Skammast yfir því að meintur hryðjuverkamaður fái aðhlynningu Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2016 10:45 Donald Trump og Ahmad Khan Rahami. Vísir/EPA/NYPD Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur kvartað yfir því að Ahmad Khan Rahami fái meðferð á sjúkrahúsi. Hann segir ástandið undirstrika veikleika í þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Rahami var særður í skotbardaga við lögreglu í gær, en hann er grunaður um aðild að sprengjuárásum í New York og mögulega New Jersey. 29 særðust í einni sprengingunni. Rahami hefur verið ákærður fyrir fimm manndrápstilraunir eftir að hafa skotið á lögregluþjóna og sært tvo þeirra. Á kosningafundi í Flórída í gær sagði Trump að versti hlutinn við þetta væri að „nú munum við við veita honum frábæra aðhlynningu. Einhverjir bestu læknar heimsins munu hugsa um hann.“ Hann kvartaði einnig yfir því að Rahami, sem er bandarískur ríkisborgari, myndi fá að vera á nútímalegu sjúkrahúsi og að hann myndi líklegast fá herbergisþjónustu. Trump virtist mótmæla því að ríkið myndi veita Rahami góða lögmenn til að verja sig í dómstólum. Hann sagði að málaferli gegn honum myndu taka mörg ár og að endingu yrði refsing hans ekki jafn alvarleg og hún yrði ef honum yrði refsað fyrr. Stjórnarskrá Bandaríkjanna tryggir ríkisborgurum rétt til lögfræðiaðstoðar. Þá hefur Rahami ekki verið dæmdur fyrir glæp.Donald Trump yngri hefur valdið miklum usla á Twitter eftir að hann líkti flóttamönnum við Skittles. Á mynd sem fylgdi tístinu er þeirri spurningu velt upp hvort að fólk myndi borða úr skál af Skittles ef það vissi af því að þrjú þeirra væru eitruð. Það væri vandi Bandaríkjanna varðandi flóttafólk frá Sýrlandi í hnotskurn. Trump yngri sagði myndina segja allt sem segja þyrfti.This image says it all. Let's end the politically correct agenda that doesn't put America first. #trump2016 pic.twitter.com/9fHwog7ssN— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) September 19, 2016 Fjölmargir hafa svarað Trump og birt myndir af börnum frá Sýrlandi eða myndir af særðu fólki og segja þetta fólk ekki vera sælgæti. Einnig hefur Mars fyrirtækið, sem á framleiðendur Skittles, tjáð sig um málið. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að taka á móti um tíu þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi.pic.twitter.com/VUwYKzqujc— Mars, Incorporated (@MarsGlobal) September 20, 2016 @DonaldJTrumpJr This is the equivalent of a red Skittle in your analogy. pic.twitter.com/NKvD5V07tE— Chris Jackson (@ChrisCJackson) September 19, 2016 Hey, @DonaldJTrumpJr -- These people look like Skittles to you? #Syria pic.twitter.com/OTUPeyuhC3— Kevin Eckery (@keckery) September 20, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur kvartað yfir því að Ahmad Khan Rahami fái meðferð á sjúkrahúsi. Hann segir ástandið undirstrika veikleika í þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Rahami var særður í skotbardaga við lögreglu í gær, en hann er grunaður um aðild að sprengjuárásum í New York og mögulega New Jersey. 29 særðust í einni sprengingunni. Rahami hefur verið ákærður fyrir fimm manndrápstilraunir eftir að hafa skotið á lögregluþjóna og sært tvo þeirra. Á kosningafundi í Flórída í gær sagði Trump að versti hlutinn við þetta væri að „nú munum við við veita honum frábæra aðhlynningu. Einhverjir bestu læknar heimsins munu hugsa um hann.“ Hann kvartaði einnig yfir því að Rahami, sem er bandarískur ríkisborgari, myndi fá að vera á nútímalegu sjúkrahúsi og að hann myndi líklegast fá herbergisþjónustu. Trump virtist mótmæla því að ríkið myndi veita Rahami góða lögmenn til að verja sig í dómstólum. Hann sagði að málaferli gegn honum myndu taka mörg ár og að endingu yrði refsing hans ekki jafn alvarleg og hún yrði ef honum yrði refsað fyrr. Stjórnarskrá Bandaríkjanna tryggir ríkisborgurum rétt til lögfræðiaðstoðar. Þá hefur Rahami ekki verið dæmdur fyrir glæp.Donald Trump yngri hefur valdið miklum usla á Twitter eftir að hann líkti flóttamönnum við Skittles. Á mynd sem fylgdi tístinu er þeirri spurningu velt upp hvort að fólk myndi borða úr skál af Skittles ef það vissi af því að þrjú þeirra væru eitruð. Það væri vandi Bandaríkjanna varðandi flóttafólk frá Sýrlandi í hnotskurn. Trump yngri sagði myndina segja allt sem segja þyrfti.This image says it all. Let's end the politically correct agenda that doesn't put America first. #trump2016 pic.twitter.com/9fHwog7ssN— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) September 19, 2016 Fjölmargir hafa svarað Trump og birt myndir af börnum frá Sýrlandi eða myndir af særðu fólki og segja þetta fólk ekki vera sælgæti. Einnig hefur Mars fyrirtækið, sem á framleiðendur Skittles, tjáð sig um málið. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að taka á móti um tíu þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi.pic.twitter.com/VUwYKzqujc— Mars, Incorporated (@MarsGlobal) September 20, 2016 @DonaldJTrumpJr This is the equivalent of a red Skittle in your analogy. pic.twitter.com/NKvD5V07tE— Chris Jackson (@ChrisCJackson) September 19, 2016 Hey, @DonaldJTrumpJr -- These people look like Skittles to you? #Syria pic.twitter.com/OTUPeyuhC3— Kevin Eckery (@keckery) September 20, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00