Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2016 21:31 DOnald Trump og eiginkona hans Melania. Vísir/EPA Donald Trump stærði sig því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær, þar sem hann væri „stjarna“. Washington Post hefur birt myndband af Trump ræða við sjónvarpsmanninn Billy Bush um konur á mjög grófan hátt. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“ Þetta er meðal þess sem Trump sagði. Hann sagði einnig frá því að hann hefði verið að reyna að sænga hjá konu en hefði mistekist. Hann hefði farið með henni að kaupa húsgögn en hún hefði verið gift. Myndbandið var tekið upp nokkrum mánuðum eftir að Trump giftist þriðju eiginkonu sinni Melania. Umrætt myndband var tekið upp árið 2005, þegar Donald Trump var að fara að leika lítið hlutverk í sápuóperunni Days of Our Lives. Upptakan var fyrir þáttinn Access Hollywood. Hægt er að sjá myndbandið á vef Washington Post eða hér að neðan.Trump gaf út yfirlýsingu vegna upptökunnar þar sem hann segir að um einkasamtal sé að ræða og svokallað „búningsklefa-tal“. Hann bað þá sem móðguðust yfir ummælum hans afsökunar en veittist þó gegn Bill Clinton, eiginmanni Hillary Clinton. „Bill Clinton hefur sagt mun verri hluti en ég á golfvellinum. Þetta er ekkert miðað við það.“ This is horrific. We cannot allow this man to become president. https://t.co/RwhW7yeFI2— Hillary Clinton (@HillaryClinton) October 7, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Donald Trump stærði sig því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær, þar sem hann væri „stjarna“. Washington Post hefur birt myndband af Trump ræða við sjónvarpsmanninn Billy Bush um konur á mjög grófan hátt. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“ Þetta er meðal þess sem Trump sagði. Hann sagði einnig frá því að hann hefði verið að reyna að sænga hjá konu en hefði mistekist. Hann hefði farið með henni að kaupa húsgögn en hún hefði verið gift. Myndbandið var tekið upp nokkrum mánuðum eftir að Trump giftist þriðju eiginkonu sinni Melania. Umrætt myndband var tekið upp árið 2005, þegar Donald Trump var að fara að leika lítið hlutverk í sápuóperunni Days of Our Lives. Upptakan var fyrir þáttinn Access Hollywood. Hægt er að sjá myndbandið á vef Washington Post eða hér að neðan.Trump gaf út yfirlýsingu vegna upptökunnar þar sem hann segir að um einkasamtal sé að ræða og svokallað „búningsklefa-tal“. Hann bað þá sem móðguðust yfir ummælum hans afsökunar en veittist þó gegn Bill Clinton, eiginmanni Hillary Clinton. „Bill Clinton hefur sagt mun verri hluti en ég á golfvellinum. Þetta er ekkert miðað við það.“ This is horrific. We cannot allow this man to become president. https://t.co/RwhW7yeFI2— Hillary Clinton (@HillaryClinton) October 7, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira