Gunnar Bragi sakar Sigurð Inga og Eygló um baktjaldamakk Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. september 2016 18:45 Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sakar Sigurð Inga Jóhannsson og Eygló Harðardóttur um baktjaldamakk gegn formanni Framsóknarflokks og segist vera sorgmæddur yfir algjörum klofningi innan stjórnar flokksins. Hann styður Sigmund Davíð til formennsku og hvetur Lilju Alfreðsdóttur til að sækjast eftir varaformannsembættinu. Mikil ólga hefur verið innan framsóknarflokksins undanfarna daga, eða allt frá því að Sigurður Ingi Jóhannsson tilkynnti um framboð sitt gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Stjórn flokksins er klofin en Eygló Harðardóttir styður breytta forystu flokksins og gaf út í gær að nái Sigurður Ingi kjöri ætli hún að sækjast eftir varaformannsembætti. Gunnar Bragi segir að framboð Sigurðar og Eyglóar gegn Sigmundi komi sér mikið á óvart. Sjálfur styður hann Sigmund Davíð og er sannfærður um að hann vinni formannskjörið. „Fyrstu viðbrögðin eru fyrst og fremst sorg þegar maður uppgötvar að það er lengi búið að vera eitthvað baktjaldamakk og undirmál í flokknum þegar maður hélt að það væri verið að vinna þetta allt af heiðarleika. Fyrir mér er alveg ljóst að það er búið að vera að plana þetta lengi og mér sýnist Sigurður Ingi og Eygló vera saman í einhverskonar liði. Svo þegar maður skoðar myndina þá kannski hugsar maður til baka og hugsar hverskonar kjáni maður er búinn að vera að sjá þetta ekki, hvað er búið að vera í pípunum.“Gunnar Bragi Sveinsson vill sjá Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra sem varaformann Framsóknarflokksinsvísir/stefánVill sjá Lilju sem varaformann Gunnar Bragi lýsti því yfir fyrr í september að hann gæti hugsað sér að sækjast eftir varaformannsembætti í flokknum. Hann hefur nú fallið frá því. „Mig langar að nefna þetta, fyrst þetta er komið fram með Eygló Harðardóttur, að ég hef hvatt Lilju Alfreðsdóttur til þess að gefa kost á sér til varaformanns og mun styðja hana dyggilega í því. Lilja hefur verið einn stærsti og besti stuðningsmaður Sigmundar Davíðs og ég sé fyrir mér að þau myndu mynda mjög gott og sterkt teymi.“ Hann segir mikinn klofning innan flokksins. „Það er klofningur í flokknum. að mínu viti að algjörlega ástæðulausu. En svona er þetta nú bara, að traustustu menn virðast glepjast af einhverju öðru og ganga þá á bak því sem þeir hafa sagt. Kannski er það eitthvað sem hefur viðgengist í pólitík en ég man aldrei eftir því áður í Framsóknarflokknum að menn hreinlega myndi einhverskonar teymi eða lið til að fara gegn formanni flokksins. Þó ýmislegt hafi nú gengið á hjá okkur í gegnum tíðina. Það eru bara fyrst og fremst leiðindaslagsmál sem eru fram undan, það er bara þannig sem það er, og getur stórskaðað flokkinn.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 Kannast ekkert við lýsingar Sigurðar "Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráð um við formann flokksins,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. september 2016 15:21 Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl Sigurður Ingi ræddi formannsbaráttuna á Sprengisandi. 25. september 2016 11:25 Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45 Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22 Sigurður Ingi býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. september 2016 19:08 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sakar Sigurð Inga Jóhannsson og Eygló Harðardóttur um baktjaldamakk gegn formanni Framsóknarflokks og segist vera sorgmæddur yfir algjörum klofningi innan stjórnar flokksins. Hann styður Sigmund Davíð til formennsku og hvetur Lilju Alfreðsdóttur til að sækjast eftir varaformannsembættinu. Mikil ólga hefur verið innan framsóknarflokksins undanfarna daga, eða allt frá því að Sigurður Ingi Jóhannsson tilkynnti um framboð sitt gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Stjórn flokksins er klofin en Eygló Harðardóttir styður breytta forystu flokksins og gaf út í gær að nái Sigurður Ingi kjöri ætli hún að sækjast eftir varaformannsembætti. Gunnar Bragi segir að framboð Sigurðar og Eyglóar gegn Sigmundi komi sér mikið á óvart. Sjálfur styður hann Sigmund Davíð og er sannfærður um að hann vinni formannskjörið. „Fyrstu viðbrögðin eru fyrst og fremst sorg þegar maður uppgötvar að það er lengi búið að vera eitthvað baktjaldamakk og undirmál í flokknum þegar maður hélt að það væri verið að vinna þetta allt af heiðarleika. Fyrir mér er alveg ljóst að það er búið að vera að plana þetta lengi og mér sýnist Sigurður Ingi og Eygló vera saman í einhverskonar liði. Svo þegar maður skoðar myndina þá kannski hugsar maður til baka og hugsar hverskonar kjáni maður er búinn að vera að sjá þetta ekki, hvað er búið að vera í pípunum.“Gunnar Bragi Sveinsson vill sjá Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra sem varaformann Framsóknarflokksinsvísir/stefánVill sjá Lilju sem varaformann Gunnar Bragi lýsti því yfir fyrr í september að hann gæti hugsað sér að sækjast eftir varaformannsembætti í flokknum. Hann hefur nú fallið frá því. „Mig langar að nefna þetta, fyrst þetta er komið fram með Eygló Harðardóttur, að ég hef hvatt Lilju Alfreðsdóttur til þess að gefa kost á sér til varaformanns og mun styðja hana dyggilega í því. Lilja hefur verið einn stærsti og besti stuðningsmaður Sigmundar Davíðs og ég sé fyrir mér að þau myndu mynda mjög gott og sterkt teymi.“ Hann segir mikinn klofning innan flokksins. „Það er klofningur í flokknum. að mínu viti að algjörlega ástæðulausu. En svona er þetta nú bara, að traustustu menn virðast glepjast af einhverju öðru og ganga þá á bak því sem þeir hafa sagt. Kannski er það eitthvað sem hefur viðgengist í pólitík en ég man aldrei eftir því áður í Framsóknarflokknum að menn hreinlega myndi einhverskonar teymi eða lið til að fara gegn formanni flokksins. Þó ýmislegt hafi nú gengið á hjá okkur í gegnum tíðina. Það eru bara fyrst og fremst leiðindaslagsmál sem eru fram undan, það er bara þannig sem það er, og getur stórskaðað flokkinn.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 Kannast ekkert við lýsingar Sigurðar "Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráð um við formann flokksins,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. september 2016 15:21 Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl Sigurður Ingi ræddi formannsbaráttuna á Sprengisandi. 25. september 2016 11:25 Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45 Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22 Sigurður Ingi býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. september 2016 19:08 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06
Kannast ekkert við lýsingar Sigurðar "Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráð um við formann flokksins,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. september 2016 15:21
Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl Sigurður Ingi ræddi formannsbaráttuna á Sprengisandi. 25. september 2016 11:25
Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45
Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22
Sigurður Ingi býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. september 2016 19:08