Einkunnir Íslands gegn Finnlandi: Gylfi bestur 6. október 2016 20:54 Íslenska karlalandsliðið vann rosalegan 3-2 sigur á Finnlandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni fyrir HM sem fer fram í Rússlandi sumarið 2018. Teemu Pukki kom Finnum yfir á 21. mínútu, en Kári Árnason jafnaði metin með skalla eftir hornspyrnu á 37. mínútu. Staðan var þó ekki lengi jöfn því einungis tveimur mínútum síðar komust Finnarnir aftur yfir með marki Robin Lod. Lokamínúturnar voru rosalegar. Alfreð jafnaði metin í uppbótartíma og Ragnar Sigurðsson tryggði svo sigurinn í blálokin. Lokatölur 3-2. Gylfi Sigurðsson var valinn maður leiksins að mati Vísis og Fréttablaðsins, en einkunnagjöfina má sjá hér að neðan.Einkunnir Íslands gegn Finnlandi:Ögmundur Kristinsson, markvörður 5 Gat lítið gert í mörkunum en ver því miður sjaldan neitt aukalega þegar hann fær tækifærið líkt og í kvöld.Vörnin sem fyrr óörugg með hann í markinu.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Vissi ekki alveg hvað hann átti að gera án þess að vera með mann á sér. Gleymdi sér að horfa á boltann í fyrra markinu og gerði afskaplega lítið fyrir sóknarleikinn.Kári Árnason, miðvörður 7 Hefur spilað betur og vantaði meiri árásargirni á boltann eins og í marki númer tvö. Skoraði fyrsta markið, fiskaði vítið og lagði upp sigurmarkið. Þvílík ógn í sóknarleik okkar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Eins og Kári ólíkur sjálfum sér í fyrri hálfleik en betri í þeim síðari þó lítið hafi verið að gera hjá varnarlínunni. Leysti það sem kom vel og átti stóran þátt í sigurmarkinu, skoraði það jafnvel en það á eftir að koma í ljós.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Í svona leik þarf Ari Freyr að skila miklu betra framlagi fyrir sóknarleikinn en það vantaði. Þessi annars frábæri spyrnumaður átti marga slaka krossa í dag.Jóhann Berg Guðmundsson, vinstri kantmaður 6 Var mjög sprækur í fyrri hálfleik, alltaf tilbúinn að búa eitthvað til og taka hlaup. Sterkur líka í loftinu. Hélt því áfram í seinni en vantaði upp á síðustu sendingu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Barðist eins og ljón að vanda en sendingarnar í fyrri hálfleik ekki alveg nógu góðar. Það skánaði í síðari hálfleik þar sem hann fór að dreifa spilinu betur gegn afturliggjandi Finnum.Gylfi Sigurðsson, miðjumaður 7 Besti maður vallarins eins og svo oft áður. Aðeins of margar hælspyrnur í fyrri hálfleik en gæðin óumdeild. Vítaspyrna í slána og skot í stöngina. Menn verða ekki mikið óheppnari en það. Lagði upp seinna jöfnunarmarkið með frábærri sendingu.Birkir Bjarnason, hægri kantmaður 5 Stundum á þessi frábæri leikmaður það til að hverfa algjörlega í leikjum. Hann hjálpaði Birki Má lítið í varnarleiknum í fyrri hálfleik og bauð upp á lítið í sókninni.Björn Bergmann Sigurðarson, framherji 4 Fínasta tilraun hjá Heimi með Björn Bergmann en þrátt fyrir fína byrjun týndist Skagamaðurinn algjörlega. Nýtti líkamlegan styrk sinn illa og virtist ekki ráða við verkefnið.Alfreð Finnbogason, framherji 6 Tengdi sóknarleikinn ekki nógu vel við miðjuna og átti í miklum erfiðleikum með að skapa sér einhver þangað til í lokin. Þá sáum við markaskorarann í essinu sínu skoraði jöfnunarmarkið og var í eldlínunni undir lokin.Varamenn:Viðar Örn Kartansson - (Kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 75. mínútu) Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn.Theodór Elmar Bjarnason- (Kom inn á Birki Má Sævarsson á 