„Ég þrái að komast heim“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2016 19:00 Sigríður Guðmundsdóttir, fyrrverandi sóknarprestur, varð fyrir mænuskaða í slysi fyrir átján árum og er einnig með MS sjúkdóminn. Hún notast því við hjólastól og þarf mikla aðstoð í daglegu lífi. Nýlega fékk Sigríður leiguíbúð SEM-samtakanna á Sléttuvegi og hugðist hún flytja í íbúðina í sumar. En rétt áður en hún átti að flytja í nýju íbúðina veiktist hún af lungnabólgu og var lögð inn á Landspítalann. Nú hefur hún jafnað sig af lungnabólgunni og má fara heim en situr þó föst á spítalanum. „Ég get ekki flutt inn í nýju íbúðina þótt allt sé til reiðu, búið að færa húsgögnin mín og svona, vegna þess að það er mannekla hjá Reykjavíkurborg á Sléttuveginum þar sem ég kem til með að búa. Þess vegna get ég ekki flutt. Því það er enginn til að taka á móti mér. Eins og er á ég heima á Landspítalanum,“ segir Sigríður. Sigríður missti heimahjúkrun og aðra þjónustu við það eitt að skipta um póstnúmer. Hún fékk áður viðbótarþjónustu frá Sinnum en það er tilraunaverkefni sem nú er lokið. Hún segir þjónustu við fatlað fólk einkennast af óvissu. „Þannig að í raun og veru er lífið mitt í dag tilraun. Ég veit ekki hvernig lífið verður, ég veit ekki hvað tekur við. Ég veit ekki hvað er framundan. Lífið er alveg óráðið.“ Í svari frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir að faglærðir heilbrigðisstarfsmenn sinni þjónustunni á Sléttuvegi og erfitt sé að fá þá til starfa. En á meðan reynt er að ráða í störfin er Sigríður í algjörri óvissu. „Ég fékk einhver svör í morgun um að það væri kannski hægt að svara mér í næstu viku og meira veit ég ekki,“ segir hún. „Á sama tíma er ég að teppa upp rándýra vist á sjúkrahúsi. Fyrir fárveikt fólk og hér er ég og þrái að komast heim. Ég þrái ekkert heitara en að komast heim til mín. Auðvitað eiga allir að vera heima hjá sér og ég veit að ég er ekkert einsdæmi. Við erum svo mörg í þessum sporum að við komumst ekki heim.“Viðtal við Sigríði má finna í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Sigríður Guðmundsdóttir, fyrrverandi sóknarprestur, varð fyrir mænuskaða í slysi fyrir átján árum og er einnig með MS sjúkdóminn. Hún notast því við hjólastól og þarf mikla aðstoð í daglegu lífi. Nýlega fékk Sigríður leiguíbúð SEM-samtakanna á Sléttuvegi og hugðist hún flytja í íbúðina í sumar. En rétt áður en hún átti að flytja í nýju íbúðina veiktist hún af lungnabólgu og var lögð inn á Landspítalann. Nú hefur hún jafnað sig af lungnabólgunni og má fara heim en situr þó föst á spítalanum. „Ég get ekki flutt inn í nýju íbúðina þótt allt sé til reiðu, búið að færa húsgögnin mín og svona, vegna þess að það er mannekla hjá Reykjavíkurborg á Sléttuveginum þar sem ég kem til með að búa. Þess vegna get ég ekki flutt. Því það er enginn til að taka á móti mér. Eins og er á ég heima á Landspítalanum,“ segir Sigríður. Sigríður missti heimahjúkrun og aðra þjónustu við það eitt að skipta um póstnúmer. Hún fékk áður viðbótarþjónustu frá Sinnum en það er tilraunaverkefni sem nú er lokið. Hún segir þjónustu við fatlað fólk einkennast af óvissu. „Þannig að í raun og veru er lífið mitt í dag tilraun. Ég veit ekki hvernig lífið verður, ég veit ekki hvað tekur við. Ég veit ekki hvað er framundan. Lífið er alveg óráðið.“ Í svari frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir að faglærðir heilbrigðisstarfsmenn sinni þjónustunni á Sléttuvegi og erfitt sé að fá þá til starfa. En á meðan reynt er að ráða í störfin er Sigríður í algjörri óvissu. „Ég fékk einhver svör í morgun um að það væri kannski hægt að svara mér í næstu viku og meira veit ég ekki,“ segir hún. „Á sama tíma er ég að teppa upp rándýra vist á sjúkrahúsi. Fyrir fárveikt fólk og hér er ég og þrái að komast heim. Ég þrái ekkert heitara en að komast heim til mín. Auðvitað eiga allir að vera heima hjá sér og ég veit að ég er ekkert einsdæmi. Við erum svo mörg í þessum sporum að við komumst ekki heim.“Viðtal við Sigríði má finna í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira