Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna mun leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Atkvæði í forvali flokksins í kjördæminu voru talin í kvöld. Alls voru 859 atkvæði greidd og þarf af voru 787 þeirra gild. Lilja Rafney hlaut 328 atkvæði í fyrsta sætið en Bjarni Jónsson hlaut 307.
Kjörstjórn mun leggja fram tillögu að heildarlista á fundi á Hvanneyri næstkomandi fimmtudag.
Niðurstöður forvalsins voru eftirfarandi:
1. Lilja Rafney Magnúsdóttir
2. Bjarni Jónsson
3. Dagný Rósa Úlfarsdóttir
4. Lárus Ástmar Hannesson
5. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir
6. Rúnar Gíslason
