Hvernig gerir táknmálið mig að jafninga? Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 23. september 2016 13:54 Vikuna 19.-25.september er alþjóðavika heyrnarlausra, Alheimssamtök heyrnarlausra (World Federation of Deaf) skipuleggja árlega síðustu vikuna í september átak og vitundarvakningu á baráttu heyrnarlausra. Hvert ár er visst þema og í ár er það ,,Táknmálið gerir mig að jafninga”. Samfélög heyrnarlausra víða um heim fagna þessum tímamótum og skipuleggja ýmsa viðburði þar sem allir eru hvattir til að taka þátt. Félag heyrnarlausra leggur áherslu á í ár að vekja athygli á útrýmingahættu íslenska táknmálsins eins og má lega í grein sem Nathaniel Munice skrifaði í Döffblaðið, lesendur geta nálgast blaðið inná heimasíðu félagsins á slóðinni www.deaf.is. Í greininni má meðal annars lesa að á meðan við sitjum aðgerðarlaus deyr tungumálið út sem er svo sannarlega satt. Samkvæmt lögum um íslenska tungu og íslenskt táknmál ber ríki og sveitarfélögum skylda að varðveita og hlúa að íslensku táknmáli sem hafa hingað til verið fögur fyrirheit. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur gefið út tvær skýrslur þar sem fram kemur að íslenska táknmálið er í veikri stöðu. Bretta þarf upp ermar til að bjarga tungumálinu. Hvað er átt við með því að táknmálið geri mig að jafninga? Förum yfir nokkur atriði varðandi það að táknmálið geri mig að jafninga.Réttur við fæðingu, er grundvallar mannréttindi sem veitir barni rétt til að fá máltöku frá fæðingu, gefur barni þann möguleika að eiga fullnægjandi samskipti og stuðlar að vitrænum þroska. Börn þurfa greiðari aðgang að táknmálsumhverfi frá fæðingu. Döff sjálfmynd, með því er átt við að einstaklingur sem notar táknmál sem móðurmál eða fyrsta mál í táknmálssamfélagi fær tækifæri til að vera öruggur einstaklingur og með góða sjálfsmynd. Aðgengileiki, með aðgangi og úthlutun á táknmálstúlkun veitir það þeim sem nota táknmál í daglegu lífi aðgang að allri þjónustu hvort sem hún er opinber eða ekki. Textun á öllu myndefni er gott dæmi um aðgengi að margmiðlun og sjónvarpsefni. Jafnt öðrum tungumálum, íslenskt táknmál er fullgilt tungumál. Það hefur verið staðfest í mörgum kerfisbundnum rannsóknum á málvísindum og táknmáli síðustu áratugi.Jafnrétti til atvinnutækifæra, einstaklingur sem notar táknmál í daglegu lífi geti verið á atvinnumarkaðinum eins og samfélagsþegnar hans. Möguleiki til starfsþróunar þarf að vera til staðar, aðalhindrunin að atvinnu er vegna óaðgengileika á táknálstúlkun á atvinnumarkaðinum.Tvítyngd menntun, það er mikilvægt að viðurkenna þá þörf á tvítyngdri menntun fyrir heyrnarlaus börn og að viðurkenna það að það er vöntun og þörf á góðu táknmálsumhverfi í skóla barnanna. Fullvirk tvítyngd menntun leggur góðan grunn að lestri og ritun á íslenskri tungu.Jöfn þátttaka, þau sem reiða sig á íslenskt táknmál í daglegu lífi þurfa jafnan aðgang til að eiga möguleika á þátttöku í persónulegum, opinberum og pólitískum málum. Mikilvægt er að tryggja heyrnarlausum þátttöku í umræðum og ákvarðanatökum er varða réttindi og málefni þeirra s.s “ ekkert um okkur, án okkar”.Lífslangur lærdómur, aðgengi að menntun, starfsnámi og áframhaldandi endurmenntun er lykilatriði til þess að þau sem reiða sig á íslenskt táknmál í daglegu lífi fái vinnu og haldi vinnu. Ef heyrnarlausum frá vöggu til grafar eru tryggð þessi atriði þá njótum við jafnréttis í okkar þjóðfélagi og eigum betri möguleika á auknum lífsgæðum í okkar þjóðfélagi og íslenska táknmálið á meiri möguleika til að dafna áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Vikuna 19.-25.september er alþjóðavika heyrnarlausra, Alheimssamtök heyrnarlausra (World Federation of Deaf) skipuleggja árlega síðustu vikuna í september átak og vitundarvakningu á baráttu heyrnarlausra. Hvert ár er visst þema og í ár er það ,,Táknmálið gerir mig að jafninga”. Samfélög heyrnarlausra víða um heim fagna þessum tímamótum og skipuleggja ýmsa viðburði þar sem allir eru hvattir til að taka þátt. Félag heyrnarlausra leggur áherslu á í ár að vekja athygli á útrýmingahættu íslenska táknmálsins eins og má lega í grein sem Nathaniel Munice skrifaði í Döffblaðið, lesendur geta nálgast blaðið inná heimasíðu félagsins á slóðinni www.deaf.is. Í greininni má meðal annars lesa að á meðan við sitjum aðgerðarlaus deyr tungumálið út sem er svo sannarlega satt. Samkvæmt lögum um íslenska tungu og íslenskt táknmál ber ríki og sveitarfélögum skylda að varðveita og hlúa að íslensku táknmáli sem hafa hingað til verið fögur fyrirheit. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur gefið út tvær skýrslur þar sem fram kemur að íslenska táknmálið er í veikri stöðu. Bretta þarf upp ermar til að bjarga tungumálinu. Hvað er átt við með því að táknmálið geri mig að jafninga? Förum yfir nokkur atriði varðandi það að táknmálið geri mig að jafninga.Réttur við fæðingu, er grundvallar mannréttindi sem veitir barni rétt til að fá máltöku frá fæðingu, gefur barni þann möguleika að eiga fullnægjandi samskipti og stuðlar að vitrænum þroska. Börn þurfa greiðari aðgang að táknmálsumhverfi frá fæðingu. Döff sjálfmynd, með því er átt við að einstaklingur sem notar táknmál sem móðurmál eða fyrsta mál í táknmálssamfélagi fær tækifæri til að vera öruggur einstaklingur og með góða sjálfsmynd. Aðgengileiki, með aðgangi og úthlutun á táknmálstúlkun veitir það þeim sem nota táknmál í daglegu lífi aðgang að allri þjónustu hvort sem hún er opinber eða ekki. Textun á öllu myndefni er gott dæmi um aðgengi að margmiðlun og sjónvarpsefni. Jafnt öðrum tungumálum, íslenskt táknmál er fullgilt tungumál. Það hefur verið staðfest í mörgum kerfisbundnum rannsóknum á málvísindum og táknmáli síðustu áratugi.Jafnrétti til atvinnutækifæra, einstaklingur sem notar táknmál í daglegu lífi geti verið á atvinnumarkaðinum eins og samfélagsþegnar hans. Möguleiki til starfsþróunar þarf að vera til staðar, aðalhindrunin að atvinnu er vegna óaðgengileika á táknálstúlkun á atvinnumarkaðinum.Tvítyngd menntun, það er mikilvægt að viðurkenna þá þörf á tvítyngdri menntun fyrir heyrnarlaus börn og að viðurkenna það að það er vöntun og þörf á góðu táknmálsumhverfi í skóla barnanna. Fullvirk tvítyngd menntun leggur góðan grunn að lestri og ritun á íslenskri tungu.Jöfn þátttaka, þau sem reiða sig á íslenskt táknmál í daglegu lífi þurfa jafnan aðgang til að eiga möguleika á þátttöku í persónulegum, opinberum og pólitískum málum. Mikilvægt er að tryggja heyrnarlausum þátttöku í umræðum og ákvarðanatökum er varða réttindi og málefni þeirra s.s “ ekkert um okkur, án okkar”.Lífslangur lærdómur, aðgengi að menntun, starfsnámi og áframhaldandi endurmenntun er lykilatriði til þess að þau sem reiða sig á íslenskt táknmál í daglegu lífi fái vinnu og haldi vinnu. Ef heyrnarlausum frá vöggu til grafar eru tryggð þessi atriði þá njótum við jafnréttis í okkar þjóðfélagi og eigum betri möguleika á auknum lífsgæðum í okkar þjóðfélagi og íslenska táknmálið á meiri möguleika til að dafna áfram.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun