Ólíklegt að þinglok verði í vikunni: „Forseti ætlar ekki að fara leika einhvern einræðisherra“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2016 11:50 Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ósáttir við óvissu um þinglok. vísir Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag og beindi orðum sínum að Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis undir liðnum fundarstjórn forseta og spurði út í skipulag næstu daga á þingi en samkvæmt starfsáætlun á þingi að ljúka á fimmtudag. Einar K. sagði hins vegar í svari sínu til Oddnýjar að það væri „harla ólíklegt að starfsáætlun þingsins standist.“ Bætti hann við að hann vonaðist til þess að unnt yrði að ná utan um það viðfangsefni sem þingið glímir við og það er að ljúka tilteknum málum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gerði athugasemd við þetta og sagði að það ætti að vera fyrir löngu búið að afmarka viðfangsefnið, það er hvaða málum eigi að ljúka fyrir þinglok.Munur á að taka sér dagskrárvald og vera einræðisherra Forseti þingsins sagðist þá hafa kosið að orða þetta svona, að það þyrfti að ná utan um viðfangsefnið, en það væri nú svo að hann réði því ekki einn hvaða mál væru á dagskrá þingsins. „Forseti ætlar ekki að fara leika einhvern einræðisherra hér í þinginu,“ sagði Einar K. Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu þá hver af öðrum upp í pontu og lýstu yfir óánægju sinni með dagskrá þingsins og það að starfsáætlun væri að öllum líkindum öll úr skorðum. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata benti meðal annars á að forseti færi með dagskrárvaldið á Alþingi og það væri munur á því að taka sér dagskrárvald og að vera einræðisherra. „Þessar tafir eru af því að ríkisstjórninn er máttlaus og stjórnlaus og veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir þingamaður Samfylkingarinnar þegar hún tók til máls.„Allt í tómu rugli hérna“ Katrín Júlíusdóttir samflokkskona Valgerðar sagði stjórnarmeirihlutann ekki bera virðingu fyrir stjórnarandstöðunni; það væri alveg sama hvort hún væri hrópandi eða væri í málefnalegum umræðum þannig að málin rynnu í gegnum þingið. „Það er allt í tómu rugli hérna og við óskum eftir því að fá þetta yfirlit um hvernig við ætlum að ljúka þessu,“ sagði Katrín. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata kom síðan með þá hugmynd að forseti þingsins myndi ekki setja þingfund fyrr en ríkisstjórnin væri búin að ákveða mál sem hún vill klára. „Það þarf að setja stólinn fyrir dyrnar,“ sagði Helgi og spurði að lokum hvort það væri þannig að ríkisstjórnin ráði yfir þinginu. Einar K. vakti þá athygli á því að þó að forseti þingsins færi vissulega með dagskrárvaldið frá degi til dags þá væri það svo að á þingi ríkti lýðræði. „Þá er það einfaldlega þannig að þá getur meirihlutinn á Alþingi hverju sinni breytt dagskránni ef hann kýs. [...] Þess vegna gerist það auðvitað að ríkisstjórnin hafi áhrif á það hvernig dagskráin er,“ sagði Einar.„Ég var bara að reyna að taka af skarið“ Hann bætti svo við að hann hefði lagt sig fram um að hafa gott samstarf við þingmenn almennt en gerði sér jafnframt grein fyrir því að það hafi ekki allir þingmenn verið sáttir við allt alltaf. Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar komu svo áfram í pontu og við lok umræðunnar sagði Oddný Harðardóttir að stjórnarandstaðan myndi ekki láta draga sig áfram á asnaeyrunum heldur taka af skarið varðandi dagskrá þingsins og þinglok. Skömmu síðar lauk dagskrárliðnum fundarstjórn forseta og þingforseti ætlaði þá yfir í næsta dagskrárlið sem hann sagði vera umræðu um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Heyrðist þá úr sal að næst væru óundirbúnar fyrirspurnir en forseti hafði þá hlaupið yfir þann dagskrárlið. Baðst hann afsökunar á því en sagði svo og uppskar hlátur þingmanna: „Forseti var bara að reyna að taka af skarið.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Sjö stór mál eru eftir á Alþingi þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd eru undir miklu álagi með langflest málin undir. Áhyggjur af því að stjórnarandstaðan hleypi LÍN-málinu ekki í gegn. 20. september 2016 07:00 Mikil endurnýjun framundan á Alþingi Framboðsfrestur til komandi alþingiskosninga rennur út hinn 15. október. Tuttugu og tveir þingmenn hætta og líklegt að margir aðrir nái ekki kosningu. 20. september 2016 20:15 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag og beindi orðum sínum að Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis undir liðnum fundarstjórn forseta og spurði út í skipulag næstu daga á þingi en samkvæmt starfsáætlun á þingi að ljúka á fimmtudag. Einar K. sagði hins vegar í svari sínu til Oddnýjar að það væri „harla ólíklegt að starfsáætlun þingsins standist.“ Bætti hann við að hann vonaðist til þess að unnt yrði að ná utan um það viðfangsefni sem þingið glímir við og það er að ljúka tilteknum málum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gerði athugasemd við þetta og sagði að það ætti að vera fyrir löngu búið að afmarka viðfangsefnið, það er hvaða málum eigi að ljúka fyrir þinglok.Munur á að taka sér dagskrárvald og vera einræðisherra Forseti þingsins sagðist þá hafa kosið að orða þetta svona, að það þyrfti að ná utan um viðfangsefnið, en það væri nú svo að hann réði því ekki einn hvaða mál væru á dagskrá þingsins. „Forseti ætlar ekki að fara leika einhvern einræðisherra hér í þinginu,“ sagði Einar K. Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu þá hver af öðrum upp í pontu og lýstu yfir óánægju sinni með dagskrá þingsins og það að starfsáætlun væri að öllum líkindum öll úr skorðum. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata benti meðal annars á að forseti færi með dagskrárvaldið á Alþingi og það væri munur á því að taka sér dagskrárvald og að vera einræðisherra. „Þessar tafir eru af því að ríkisstjórninn er máttlaus og stjórnlaus og veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir þingamaður Samfylkingarinnar þegar hún tók til máls.„Allt í tómu rugli hérna“ Katrín Júlíusdóttir samflokkskona Valgerðar sagði stjórnarmeirihlutann ekki bera virðingu fyrir stjórnarandstöðunni; það væri alveg sama hvort hún væri hrópandi eða væri í málefnalegum umræðum þannig að málin rynnu í gegnum þingið. „Það er allt í tómu rugli hérna og við óskum eftir því að fá þetta yfirlit um hvernig við ætlum að ljúka þessu,“ sagði Katrín. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata kom síðan með þá hugmynd að forseti þingsins myndi ekki setja þingfund fyrr en ríkisstjórnin væri búin að ákveða mál sem hún vill klára. „Það þarf að setja stólinn fyrir dyrnar,“ sagði Helgi og spurði að lokum hvort það væri þannig að ríkisstjórnin ráði yfir þinginu. Einar K. vakti þá athygli á því að þó að forseti þingsins færi vissulega með dagskrárvaldið frá degi til dags þá væri það svo að á þingi ríkti lýðræði. „Þá er það einfaldlega þannig að þá getur meirihlutinn á Alþingi hverju sinni breytt dagskránni ef hann kýs. [...] Þess vegna gerist það auðvitað að ríkisstjórnin hafi áhrif á það hvernig dagskráin er,“ sagði Einar.„Ég var bara að reyna að taka af skarið“ Hann bætti svo við að hann hefði lagt sig fram um að hafa gott samstarf við þingmenn almennt en gerði sér jafnframt grein fyrir því að það hafi ekki allir þingmenn verið sáttir við allt alltaf. Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar komu svo áfram í pontu og við lok umræðunnar sagði Oddný Harðardóttir að stjórnarandstaðan myndi ekki láta draga sig áfram á asnaeyrunum heldur taka af skarið varðandi dagskrá þingsins og þinglok. Skömmu síðar lauk dagskrárliðnum fundarstjórn forseta og þingforseti ætlaði þá yfir í næsta dagskrárlið sem hann sagði vera umræðu um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Heyrðist þá úr sal að næst væru óundirbúnar fyrirspurnir en forseti hafði þá hlaupið yfir þann dagskrárlið. Baðst hann afsökunar á því en sagði svo og uppskar hlátur þingmanna: „Forseti var bara að reyna að taka af skarið.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Sjö stór mál eru eftir á Alþingi þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd eru undir miklu álagi með langflest málin undir. Áhyggjur af því að stjórnarandstaðan hleypi LÍN-málinu ekki í gegn. 20. september 2016 07:00 Mikil endurnýjun framundan á Alþingi Framboðsfrestur til komandi alþingiskosninga rennur út hinn 15. október. Tuttugu og tveir þingmenn hætta og líklegt að margir aðrir nái ekki kosningu. 20. september 2016 20:15 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Sjö stór mál eru eftir á Alþingi þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd eru undir miklu álagi með langflest málin undir. Áhyggjur af því að stjórnarandstaðan hleypi LÍN-málinu ekki í gegn. 20. september 2016 07:00
Mikil endurnýjun framundan á Alþingi Framboðsfrestur til komandi alþingiskosninga rennur út hinn 15. október. Tuttugu og tveir þingmenn hætta og líklegt að margir aðrir nái ekki kosningu. 20. september 2016 20:15