Fimmta kynslóð Nissan Micra frumsýnd í París Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2016 13:33 Fimmta og nýjasta kynslóð Nissan Micra var kynnt í morgun á bílasýningunni í París. Örtröð gesta kom sér fyrir á sýningarbás Nissan þegar bíllinn var kynntur, en þessi vinsæli smábíll verður frumsýndur hjá BL í byrjun mars. Nissan Micra var fyrst kynnt til sögunnar fyrir 33 árum og hefur þessi bíll keppt við aðra magnsölubíla í þessum flokki minni fólksbíla, þ.e. bíla eins og Volkswagen Polo, Ford Fiesta, Toyota Yaris, Suzuki Swift og Renault Clio, svo einhverjir séu nefndir. Nissan segir að hið nýja útspil þeirra í formi Nissan Micra sé enn einn djarflega teiknaður bíll fyrirtækisins á síðustu árum og kemur hann í kjölfar Nissan Juke, Qashqai og Note, sem allir hafa fengið frábærar móttökur. Nissan kallar nýjan Micra bíl sinn flaggskipið á meðal nýrra Nissan bíla og ætlar sér greinilega stóra hluti með þessum nýja bíl.Laglegt innanrými í Nissan Micra Bílar video Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent
Fimmta og nýjasta kynslóð Nissan Micra var kynnt í morgun á bílasýningunni í París. Örtröð gesta kom sér fyrir á sýningarbás Nissan þegar bíllinn var kynntur, en þessi vinsæli smábíll verður frumsýndur hjá BL í byrjun mars. Nissan Micra var fyrst kynnt til sögunnar fyrir 33 árum og hefur þessi bíll keppt við aðra magnsölubíla í þessum flokki minni fólksbíla, þ.e. bíla eins og Volkswagen Polo, Ford Fiesta, Toyota Yaris, Suzuki Swift og Renault Clio, svo einhverjir séu nefndir. Nissan segir að hið nýja útspil þeirra í formi Nissan Micra sé enn einn djarflega teiknaður bíll fyrirtækisins á síðustu árum og kemur hann í kjölfar Nissan Juke, Qashqai og Note, sem allir hafa fengið frábærar móttökur. Nissan kallar nýjan Micra bíl sinn flaggskipið á meðal nýrra Nissan bíla og ætlar sér greinilega stóra hluti með þessum nýja bíl.Laglegt innanrými í Nissan Micra
Bílar video Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent