Húðflúr og fordómar Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 21. september 2016 07:00 Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig fólki dettur í hug með miklum sársauka að láta teikna hinar ýmsu myndir á líkama sinn sem fylgja því ævilangt. Ég hef þurft að berjast við fordóma í þessu samhengi. Ég fékk þá vitneskju ung að sjómenn hefðu hér áður fengið sér húðflúr í siglingum til þess að tryggja það að ef þeir drukknuðu og ræki á land væri hægt að þekkja þá á húðflúrinu. Það er grjóthörð skynsemi því ekkert er eins erfitt og að missa ástvin og hvað þá að geta ekki fylgt honum til grafar og eiga minningarreit í kirkjugarðinum. Ég hef velt því fyrir mér hvað gerist þegar húðflúr eldast og húðin fer að krumpast. Einn vinur minn benti mér þá á að það væri miklu áhugaverðara að sjá heilu hjúkrunarheimilin af fallega skreyttum öldungum. Ég man eftir að sjá ungan mann í sundi og á baki hans blasti við mér andlit Jesú Krists með þyrnikórónuna. Ég hef tekið eftir því að lífsskoðanir fólks eru oft skráðar með þessum hætti. Einn góður tónlistarmaður sagði við mig að margir litu á húðflúr sem pönk og það væri mörgum eðlilegt að pönkast. En svo kom að því að skilningur minn á húðflúri náði á einhvern hátt í gegn. Góð vinkona mín missti manninn sinn í skyndidauða í blóma lífsins. Hún tók þá ákvörðun stuttu eftir dauða hans að láta húðflúra nafnið hans með hans handskrift innan á handlegg sinn. Þannig að alltaf þegar við tökumst í hendur er ég minnt á það að hann tilheyrði lífi hennar og gerir það til enda í gegnum minningarnar. Þessi úrvinnsla finnst mér í raun mögnuð og minnir mig á hvað fólk er skapandi þegar það ákveður að lifa í ljósi reynslunnar, frekar en í skugga hennar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig fólki dettur í hug með miklum sársauka að láta teikna hinar ýmsu myndir á líkama sinn sem fylgja því ævilangt. Ég hef þurft að berjast við fordóma í þessu samhengi. Ég fékk þá vitneskju ung að sjómenn hefðu hér áður fengið sér húðflúr í siglingum til þess að tryggja það að ef þeir drukknuðu og ræki á land væri hægt að þekkja þá á húðflúrinu. Það er grjóthörð skynsemi því ekkert er eins erfitt og að missa ástvin og hvað þá að geta ekki fylgt honum til grafar og eiga minningarreit í kirkjugarðinum. Ég hef velt því fyrir mér hvað gerist þegar húðflúr eldast og húðin fer að krumpast. Einn vinur minn benti mér þá á að það væri miklu áhugaverðara að sjá heilu hjúkrunarheimilin af fallega skreyttum öldungum. Ég man eftir að sjá ungan mann í sundi og á baki hans blasti við mér andlit Jesú Krists með þyrnikórónuna. Ég hef tekið eftir því að lífsskoðanir fólks eru oft skráðar með þessum hætti. Einn góður tónlistarmaður sagði við mig að margir litu á húðflúr sem pönk og það væri mörgum eðlilegt að pönkast. En svo kom að því að skilningur minn á húðflúri náði á einhvern hátt í gegn. Góð vinkona mín missti manninn sinn í skyndidauða í blóma lífsins. Hún tók þá ákvörðun stuttu eftir dauða hans að láta húðflúra nafnið hans með hans handskrift innan á handlegg sinn. Þannig að alltaf þegar við tökumst í hendur er ég minnt á það að hann tilheyrði lífi hennar og gerir það til enda í gegnum minningarnar. Þessi úrvinnsla finnst mér í raun mögnuð og minnir mig á hvað fólk er skapandi þegar það ákveður að lifa í ljósi reynslunnar, frekar en í skugga hennar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun