Sveltir notendur og starfsmenn heilbrigðiskerfis? Eyrún B. Magnúsdóttir skrifar 5. október 2016 00:00 Í langan tíma hafa notendur heilbrigðisþjónustu Suðurlands fundið hana skerðast verulega. Það hefur ýmislegt verið reynt til að koma til móts við notendur en þeim hefur líka fjölgað umtalsvert undanfarin ár. Notendasvæðið nær frá Þorlákshöfn austur til Hafnar í Hornafirði. Inni í því er meira en helmingur sumarhúsa á landinu þar sem notendur eru oft með skráð lögheimili annars staðar og því ekki gert ráð fyrir þeim þegar fjárframlög eru ákvörðuð. Þá er eftir að reikna með öllum ferðamönnunum og tímabundnu vinnuafli sem eru mjög hreyfanlegar tölur. Ég hef áður skrifað grein sem fjallaði um heildarfjárframlög til HSU (Heilbrigðisþjónustu Suðurlands) þar sem ég fór yfir tölur t.d. á notendur og starfsmenn. Þann 9. september fjallar forstjóri HSU um fjárframlög til tækjakaupa, á heimasíðu HSU, en 2015 voru þau 7,6 milljónir. Talið er að til að endurnýja lækningartæki á þessu ári þurfi um 90 milljónir króna. Sem betur fer hafa góðvinir HSU staðið sig og því var nýlega hægt að kaupa nýtt röntgentæki upp á tæpar 50 milljónir. Það er hrikalegt ósamræmi í því sem ríkið telur duga til reksturs á þjónustu og grunnstoð sem þessari og því sem virkilega þarf.Bitnar á öllum notendum Sjúkraflutningar líða fyrir þetta líka. Þeir hafa aukist um helming síðustu fimm ár en starfsmönnum ekki fjölgað í neinu samræmi. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun óskráðra notenda í fjárframlögum á þessu 30 þúsund ferkílómetra svæði og það bitnar á öllum notendum. Læknar eru yfirbókaðir og þurfa sumir að ferðast um svæðið allt til að sinna notendum. Ekki er langt síðan margir af hinum almennu notendum hættu að reyna að fá bókaðan tíma hjá heimilislækni og nýttu sér vaktina frekar. Þar beið fólk frá hálftíma upp í tvo og hálfan í stað þess að bíða í margar vikur. Álagið á vakthafandi lækna og starfsfólk jókst samhliða. Nýlega var tekið upp nýtt kerfi þar sem þarf að bóka tíma samdægurs til að komast á vaktina. Vonandi minnkar það álagið á alla starfsemi og eykur möguleika á hefðbundnum tímabókunum í framhaldi. Persónulega upplifun notandans? Ég reyndi 30. september að panta tíma hjá barnalækninum, í eintölu. Mér var sagt að hringja á mánudag, þá myndi ég mögulega ná tíma 17. eða 18. október. Þetta er reyndar framför. Ég hringdi síðast í ágústbyrjun og var þá sagt að ég gæti mögulega fengið tíma í byrjun október. Í maí þurfti ég að bíða í rúma 2 klukkutíma eftir sjúkrabíl þar sem ég var föst og gat mig hvergi hreyft. Það tók bílinn hins vegar um 4 mínútur að skutla mér upp á sjúkrahús og starfstöðin þeirra er við hliðina á því. Eins og ég minntist á var nýlega keypt nýtt röntgentæki en eftir að hafa beðið á bekk í nokkra klukkutíma var röntgentæknirinn farinn heim og því þurfti ég að vera á bráðamóttökunni yfir nótt til að bíða eftir myndatöku. Á meðan ég lá heyrði ég lækni ráðleggja notanda að fara heim og ef ástandið myndi versna gæti hann komið daginn eftir í myndatöku. Læknirinn var reyndar nokkuð viss um að ekki væri um brot að ræða. Í framhaldi af þessu þurfti ég svo að leggjast inn og get því persónulega sagt að allt starfslið vill gera sitt besta. Hagræðingin er hins vegar svo mikil að til dæmis þeir sem ekki geta baðað sig sjálfir fá til þess aðstoð einn dag í viku. Hina dagana geta þeir reyndar fengið þvottapoka. Starfsfólkið finnur fyrir þessu og tekur aukavaktir til að notendur finni minna fyrir þessu. Viljinn er að veita bestu mögulegu þjónustu og aðhlynningu en það vantar töluvert upp á fjárframlög ef hluti af starfseminni á ekki að lognast út af. Það þarf að taka með í reikninginn vaxandi fjölda ferðamanna og sumarbústaðanotendur í umdæminu. Það þarf að taka með í reikninginn að tæki úreldast og að álag eykst ár frá ári. Það þarf að auka fjárframlög til víðfeðmasta heilbrigðisumdæmis landsins, með því er hægt að spara til lengri tíma. Kostnaðurinn við heilbrigðiskerfi sem virkar ekki er mun meiri og mun stærri en bara sá sýnilegi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Í langan tíma hafa notendur heilbrigðisþjónustu Suðurlands fundið hana skerðast verulega. Það hefur ýmislegt verið reynt til að koma til móts við notendur en þeim hefur líka fjölgað umtalsvert undanfarin ár. Notendasvæðið nær frá Þorlákshöfn austur til Hafnar í Hornafirði. Inni í því er meira en helmingur sumarhúsa á landinu þar sem notendur eru oft með skráð lögheimili annars staðar og því ekki gert ráð fyrir þeim þegar fjárframlög eru ákvörðuð. Þá er eftir að reikna með öllum ferðamönnunum og tímabundnu vinnuafli sem eru mjög hreyfanlegar tölur. Ég hef áður skrifað grein sem fjallaði um heildarfjárframlög til HSU (Heilbrigðisþjónustu Suðurlands) þar sem ég fór yfir tölur t.d. á notendur og starfsmenn. Þann 9. september fjallar forstjóri HSU um fjárframlög til tækjakaupa, á heimasíðu HSU, en 2015 voru þau 7,6 milljónir. Talið er að til að endurnýja lækningartæki á þessu ári þurfi um 90 milljónir króna. Sem betur fer hafa góðvinir HSU staðið sig og því var nýlega hægt að kaupa nýtt röntgentæki upp á tæpar 50 milljónir. Það er hrikalegt ósamræmi í því sem ríkið telur duga til reksturs á þjónustu og grunnstoð sem þessari og því sem virkilega þarf.Bitnar á öllum notendum Sjúkraflutningar líða fyrir þetta líka. Þeir hafa aukist um helming síðustu fimm ár en starfsmönnum ekki fjölgað í neinu samræmi. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun óskráðra notenda í fjárframlögum á þessu 30 þúsund ferkílómetra svæði og það bitnar á öllum notendum. Læknar eru yfirbókaðir og þurfa sumir að ferðast um svæðið allt til að sinna notendum. Ekki er langt síðan margir af hinum almennu notendum hættu að reyna að fá bókaðan tíma hjá heimilislækni og nýttu sér vaktina frekar. Þar beið fólk frá hálftíma upp í tvo og hálfan í stað þess að bíða í margar vikur. Álagið á vakthafandi lækna og starfsfólk jókst samhliða. Nýlega var tekið upp nýtt kerfi þar sem þarf að bóka tíma samdægurs til að komast á vaktina. Vonandi minnkar það álagið á alla starfsemi og eykur möguleika á hefðbundnum tímabókunum í framhaldi. Persónulega upplifun notandans? Ég reyndi 30. september að panta tíma hjá barnalækninum, í eintölu. Mér var sagt að hringja á mánudag, þá myndi ég mögulega ná tíma 17. eða 18. október. Þetta er reyndar framför. Ég hringdi síðast í ágústbyrjun og var þá sagt að ég gæti mögulega fengið tíma í byrjun október. Í maí þurfti ég að bíða í rúma 2 klukkutíma eftir sjúkrabíl þar sem ég var föst og gat mig hvergi hreyft. Það tók bílinn hins vegar um 4 mínútur að skutla mér upp á sjúkrahús og starfstöðin þeirra er við hliðina á því. Eins og ég minntist á var nýlega keypt nýtt röntgentæki en eftir að hafa beðið á bekk í nokkra klukkutíma var röntgentæknirinn farinn heim og því þurfti ég að vera á bráðamóttökunni yfir nótt til að bíða eftir myndatöku. Á meðan ég lá heyrði ég lækni ráðleggja notanda að fara heim og ef ástandið myndi versna gæti hann komið daginn eftir í myndatöku. Læknirinn var reyndar nokkuð viss um að ekki væri um brot að ræða. Í framhaldi af þessu þurfti ég svo að leggjast inn og get því persónulega sagt að allt starfslið vill gera sitt besta. Hagræðingin er hins vegar svo mikil að til dæmis þeir sem ekki geta baðað sig sjálfir fá til þess aðstoð einn dag í viku. Hina dagana geta þeir reyndar fengið þvottapoka. Starfsfólkið finnur fyrir þessu og tekur aukavaktir til að notendur finni minna fyrir þessu. Viljinn er að veita bestu mögulegu þjónustu og aðhlynningu en það vantar töluvert upp á fjárframlög ef hluti af starfseminni á ekki að lognast út af. Það þarf að taka með í reikninginn vaxandi fjölda ferðamanna og sumarbústaðanotendur í umdæminu. Það þarf að taka með í reikninginn að tæki úreldast og að álag eykst ár frá ári. Það þarf að auka fjárframlög til víðfeðmasta heilbrigðisumdæmis landsins, með því er hægt að spara til lengri tíma. Kostnaðurinn við heilbrigðiskerfi sem virkar ekki er mun meiri og mun stærri en bara sá sýnilegi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun