Karla- og kvennalið Grindavíkur fóru bæði upp en bara annað fær bónus Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2016 15:16 vísir/hanna Leikmenn kvennaliðs Grindavíkur í knattspyrnu fá engar viðbótagreiðslur fyrir að hafa tryggt sæti sitt í efstu deild. Eins og fram kom í viðtali við Jónas Þórhallsson, formann knattspyrnudeildar Grindavíkur, kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag fá leikmenn karlaliðs Grindavíkur bónus fyrir að komast upp í Pepsi-deildina. Karlalið Grindavíkur féll niður í 1. deild haustið 2012 og í kjölfarið voru laun leikmanna liðsins lækkuð. Í stað þess að borga þeim allt árið voru þeir settir á níu mánaða greiðslur og launin lækkuð um 35%. Hins vegar var sett inn ákvæði um bónusgreiðslur ef liðinu tækist að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deildinni. Það tókst í ár og liðið nýtur góðs af því en 18 leikmenn skipta á milli sín 5-6 milljónum króna.Engin bónus kvennamegin Kvennalið Grindavíkur tryggði sér einnig sæti í Pepsi-deildinni á dögunum. Þær fá hins vegar engan bónus. Sara Hrund Helgadóttir, leikmaður Grindavíkur, skrifaði á Twitter að stelpurnar í liðinu biði spenntar að sjá bankareikninginn sinn eins og sjá má hér að neðan. Ennfremur skrifaði hún „að við stundum sama sport og strákarnir innan sama félags, eyðum jafn miklum tíma og fáum ekkert.“ Við stelpurnar bíðum spenntar að sjá okkar bankareikning.... pic.twitter.com/NSoZFEiZwA— Sara Hrund (@sarahrund) September 27, 2016 Meiri tekjur karlamegin Jónas segir að þetta eigi sér eðlilegar skýringar; það séu einfaldlega ekki sömu peningar fyrir hendi í kvennaboltanum og í karlaboltanum. „Árið 2012, eftir að við féllum, settum við sérstakan bónus inn í samninga leikmanna og nú erum við að efna hann,“ sagði Jónas í samtali við Vísi í dag. „Það þarf að hafa tekjustofna á bak við svona samninga. Þetta eru snýst um markaðsaðstæður og verðmat.“ Jónas segist þó skilja pirring leikmanna kvennaliðsins. „Já, algjörlega. Það er gríðarleg gróska kvennamegin og við munum gera allt til að hlúa að þeim. Ég berst líka fyrir því að bæta aðstöðuna hjá félaginu, þannig að fjölskyldan geti farið saman á völlinn og átt góða stund undir þaki á leikdegi,“ sagði Jónas en vonast er til þess að framkvæmdir á vallarsvæðinu hefjist á næsta ári.Segir meira en mörg orð Varðandi muninn á tekjum í karla- og kvennaboltanum tók Jónas dæmi um íslenska karlalandsliðið og þátttöku þess á EM í Frakklandi. „Þar sáum við milljarða koma inn en nú eru tvö mót að baki kvennamegin og KSÍ er víst að borga með sér. Það segir meira en mörg orð.“ Jónas segir að þetta sé veruleikinn sem við lifum við, að það séu meiri tekjumöguleikar karlamegin en kvennamegin. „Þetta hefur ekkert með kala til kvenfólks að gera, alls ekki. Mér þykir jafn vænt um þær og drengina. Og með tíð og tíma kemur þetta,“ sagði Jónas að lokum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sjá meira
Leikmenn kvennaliðs Grindavíkur í knattspyrnu fá engar viðbótagreiðslur fyrir að hafa tryggt sæti sitt í efstu deild. Eins og fram kom í viðtali við Jónas Þórhallsson, formann knattspyrnudeildar Grindavíkur, kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag fá leikmenn karlaliðs Grindavíkur bónus fyrir að komast upp í Pepsi-deildina. Karlalið Grindavíkur féll niður í 1. deild haustið 2012 og í kjölfarið voru laun leikmanna liðsins lækkuð. Í stað þess að borga þeim allt árið voru þeir settir á níu mánaða greiðslur og launin lækkuð um 35%. Hins vegar var sett inn ákvæði um bónusgreiðslur ef liðinu tækist að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deildinni. Það tókst í ár og liðið nýtur góðs af því en 18 leikmenn skipta á milli sín 5-6 milljónum króna.Engin bónus kvennamegin Kvennalið Grindavíkur tryggði sér einnig sæti í Pepsi-deildinni á dögunum. Þær fá hins vegar engan bónus. Sara Hrund Helgadóttir, leikmaður Grindavíkur, skrifaði á Twitter að stelpurnar í liðinu biði spenntar að sjá bankareikninginn sinn eins og sjá má hér að neðan. Ennfremur skrifaði hún „að við stundum sama sport og strákarnir innan sama félags, eyðum jafn miklum tíma og fáum ekkert.“ Við stelpurnar bíðum spenntar að sjá okkar bankareikning.... pic.twitter.com/NSoZFEiZwA— Sara Hrund (@sarahrund) September 27, 2016 Meiri tekjur karlamegin Jónas segir að þetta eigi sér eðlilegar skýringar; það séu einfaldlega ekki sömu peningar fyrir hendi í kvennaboltanum og í karlaboltanum. „Árið 2012, eftir að við féllum, settum við sérstakan bónus inn í samninga leikmanna og nú erum við að efna hann,“ sagði Jónas í samtali við Vísi í dag. „Það þarf að hafa tekjustofna á bak við svona samninga. Þetta eru snýst um markaðsaðstæður og verðmat.“ Jónas segist þó skilja pirring leikmanna kvennaliðsins. „Já, algjörlega. Það er gríðarleg gróska kvennamegin og við munum gera allt til að hlúa að þeim. Ég berst líka fyrir því að bæta aðstöðuna hjá félaginu, þannig að fjölskyldan geti farið saman á völlinn og átt góða stund undir þaki á leikdegi,“ sagði Jónas en vonast er til þess að framkvæmdir á vallarsvæðinu hefjist á næsta ári.Segir meira en mörg orð Varðandi muninn á tekjum í karla- og kvennaboltanum tók Jónas dæmi um íslenska karlalandsliðið og þátttöku þess á EM í Frakklandi. „Þar sáum við milljarða koma inn en nú eru tvö mót að baki kvennamegin og KSÍ er víst að borga með sér. Það segir meira en mörg orð.“ Jónas segir að þetta sé veruleikinn sem við lifum við, að það séu meiri tekjumöguleikar karlamegin en kvennamegin. „Þetta hefur ekkert með kala til kvenfólks að gera, alls ekki. Mér þykir jafn vænt um þær og drengina. Og með tíð og tíma kemur þetta,“ sagði Jónas að lokum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sjá meira