Vilja að fleiri greinar greiði auðlindagjald Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2016 07:00 Fulltrúar stjórnmálaflokkanna ræddu skattamál í gær. Þeirra á meðal voru Bjarni Benediktsson, Smári McCarthy, Óttarr Proppé og Þorsteinn Víglundsson. vísir/gva Forystumenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi eru almennt sáttir við hugmyndir verkefnisstjórnar um breytingar á skattkerfinu. Hugmyndirnar voru birtar opinberlega í sumar en Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði, kynnti þær á fundi Viðskiptaráðs og Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formannsframbjóðandi í Framsóknarflokknum, sagði þó að sér hugnaðist síst tillagan um eitt virðisaukaskattskerfi. „Það eru margar ástæður fyrir því. Það eru ekkert mörg lönd í kringum okkur sem hafa farið þessa leið. Fyrst og fremst Danmörk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann bætti við að með þessari breytingu yrði samkeppnisstaða Íslands við önnur lönd verri og þrýstingur myndi skapast á að setja virðisaukaskattinn niður í núll. „Þetta er útópía sem er falleg fyrir marga í hagfræði en pólitískt held ég að hún sé mjög erfið,“ sagði Sigurður Ingi. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagðist í raun vera hrifin af hugmyndinni um eitt virðisaukaskattþrep. „En vandinn sem er þarna er að maturinn fer þá úr 11 prósentum í 19,“ sagði Oddný. Hún segist sannfærð um að slík hækkun kæmi sér illa fyrir fólk sem hefði ekki mikið á milli handanna. „Þess vegna set ég spurningarmerki við þetta. Það yrði þá að koma einhver kröftug mótvægisaðgerð til þess að mæta þessu,“ sagði Oddný. Björt framtíð telur að einfalda megi virðisaukaskattskerfið með fækkun undanþága en Óttarr Proppé, formaður flokksins, sagði að það þyrfti að fara varlega í þær breytingar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það gæti verið flókið að gera virðisaukaskattskerfið að einu þrepi og breytingarnar sem hingað til hefðu verið gerðar hefðu verið flóknar. „En ég held að það geti verið sóknarfæri í vaskbreytingunni með því að horfa á hana sem skattalækkun.“ Sigurður Ingi segir mikilvægt að þegar auðlindagjöld séu ákveðin sé mikilvægt að horfa heildstætt á atvinnulífið, en ekki einungis á sjávarútveginn. „Við Framsóknarmenn höfum sagt að það er mikilvægt að horfa á heildarmyndina og segja að það verði að vera eitthvert jafnræði í gjaldtöku á þessum auðlindum okkar allra,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagðist hlynntur hugmyndum um gistináttagjald og gjaldtöku á bílastæðum við ferðamannastaði. Þá sagði Sigurður Ingi að veiðigjaldakerfið væri ekki nægjanlega gott. Það þurfi að snúast um arðsemina. En forsætisráðherrann sagði mjög brýnt að horfa á heildarmyndina. Gagnrýndi hann hugmyndir vinstri flokkanna um ókeypis heilbrigðiskerfi sem fjármagna ætti með auknum álögum á sjávarútveginn. „Það er enginn að fara að taka tugi milljarða, til dæmis af sjávarútvegi, til þess að standa undir einhverjum skattalækkunum fyrir alla aðra eða að allt í einu verði einhver kerfi ókeypis. Við verðum að horfa á heildarmyndina og hvað er raunhæft,“ sagði hann. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði að efnahagsmál á Íslandi væru í ágætum farvegi en það væri þörf fyrir uppbyggingu innviða. Gjöld á sjávarútveg væru bara ein leið til að fjármagna það. „Við teljum að það sé hægt að sækja ýmsar tekjur. Við lögðum á sínum tíma á orkuskatt, sem er einhvers konar auðlindatekjuskattur,“ sagði hún. Eðlilegt sé að taka gjald af hverjum þeim auðlindum sem nýttar eru í arðsemisskyni. „Ferðaþjónustan hefur ekki fengið verðskuldaða athygli í stefnumótun stjórnvalda. Þar hefur tími farið til spillis og við höfum verið á rangri leið í því að hugsa hvernig við viljum að ferðaþjónustan skili tekjum til samfélagsins,“ sagði Katrín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Forystumenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi eru almennt sáttir við hugmyndir verkefnisstjórnar um breytingar á skattkerfinu. Hugmyndirnar voru birtar opinberlega í sumar en Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði, kynnti þær á fundi Viðskiptaráðs og Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formannsframbjóðandi í Framsóknarflokknum, sagði þó að sér hugnaðist síst tillagan um eitt virðisaukaskattskerfi. „Það eru margar ástæður fyrir því. Það eru ekkert mörg lönd í kringum okkur sem hafa farið þessa leið. Fyrst og fremst Danmörk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann bætti við að með þessari breytingu yrði samkeppnisstaða Íslands við önnur lönd verri og þrýstingur myndi skapast á að setja virðisaukaskattinn niður í núll. „Þetta er útópía sem er falleg fyrir marga í hagfræði en pólitískt held ég að hún sé mjög erfið,“ sagði Sigurður Ingi. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagðist í raun vera hrifin af hugmyndinni um eitt virðisaukaskattþrep. „En vandinn sem er þarna er að maturinn fer þá úr 11 prósentum í 19,“ sagði Oddný. Hún segist sannfærð um að slík hækkun kæmi sér illa fyrir fólk sem hefði ekki mikið á milli handanna. „Þess vegna set ég spurningarmerki við þetta. Það yrði þá að koma einhver kröftug mótvægisaðgerð til þess að mæta þessu,“ sagði Oddný. Björt framtíð telur að einfalda megi virðisaukaskattskerfið með fækkun undanþága en Óttarr Proppé, formaður flokksins, sagði að það þyrfti að fara varlega í þær breytingar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það gæti verið flókið að gera virðisaukaskattskerfið að einu þrepi og breytingarnar sem hingað til hefðu verið gerðar hefðu verið flóknar. „En ég held að það geti verið sóknarfæri í vaskbreytingunni með því að horfa á hana sem skattalækkun.“ Sigurður Ingi segir mikilvægt að þegar auðlindagjöld séu ákveðin sé mikilvægt að horfa heildstætt á atvinnulífið, en ekki einungis á sjávarútveginn. „Við Framsóknarmenn höfum sagt að það er mikilvægt að horfa á heildarmyndina og segja að það verði að vera eitthvert jafnræði í gjaldtöku á þessum auðlindum okkar allra,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagðist hlynntur hugmyndum um gistináttagjald og gjaldtöku á bílastæðum við ferðamannastaði. Þá sagði Sigurður Ingi að veiðigjaldakerfið væri ekki nægjanlega gott. Það þurfi að snúast um arðsemina. En forsætisráðherrann sagði mjög brýnt að horfa á heildarmyndina. Gagnrýndi hann hugmyndir vinstri flokkanna um ókeypis heilbrigðiskerfi sem fjármagna ætti með auknum álögum á sjávarútveginn. „Það er enginn að fara að taka tugi milljarða, til dæmis af sjávarútvegi, til þess að standa undir einhverjum skattalækkunum fyrir alla aðra eða að allt í einu verði einhver kerfi ókeypis. Við verðum að horfa á heildarmyndina og hvað er raunhæft,“ sagði hann. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði að efnahagsmál á Íslandi væru í ágætum farvegi en það væri þörf fyrir uppbyggingu innviða. Gjöld á sjávarútveg væru bara ein leið til að fjármagna það. „Við teljum að það sé hægt að sækja ýmsar tekjur. Við lögðum á sínum tíma á orkuskatt, sem er einhvers konar auðlindatekjuskattur,“ sagði hún. Eðlilegt sé að taka gjald af hverjum þeim auðlindum sem nýttar eru í arðsemisskyni. „Ferðaþjónustan hefur ekki fengið verðskuldaða athygli í stefnumótun stjórnvalda. Þar hefur tími farið til spillis og við höfum verið á rangri leið í því að hugsa hvernig við viljum að ferðaþjónustan skili tekjum til samfélagsins,“ sagði Katrín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira