda skoðun,“ segir Sólveig.
Flóttamenn Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira