Rétt skoðun – röng skoðun, fáviti Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. september 2016 07:00 Eftir sléttan mánuð göngum við til kosninga og reynum að hafa áhrif á framtíð okkar með því að kjósa það sem okkur finnst rétt og það fólk og þann flokk til valda sem við teljum að þjóni okkar hagsmunum sem þjóðar hvað best. En passaðu þig. Því ef þú kýst þennan flokk eða hinn gæti það ekki bara verið rangt heldur eru miklar líkur á að þú sért ógeðslega heimskur eða hreinlega veikur í höfðinu. Þannig er nefnilega stemningin á samfélagsmiðlum og hjá einstaka spekingum – sjálfskipuðum að sjálfsögðu – sem fá mínútur á öldum ljósvakans í aðdraganda stóra dagsins. Það talar enginn um kosningar eða pólitík lengur með það í huga að hlusta á næsta mann og taka skoðanir hans til greina. Ef hann ætlar ekki að kjósa það sama og þú þá er hann bara fífl og vill helst að Ísland sökkvi í saltan sæ. Það er fagnaðarefni að ungt fólk, rétt skriðið yfir kosningaaldur, sé byrjað að ræða pólitík á samfélagsmiðli eins og Twitter því kjörsókn unga fólksins hefur ekki verið upp á marga fiska í langan tíma. Aftur á móti getur umræðan þar, og er því miður of oft, verið bókstaflega eins og í sandkassaleik. Einn hendir út tísti um að þessi flokkur sé ömurlegur eða þessi stjórnmálamaður sé ógeðslegur. Enginn þarf að gera grein fyrir skoðun sinni, ekkert frekar en þú þurftir að útskýra af hverju þú kastaðir drullumallinu í andlitið á krakkanum á leikskólanum. Svo halda allir áfram að borða sand. Munum, að ef einhver hefur skoðun sem er ólík þinni skoðun er hún ekki röng og viðkomandi er ekki fáviti. Þið eruð bara ekki sammála. Og viti menn, það er allt í lagi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Eftir sléttan mánuð göngum við til kosninga og reynum að hafa áhrif á framtíð okkar með því að kjósa það sem okkur finnst rétt og það fólk og þann flokk til valda sem við teljum að þjóni okkar hagsmunum sem þjóðar hvað best. En passaðu þig. Því ef þú kýst þennan flokk eða hinn gæti það ekki bara verið rangt heldur eru miklar líkur á að þú sért ógeðslega heimskur eða hreinlega veikur í höfðinu. Þannig er nefnilega stemningin á samfélagsmiðlum og hjá einstaka spekingum – sjálfskipuðum að sjálfsögðu – sem fá mínútur á öldum ljósvakans í aðdraganda stóra dagsins. Það talar enginn um kosningar eða pólitík lengur með það í huga að hlusta á næsta mann og taka skoðanir hans til greina. Ef hann ætlar ekki að kjósa það sama og þú þá er hann bara fífl og vill helst að Ísland sökkvi í saltan sæ. Það er fagnaðarefni að ungt fólk, rétt skriðið yfir kosningaaldur, sé byrjað að ræða pólitík á samfélagsmiðli eins og Twitter því kjörsókn unga fólksins hefur ekki verið upp á marga fiska í langan tíma. Aftur á móti getur umræðan þar, og er því miður of oft, verið bókstaflega eins og í sandkassaleik. Einn hendir út tísti um að þessi flokkur sé ömurlegur eða þessi stjórnmálamaður sé ógeðslegur. Enginn þarf að gera grein fyrir skoðun sinni, ekkert frekar en þú þurftir að útskýra af hverju þú kastaðir drullumallinu í andlitið á krakkanum á leikskólanum. Svo halda allir áfram að borða sand. Munum, að ef einhver hefur skoðun sem er ólík þinni skoðun er hún ekki röng og viðkomandi er ekki fáviti. Þið eruð bara ekki sammála. Og viti menn, það er allt í lagi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun