Umboðsmaður Alþingis segir fangelsismálastjóra hafa gerst brotlegan vegna ummæla um Kaupþingsmenn nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 25. september 2016 20:00 Þremenningarnir afplánuðu dóm sinn á Kvíabryggju. Vísir/Þorbjörn Þórðarson/andri marinó Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ummæli Páls Winkel, fangelsismálastjóra, um þá Magnús Guðmundsson, Ólaf Ólafsson og Sigurð Einarsson hafi varðað brot á lagareglum. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Magnús, Ólafur og Sigurður hlutu allir dóm vegna Al thani-málsins svokallaða og voru í kjölfarið vistaðir á Kvíabryggju. Kvörtun þeirra til umboðsmanns Alþingis gegn Páli snerist um ummæli hans í fjölmiðlum varðandi ýmislegt er tengdist fangavist þremenninganna á Kvíabryggju. Kvörtun Magnúsar, Ólafs og Sigurðar var fjórþætt en hún var send umboðsmanni á gamlársdag í fyrra. Í fyrsta lagi hafði Páll látið þau orð falla í fjölmiðlum að þremenningarnir vildu fá áfenga drykki með matnum á Kvíabryggju. Í öðru lagi hefði tökulið á vegum leikstjórans Michaels Moore fengið að kvikmynda á Kvíabryggju og rætt þar við þá Magnús, Ólaf og Sigurð. Í þriðja lagi kvörtuðu þremenningarnir yfir því að Páll hefði í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í nóvember í fyrra ýjað að því að honum væri mútað af föngunum, bæði óbeint og beint. Í fjórða lagi tengdist kvörtunin ummælum Páls um reiðnámskeið á Kvíabryggju sem til stóð að þremenningarnir myndu sækja. Umboðsmaður Alþingis skilaði ekki inn ályktun varðandi málið enda hefur fangelsismálastjóri þegar beðist afsökunar á framgöngu sinni. Þess í stað sendi hann sendi þeim Magnúsi, Ólafi og Sigurði svar við kvörtuninni og gerði innanríkisráðherra og Páli jafnframt grein fyrir niðurstöðu sinni. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45 Fangelsismálastjóri hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga á Kvíabryggju Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem þrír fangar á Kvíabryggju, þeir Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, lögðu inn til umboðsmanns vegna fangelsismálastjóra. 1. febrúar 2016 11:40 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ummæli Páls Winkel, fangelsismálastjóra, um þá Magnús Guðmundsson, Ólaf Ólafsson og Sigurð Einarsson hafi varðað brot á lagareglum. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Magnús, Ólafur og Sigurður hlutu allir dóm vegna Al thani-málsins svokallaða og voru í kjölfarið vistaðir á Kvíabryggju. Kvörtun þeirra til umboðsmanns Alþingis gegn Páli snerist um ummæli hans í fjölmiðlum varðandi ýmislegt er tengdist fangavist þremenninganna á Kvíabryggju. Kvörtun Magnúsar, Ólafs og Sigurðar var fjórþætt en hún var send umboðsmanni á gamlársdag í fyrra. Í fyrsta lagi hafði Páll látið þau orð falla í fjölmiðlum að þremenningarnir vildu fá áfenga drykki með matnum á Kvíabryggju. Í öðru lagi hefði tökulið á vegum leikstjórans Michaels Moore fengið að kvikmynda á Kvíabryggju og rætt þar við þá Magnús, Ólaf og Sigurð. Í þriðja lagi kvörtuðu þremenningarnir yfir því að Páll hefði í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í nóvember í fyrra ýjað að því að honum væri mútað af föngunum, bæði óbeint og beint. Í fjórða lagi tengdist kvörtunin ummælum Páls um reiðnámskeið á Kvíabryggju sem til stóð að þremenningarnir myndu sækja. Umboðsmaður Alþingis skilaði ekki inn ályktun varðandi málið enda hefur fangelsismálastjóri þegar beðist afsökunar á framgöngu sinni. Þess í stað sendi hann sendi þeim Magnúsi, Ólafi og Sigurði svar við kvörtuninni og gerði innanríkisráðherra og Páli jafnframt grein fyrir niðurstöðu sinni.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45 Fangelsismálastjóri hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga á Kvíabryggju Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem þrír fangar á Kvíabryggju, þeir Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, lögðu inn til umboðsmanns vegna fangelsismálastjóra. 1. febrúar 2016 11:40 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45
Fangelsismálastjóri hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga á Kvíabryggju Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem þrír fangar á Kvíabryggju, þeir Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, lögðu inn til umboðsmanns vegna fangelsismálastjóra. 1. febrúar 2016 11:40