Margrét tekur ekki sæti á lista Samfylkingarinnar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 24. september 2016 12:22 Margrét var færð niður um sæti vegna aldurs, en hún er 44 ára. Vísir/Valli Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður, ætlar ekki að taka 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar en hún var færð niður um sæti vegna aldurs. Sams konar reglu var hins vegar ekki fylgt á listum flokksins í Reykjavík en hún segir ekki til fyrirmyndar fyrir jafnaðarmannaflokk að mismuna eftir aldri. Samkvæmt reglum í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og í Reykjavík sem fram fóru fyrr í mánuðinum varð einn af þremur efstu frambjóðendum á listum flokksins að vera 35 ára eða yngri. Framboðslistar flokksins í Reykjavíkur norður og suður voru samþykktir í fyrradag en á þeim listum var vikið frá þessari reglu. Þannig skipa Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Helgi Hjörvar og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir efstu þrjú sætin í Reykjavík norður en þau er öll eldri en 35 ára.Úr þriðja sæti í fimmta Í flokksvalinu í Suðvesturkjördæmi var aldursreglunni hins vegar fylgt eftir. Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar, hlaut kosningu í 3. sæti listans. Hún var hins vegar færð niður þar sem enginn þeirra sem hlutu efstu sætin voru 35 ára eða yngri en Margrét er 44 ára. Vegna kynjasjónarmiða var Margrét færð enn neðar og endaði í 5. sæti listans. Margrét segir þetta ósamræmi milli kjördæma mjög skrýtið. „Þetta er náttúrulega ekki alveg til fyrirmyndar fyrir jafnaðarmannaflokk að mismuna fólki eftir aldri. En ef að reglurnar gilda, og það hefði ég getað sætt mig við, að þá verða þær að gilda alls staðar. Fyrst svo er ekki að þá ætla ég ekki að taka sæti á listanum,“ segir Margrét.Hefur þú fengið einhverjar skýringar á þessu ósamræmi? „Já ég veit náttúrulega alveg hvernig í þessu liggur. Þetta er ekkert viljaverk. Það er bara þannig að í öðru kjördæminu fara menn alveg eftir reglunum, bara eftir bókstafnum, en í hinu ákveða menn að gera það ekki,“ segir Margrét.Ákveðið áfall Þetta ósamræmi megi að hluta skýra með því að fundirnir, þar sem listar flokksins í suðvestur og Reykjavík voru staðfestir, fóru fram á sama tíma. Því hefði ekki verið samráð um hvernig og hvort beita ætti reglunni. „En það var mér ákveðið áfall að sjá að þessu hefði bara öllu verið kastað til hliðar í Reykjavík,“ segir Margrét. Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður, ætlar ekki að taka 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar en hún var færð niður um sæti vegna aldurs. Sams konar reglu var hins vegar ekki fylgt á listum flokksins í Reykjavík en hún segir ekki til fyrirmyndar fyrir jafnaðarmannaflokk að mismuna eftir aldri. Samkvæmt reglum í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og í Reykjavík sem fram fóru fyrr í mánuðinum varð einn af þremur efstu frambjóðendum á listum flokksins að vera 35 ára eða yngri. Framboðslistar flokksins í Reykjavíkur norður og suður voru samþykktir í fyrradag en á þeim listum var vikið frá þessari reglu. Þannig skipa Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Helgi Hjörvar og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir efstu þrjú sætin í Reykjavík norður en þau er öll eldri en 35 ára.Úr þriðja sæti í fimmta Í flokksvalinu í Suðvesturkjördæmi var aldursreglunni hins vegar fylgt eftir. Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar, hlaut kosningu í 3. sæti listans. Hún var hins vegar færð niður þar sem enginn þeirra sem hlutu efstu sætin voru 35 ára eða yngri en Margrét er 44 ára. Vegna kynjasjónarmiða var Margrét færð enn neðar og endaði í 5. sæti listans. Margrét segir þetta ósamræmi milli kjördæma mjög skrýtið. „Þetta er náttúrulega ekki alveg til fyrirmyndar fyrir jafnaðarmannaflokk að mismuna fólki eftir aldri. En ef að reglurnar gilda, og það hefði ég getað sætt mig við, að þá verða þær að gilda alls staðar. Fyrst svo er ekki að þá ætla ég ekki að taka sæti á listanum,“ segir Margrét.Hefur þú fengið einhverjar skýringar á þessu ósamræmi? „Já ég veit náttúrulega alveg hvernig í þessu liggur. Þetta er ekkert viljaverk. Það er bara þannig að í öðru kjördæminu fara menn alveg eftir reglunum, bara eftir bókstafnum, en í hinu ákveða menn að gera það ekki,“ segir Margrét.Ákveðið áfall Þetta ósamræmi megi að hluta skýra með því að fundirnir, þar sem listar flokksins í suðvestur og Reykjavík voru staðfestir, fóru fram á sama tíma. Því hefði ekki verið samráð um hvernig og hvort beita ætti reglunni. „En það var mér ákveðið áfall að sjá að þessu hefði bara öllu verið kastað til hliðar í Reykjavík,“ segir Margrét.
Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira