Þeir eru í læstri hliðarlegu feðraveldisins Magnús Guðmundsson skrifar 6. október 2016 11:45 Jón Páll Eyjólfsson, leikstjóri og meðhöfundur að sýningu þeirra Hannesar og Smára, rær að því öllum árum þessa dagana að allt verði klárt fyrir frumsýningu annað kvöld. Visir/Ernir Persónurnar Hannes og Smári eru orðnar víðkunnar enda óvenju hreinskiptnir og kröftugir náungar sem hafa komið víða fram fólki til skemmtunar. Skaparar þeirra eru leikkonurnar Halldóra Geirharðsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir, en þær hafa nú skrifað gamanleik í samstarfi við Jón Pál Eyjólfsson, leikara, leikstjóra og leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar. En sýningin Hannes og Smári er einmitt samstarfsverkefni á milli Borgarleikhússins og LA. Frumsýning er fyrirhuguð á Litla sviði Borgarleikhússins á föstudagskvöldið en Jón Páll, sem er einnig leikstjóri sýningarinnar, segir að hugmyndin að þessu samstarfi hafi fyrst verið viðruð af þeim Halldóru og Ólafíu Hrönn áður en hann fór norður. „Það var strax áhugi fyrir þessu beggja vegna og við sáum fram á að við gætum slegið fullt af flugum með því að vinna þetta saman. Það verður svo bara að koma í ljós hvort það verður meira um samstarf af þessu tagi en það er bara allt frábært við að samnýta krafta og þekkingu. Allir hagnast á því og sérstaklega áhorfendur þegar upp er staðið.“Þeirra tækifæri Jón Páll leggur áherslu á að hann sé ekki aðeins að vinna með Halldóru og Ólafíu Hrönn sem leikkonum heldur einnig sem höfundum. „Ég var svo lánsamur að þær viðruðu þessa hugmynd við mig fyrir nokkrum árum, að koma Hannesi og Smára inn í leikhúsið, og sjá hverju það gæti bætt við stóru frásögnina þeirra. Þannig að þær eru ekki bara hér sem gamanleikkonur heldur líka sem höfundar. Hannes og Smári hafa haldið tónleika áður en í þetta skiptið vilja þeir hafa þetta stærra – fara alla leið. Þeir eru því búnir að framleiða þessa stórkostlegu leikhúsupplifun, eru með leikin atriði úr kvikmyndum, uppsettar senur úr sínu eigin lífi, ásamt því að vera með diskinn sinn sem er reyndar enn í mótun, enn í vinnslu en samt sjóðheitur. Þetta er þeirra tækifæri til þess að nýta töfra leikhússins og gera showið sem þá dreymdi alltaf um að gera.“Fulltrúar feðraveldisins Aðspurður hvort það fylgi því ákveðið frelsi að vinna út frá þessari drag-nálgun með Hannes og Smára segir Jón Páll: „Allur svona kynusli gefur okkur tækifæri til þess að afhjúpa hluti sem við vitum ekki að við vitum. Þegar Hannes og Smári birtast okkur á sviðinu þá eru þeir eins konar erkitýpur og afhjúpa hluti um karlmennskuna og margt annað. Þeir eru feðraveldið í tíunda veldi og það gerir okkur kleift að rannsaka allar hliðar þess í bak og fyrir. Velta upp kringumstæðum sem eru á köflum bæði óbærilega fyndnar og óbærilegar í sjálfu sér. Í gegnum húmor og skemmtilegar kringumstæður hafa þessar frábæru leikkonur skapað þessa karaktera sem manni þykir í senn vænt um og vorkennir. Karaktera sem eru í raun svo brjóstumkennanlegir í fávisku sinni og þessum lás sem þeir eru í. Þeir eru í meira en bara lás – þeir eru í læstri hliðarlegu feðraveldisins. Dæmdir til þess að mistakast.“Hugsa risastórt Jón Páll segir að það stöðvi þá félaga þó ekki í því að hugsa stórt. Þvert á móti. „Þeir hugsa risastórt og eru búnir að framleiða sýningu sem er hreint út sagt miklu stærri en gert var ráð fyrir á þessu sviði og til var ætlast. Eða eins og Hannes segir einhvers staðar: „Við verðum að hugsa stórt og ef við hugsum stórt, þá erum við að hugsa stórt, þá verður til eitthvað stórt.“ Svona eru þessir náungar. Talandi skáld og heimspekingar, tónlistarmenn sem liggur eitthvað á hjarta. Þeir bera á torg tilfinningar sínar, fornar ástir og uppruna. Þeir fara alla leið við að segja sögu sína og nota til þess tæki leikhússins. Leiknar senur, brellur og allan pakkann. En þrátt fyrir að vera svona miklir töffarar þá eru líka þarna viðkvæmir strengir. Smári er ljóðskáld og heilt á litið eru þetta viðkvæmir drengir með viðkvæma strengi. Og við fáum kannski smá innsýn í það hvað bjó þá til, hvaða kringumstæður mótuðu þá og sköpuðu. Þá sjáum við að feðraveldið er búið að setja upp aðeins þægilegri ásýnd en grunnurinn er sá sami þó svo að hann sé kominn í mildan pabbalíkama og með skegg.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. október. Menning Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Persónurnar Hannes og Smári eru orðnar víðkunnar enda óvenju hreinskiptnir og kröftugir náungar sem hafa komið víða fram fólki til skemmtunar. Skaparar þeirra eru leikkonurnar Halldóra Geirharðsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir, en þær hafa nú skrifað gamanleik í samstarfi við Jón Pál Eyjólfsson, leikara, leikstjóra og leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar. En sýningin Hannes og Smári er einmitt samstarfsverkefni á milli Borgarleikhússins og LA. Frumsýning er fyrirhuguð á Litla sviði Borgarleikhússins á föstudagskvöldið en Jón Páll, sem er einnig leikstjóri sýningarinnar, segir að hugmyndin að þessu samstarfi hafi fyrst verið viðruð af þeim Halldóru og Ólafíu Hrönn áður en hann fór norður. „Það var strax áhugi fyrir þessu beggja vegna og við sáum fram á að við gætum slegið fullt af flugum með því að vinna þetta saman. Það verður svo bara að koma í ljós hvort það verður meira um samstarf af þessu tagi en það er bara allt frábært við að samnýta krafta og þekkingu. Allir hagnast á því og sérstaklega áhorfendur þegar upp er staðið.“Þeirra tækifæri Jón Páll leggur áherslu á að hann sé ekki aðeins að vinna með Halldóru og Ólafíu Hrönn sem leikkonum heldur einnig sem höfundum. „Ég var svo lánsamur að þær viðruðu þessa hugmynd við mig fyrir nokkrum árum, að koma Hannesi og Smára inn í leikhúsið, og sjá hverju það gæti bætt við stóru frásögnina þeirra. Þannig að þær eru ekki bara hér sem gamanleikkonur heldur líka sem höfundar. Hannes og Smári hafa haldið tónleika áður en í þetta skiptið vilja þeir hafa þetta stærra – fara alla leið. Þeir eru því búnir að framleiða þessa stórkostlegu leikhúsupplifun, eru með leikin atriði úr kvikmyndum, uppsettar senur úr sínu eigin lífi, ásamt því að vera með diskinn sinn sem er reyndar enn í mótun, enn í vinnslu en samt sjóðheitur. Þetta er þeirra tækifæri til þess að nýta töfra leikhússins og gera showið sem þá dreymdi alltaf um að gera.“Fulltrúar feðraveldisins Aðspurður hvort það fylgi því ákveðið frelsi að vinna út frá þessari drag-nálgun með Hannes og Smára segir Jón Páll: „Allur svona kynusli gefur okkur tækifæri til þess að afhjúpa hluti sem við vitum ekki að við vitum. Þegar Hannes og Smári birtast okkur á sviðinu þá eru þeir eins konar erkitýpur og afhjúpa hluti um karlmennskuna og margt annað. Þeir eru feðraveldið í tíunda veldi og það gerir okkur kleift að rannsaka allar hliðar þess í bak og fyrir. Velta upp kringumstæðum sem eru á köflum bæði óbærilega fyndnar og óbærilegar í sjálfu sér. Í gegnum húmor og skemmtilegar kringumstæður hafa þessar frábæru leikkonur skapað þessa karaktera sem manni þykir í senn vænt um og vorkennir. Karaktera sem eru í raun svo brjóstumkennanlegir í fávisku sinni og þessum lás sem þeir eru í. Þeir eru í meira en bara lás – þeir eru í læstri hliðarlegu feðraveldisins. Dæmdir til þess að mistakast.“Hugsa risastórt Jón Páll segir að það stöðvi þá félaga þó ekki í því að hugsa stórt. Þvert á móti. „Þeir hugsa risastórt og eru búnir að framleiða sýningu sem er hreint út sagt miklu stærri en gert var ráð fyrir á þessu sviði og til var ætlast. Eða eins og Hannes segir einhvers staðar: „Við verðum að hugsa stórt og ef við hugsum stórt, þá erum við að hugsa stórt, þá verður til eitthvað stórt.“ Svona eru þessir náungar. Talandi skáld og heimspekingar, tónlistarmenn sem liggur eitthvað á hjarta. Þeir bera á torg tilfinningar sínar, fornar ástir og uppruna. Þeir fara alla leið við að segja sögu sína og nota til þess tæki leikhússins. Leiknar senur, brellur og allan pakkann. En þrátt fyrir að vera svona miklir töffarar þá eru líka þarna viðkvæmir strengir. Smári er ljóðskáld og heilt á litið eru þetta viðkvæmir drengir með viðkvæma strengi. Og við fáum kannski smá innsýn í það hvað bjó þá til, hvaða kringumstæður mótuðu þá og sköpuðu. Þá sjáum við að feðraveldið er búið að setja upp aðeins þægilegri ásýnd en grunnurinn er sá sami þó svo að hann sé kominn í mildan pabbalíkama og með skegg.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. október.
Menning Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira