Gunnar segir grafið undan formanninum Sveinn Arnarsson skrifar 26. september 2016 07:00 Þegar allt lék í lyndi. Nú berjast þau um stjórnartaumana í flokknum. Sigurður Ingi og Eygló gegn Sigmundi Davíð og Lilju Alfreðsdóttur. Gunnar Bragi styður síðarnefnda hópinn dyggilega. Brátt kemur í ljós hvorir hafa betur. vísir/vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur herst í stuðningi sínum við Sigmund Davíð Gunnlaugsson eftir atburði síðustu daga. Segir hann Sigurð Inga og Eygló Harðardóttur hafa unnið saman að því að grafa undan formanni flokksins og segir það svik. „Ég styð enn þá Sigmund Davíð eins og ég hef stutt hann alla tíð og hef bara herst í þeirri afstöðu eftir vendingar helgarinnar. Það sem ég á við með því er að Eygló og Sigurður Ingi hafa unnið að því í sameiningu að grafa undan formanni flokksins og ætla sér að komast til valda í flokknum,“ segir Gunnar Bragi. „Átökin eru augljós en ef við kjósum sterka forystu með Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur þá tel ég okkur geta náð góðum árangri í kosningunum í lok október og komist í ríkisstjórn.“Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á AkureyriLilja Dögg Alfreðsdóttir sagðist í gær einnig styðja formanninn til endurkjörs. Því hafa allir oddvitar Framsóknarflokksins gefið upp afstöðu sína. Oddvitarnir í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi stefna báðir á formannssætið en hinir fjórir skiptast jafnt á milli þeirra. Því eru átakalínurnar nokkuð augljósar í flokknum. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir flokkinn augljóslega klofinn í afstöðu sinni. „Þetta virðist vera farið að skýrast nokkuð mikið. Þó flokkurinn sé alls ekki klofinn í afstöðu til málefna þá er klofningur innan flokksins um það hver eigi að stjórna honum í nánustu framtíð,“ segir Grétar Þór. Gunnar Bragi segir Sigmund Davíð líklegan til að geta komið flokknum í ríkisstjórn og blæs á þær vangaveltur að fáir vilji vinna með honum. „Þegar í kosningar og svo stjórnarmyndunarviðræður er komið velta menn því ekki fyrir sér og láta það ekki hafa áhrif á sig. Sigmundur hefur sýnt það að hann getur unnið stórsigra og er vel til þess fallinn að leiða flokkinn.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kannast ekkert við lýsingar Sigurðar "Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráð um við formann flokksins,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. september 2016 15:21 Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl Sigurður Ingi ræddi formannsbaráttuna á Sprengisandi. 25. september 2016 11:25 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur herst í stuðningi sínum við Sigmund Davíð Gunnlaugsson eftir atburði síðustu daga. Segir hann Sigurð Inga og Eygló Harðardóttur hafa unnið saman að því að grafa undan formanni flokksins og segir það svik. „Ég styð enn þá Sigmund Davíð eins og ég hef stutt hann alla tíð og hef bara herst í þeirri afstöðu eftir vendingar helgarinnar. Það sem ég á við með því er að Eygló og Sigurður Ingi hafa unnið að því í sameiningu að grafa undan formanni flokksins og ætla sér að komast til valda í flokknum,“ segir Gunnar Bragi. „Átökin eru augljós en ef við kjósum sterka forystu með Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur þá tel ég okkur geta náð góðum árangri í kosningunum í lok október og komist í ríkisstjórn.“Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á AkureyriLilja Dögg Alfreðsdóttir sagðist í gær einnig styðja formanninn til endurkjörs. Því hafa allir oddvitar Framsóknarflokksins gefið upp afstöðu sína. Oddvitarnir í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi stefna báðir á formannssætið en hinir fjórir skiptast jafnt á milli þeirra. Því eru átakalínurnar nokkuð augljósar í flokknum. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir flokkinn augljóslega klofinn í afstöðu sinni. „Þetta virðist vera farið að skýrast nokkuð mikið. Þó flokkurinn sé alls ekki klofinn í afstöðu til málefna þá er klofningur innan flokksins um það hver eigi að stjórna honum í nánustu framtíð,“ segir Grétar Þór. Gunnar Bragi segir Sigmund Davíð líklegan til að geta komið flokknum í ríkisstjórn og blæs á þær vangaveltur að fáir vilji vinna með honum. „Þegar í kosningar og svo stjórnarmyndunarviðræður er komið velta menn því ekki fyrir sér og láta það ekki hafa áhrif á sig. Sigmundur hefur sýnt það að hann getur unnið stórsigra og er vel til þess fallinn að leiða flokkinn.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kannast ekkert við lýsingar Sigurðar "Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráð um við formann flokksins,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. september 2016 15:21 Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl Sigurður Ingi ræddi formannsbaráttuna á Sprengisandi. 25. september 2016 11:25 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Kannast ekkert við lýsingar Sigurðar "Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráð um við formann flokksins,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. september 2016 15:21
Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl Sigurður Ingi ræddi formannsbaráttuna á Sprengisandi. 25. september 2016 11:25