89. mínútu) Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið vann rosalegan 3-2 sigur á Finnlandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni fyrir HM sem fer fram í Rússlandi sumarið 2018. Teemu Pukki kom Finnum yfir á 21. mínútu, en Kári Árnason jafnaði metin með skalla eftir hornspyrnu á 37. mínútu. Staðan var þó ekki lengi jöfn því einungis tveimur mínútum síðar komust Finnarnir aftur yfir með marki Robin Lod. Lokamínúturnar voru rosalegar. Alfreð jafnaði metin í uppbótartíma og Ragnar Sigurðsson tryggði svo sigurinn í blálokin. Lokatölur 3-2. Gylfi Sigurðsson var valinn maður leiksins að mati Vísis og Fréttablaðsins, en einkunnagjöfina má sjá hér að neðan.Einkunnir Íslands gegn Finnlandi:Ögmundur Kristinsson, markvörður 5 Gat lítið gert í mörkunum en ver því miður sjaldan neitt aukalega þegar hann fær tækifærið líkt og í kvöld.Vörnin sem fyrr óörugg með hann í markinu.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Vissi ekki alveg hvað hann átti að gera án þess að vera með mann á sér. Gleymdi sér að horfa á boltann í fyrra markinu og gerði afskaplega lítið fyrir sóknarleikinn.Kári Árnason, miðvörður 7 Hefur spilað betur og vantaði meiri árásargirni á boltann eins og í marki númer tvö. Skoraði fyrsta markið, fiskaði vítið og lagði upp sigurmarkið. Þvílík ógn í sóknarleik okkar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Eins og Kári ólíkur sjálfum sér í fyrri hálfleik en betri í þeim síðari þó lítið hafi verið að gera hjá varnarlínunni. Leysti það sem kom vel og átti stóran þátt í sigurmarkinu, skoraði það jafnvel en það á eftir að koma í ljós.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Í svona leik þarf Ari Freyr að skila miklu betra framlagi fyrir sóknarleikinn en það vantaði. Þessi annars frábæri spyrnumaður átti marga slaka krossa í dag.Jóhann Berg Guðmundsson, vinstri kantmaður 6 Var mjög sprækur í fyrri hálfleik, alltaf tilbúinn að búa eitthvað til og taka hlaup. Sterkur líka í loftinu. Hélt því áfram í seinni en vantaði upp á síðustu sendingu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Barðist eins og ljón að vanda en sendingarnar í fyrri hálfleik ekki alveg nógu góðar. Það skánaði í síðari hálfleik þar sem hann fór að dreifa spilinu betur gegn afturliggjandi Finnum.Gylfi Sigurðsson, miðjumaður 7 Besti maður vallarins eins og svo oft áður. Aðeins of margar hælspyrnur í fyrri hálfleik en gæðin óumdeild. Vítaspyrna í slána og skot í stöngina. Menn verða ekki mikið óheppnari en það. Lagði upp seinna jöfnunarmarkið með frábærri sendingu.Birkir Bjarnason, hægri kantmaður 5 Stundum á þessi frábæri leikmaður það til að hverfa algjörlega í leikjum. Hann hjálpaði Birki Má lítið í varnarleiknum í fyrri hálfleik og bauð upp á lítið í sókninni.Björn Bergmann Sigurðarson, framherji 4 Fínasta tilraun hjá Heimi með Björn Bergmann en þrátt fyrir fína byrjun týndist Skagamaðurinn algjörlega. Nýtti líkamlegan styrk sinn illa og virtist ekki ráða við verkefnið.Alfreð Finnbogason, framherji 6 Tengdi sóknarleikinn ekki nógu vel við miðjuna og átti í miklum erfiðleikum með að skapa sér einhver þangað til í lokin. Þá sáum við markaskorarann í essinu sínu skoraði jöfnunarmarkið og var í eldlínunni undir lokin.Varamenn:Viðar Örn Kartansson - (Kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 75. mínútu) Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn.Theodór Elmar Bjarnason- (Kom inn á Birki Má Sævarsson á 89. mínútu) Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45