Sveltir notendur og starfsmenn heilbrigðiskerfis? Eyrún B. Magnúsdóttir skrifar 5. október 2016 00:00 Í langan tíma hafa notendur heilbrigðisþjónustu Suðurlands fundið hana skerðast verulega. Það hefur ýmislegt verið reynt til að koma til móts við notendur en þeim hefur líka fjölgað umtalsvert undanfarin ár. Notendasvæðið nær frá Þorlákshöfn austur til Hafnar í Hornafirði. Inni í því er meira en helmingur sumarhúsa á landinu þar sem notendur eru oft með skráð lögheimili annars staðar og því ekki gert ráð fyrir þeim þegar fjárframlög eru ákvörðuð. Þá er eftir að reikna með öllum ferðamönnunum og tímabundnu vinnuafli sem eru mjög hreyfanlegar tölur. Ég hef áður skrifað grein sem fjallaði um heildarfjárframlög til HSU (Heilbrigðisþjónustu Suðurlands) þar sem ég fór yfir tölur t.d. á notendur og starfsmenn. Þann 9. september fjallar forstjóri HSU um fjárframlög til tækjakaupa, á heimasíðu HSU, en 2015 voru þau 7,6 milljónir. Talið er að til að endurnýja lækningartæki á þessu ári þurfi um 90 milljónir króna. Sem betur fer hafa góðvinir HSU staðið sig og því var nýlega hægt að kaupa nýtt röntgentæki upp á tæpar 50 milljónir. Það er hrikalegt ósamræmi í því sem ríkið telur duga til reksturs á þjónustu og grunnstoð sem þessari og því sem virkilega þarf.Bitnar á öllum notendum Sjúkraflutningar líða fyrir þetta líka. Þeir hafa aukist um helming síðustu fimm ár en starfsmönnum ekki fjölgað í neinu samræmi. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun óskráðra notenda í fjárframlögum á þessu 30 þúsund ferkílómetra svæði og það bitnar á öllum notendum. Læknar eru yfirbókaðir og þurfa sumir að ferðast um svæðið allt til að sinna notendum. Ekki er langt síðan margir af hinum almennu notendum hættu að reyna að fá bókaðan tíma hjá heimilislækni og nýttu sér vaktina frekar. Þar beið fólk frá hálftíma upp í tvo og hálfan í stað þess að bíða í margar vikur. Álagið á vakthafandi lækna og starfsfólk jókst samhliða. Nýlega var tekið upp nýtt kerfi þar sem þarf að bóka tíma samdægurs til að komast á vaktina. Vonandi minnkar það álagið á alla starfsemi og eykur möguleika á hefðbundnum tímabókunum í framhaldi. Persónulega upplifun notandans? Ég reyndi 30. september að panta tíma hjá barnalækninum, í eintölu. Mér var sagt að hringja á mánudag, þá myndi ég mögulega ná tíma 17. eða 18. október. Þetta er reyndar framför. Ég hringdi síðast í ágústbyrjun og var þá sagt að ég gæti mögulega fengið tíma í byrjun október. Í maí þurfti ég að bíða í rúma 2 klukkutíma eftir sjúkrabíl þar sem ég var föst og gat mig hvergi hreyft. Það tók bílinn hins vegar um 4 mínútur að skutla mér upp á sjúkrahús og starfstöðin þeirra er við hliðina á því. Eins og ég minntist á var nýlega keypt nýtt röntgentæki en eftir að hafa beðið á bekk í nokkra klukkutíma var röntgentæknirinn farinn heim og því þurfti ég að vera á bráðamóttökunni yfir nótt til að bíða eftir myndatöku. Á meðan ég lá heyrði ég lækni ráðleggja notanda að fara heim og ef ástandið myndi versna gæti hann komið daginn eftir í myndatöku. Læknirinn var reyndar nokkuð viss um að ekki væri um brot að ræða. Í framhaldi af þessu þurfti ég svo að leggjast inn og get því persónulega sagt að allt starfslið vill gera sitt besta. Hagræðingin er hins vegar svo mikil að til dæmis þeir sem ekki geta baðað sig sjálfir fá til þess aðstoð einn dag í viku. Hina dagana geta þeir reyndar fengið þvottapoka. Starfsfólkið finnur fyrir þessu og tekur aukavaktir til að notendur finni minna fyrir þessu. Viljinn er að veita bestu mögulegu þjónustu og aðhlynningu en það vantar töluvert upp á fjárframlög ef hluti af starfseminni á ekki að lognast út af. Það þarf að taka með í reikninginn vaxandi fjölda ferðamanna og sumarbústaðanotendur í umdæminu. Það þarf að taka með í reikninginn að tæki úreldast og að álag eykst ár frá ári. Það þarf að auka fjárframlög til víðfeðmasta heilbrigðisumdæmis landsins, með því er hægt að spara til lengri tíma. Kostnaðurinn við heilbrigðiskerfi sem virkar ekki er mun meiri og mun stærri en bara sá sýnilegi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í langan tíma hafa notendur heilbrigðisþjónustu Suðurlands fundið hana skerðast verulega. Það hefur ýmislegt verið reynt til að koma til móts við notendur en þeim hefur líka fjölgað umtalsvert undanfarin ár. Notendasvæðið nær frá Þorlákshöfn austur til Hafnar í Hornafirði. Inni í því er meira en helmingur sumarhúsa á landinu þar sem notendur eru oft með skráð lögheimili annars staðar og því ekki gert ráð fyrir þeim þegar fjárframlög eru ákvörðuð. Þá er eftir að reikna með öllum ferðamönnunum og tímabundnu vinnuafli sem eru mjög hreyfanlegar tölur. Ég hef áður skrifað grein sem fjallaði um heildarfjárframlög til HSU (Heilbrigðisþjónustu Suðurlands) þar sem ég fór yfir tölur t.d. á notendur og starfsmenn. Þann 9. september fjallar forstjóri HSU um fjárframlög til tækjakaupa, á heimasíðu HSU, en 2015 voru þau 7,6 milljónir. Talið er að til að endurnýja lækningartæki á þessu ári þurfi um 90 milljónir króna. Sem betur fer hafa góðvinir HSU staðið sig og því var nýlega hægt að kaupa nýtt röntgentæki upp á tæpar 50 milljónir. Það er hrikalegt ósamræmi í því sem ríkið telur duga til reksturs á þjónustu og grunnstoð sem þessari og því sem virkilega þarf.Bitnar á öllum notendum Sjúkraflutningar líða fyrir þetta líka. Þeir hafa aukist um helming síðustu fimm ár en starfsmönnum ekki fjölgað í neinu samræmi. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun óskráðra notenda í fjárframlögum á þessu 30 þúsund ferkílómetra svæði og það bitnar á öllum notendum. Læknar eru yfirbókaðir og þurfa sumir að ferðast um svæðið allt til að sinna notendum. Ekki er langt síðan margir af hinum almennu notendum hættu að reyna að fá bókaðan tíma hjá heimilislækni og nýttu sér vaktina frekar. Þar beið fólk frá hálftíma upp í tvo og hálfan í stað þess að bíða í margar vikur. Álagið á vakthafandi lækna og starfsfólk jókst samhliða. Nýlega var tekið upp nýtt kerfi þar sem þarf að bóka tíma samdægurs til að komast á vaktina. Vonandi minnkar það álagið á alla starfsemi og eykur möguleika á hefðbundnum tímabókunum í framhaldi. Persónulega upplifun notandans? Ég reyndi 30. september að panta tíma hjá barnalækninum, í eintölu. Mér var sagt að hringja á mánudag, þá myndi ég mögulega ná tíma 17. eða 18. október. Þetta er reyndar framför. Ég hringdi síðast í ágústbyrjun og var þá sagt að ég gæti mögulega fengið tíma í byrjun október. Í maí þurfti ég að bíða í rúma 2 klukkutíma eftir sjúkrabíl þar sem ég var föst og gat mig hvergi hreyft. Það tók bílinn hins vegar um 4 mínútur að skutla mér upp á sjúkrahús og starfstöðin þeirra er við hliðina á því. Eins og ég minntist á var nýlega keypt nýtt röntgentæki en eftir að hafa beðið á bekk í nokkra klukkutíma var röntgentæknirinn farinn heim og því þurfti ég að vera á bráðamóttökunni yfir nótt til að bíða eftir myndatöku. Á meðan ég lá heyrði ég lækni ráðleggja notanda að fara heim og ef ástandið myndi versna gæti hann komið daginn eftir í myndatöku. Læknirinn var reyndar nokkuð viss um að ekki væri um brot að ræða. Í framhaldi af þessu þurfti ég svo að leggjast inn og get því persónulega sagt að allt starfslið vill gera sitt besta. Hagræðingin er hins vegar svo mikil að til dæmis þeir sem ekki geta baðað sig sjálfir fá til þess aðstoð einn dag í viku. Hina dagana geta þeir reyndar fengið þvottapoka. Starfsfólkið finnur fyrir þessu og tekur aukavaktir til að notendur finni minna fyrir þessu. Viljinn er að veita bestu mögulegu þjónustu og aðhlynningu en það vantar töluvert upp á fjárframlög ef hluti af starfseminni á ekki að lognast út af. Það þarf að taka með í reikninginn vaxandi fjölda ferðamanna og sumarbústaðanotendur í umdæminu. Það þarf að taka með í reikninginn að tæki úreldast og að álag eykst ár frá ári. Það þarf að auka fjárframlög til víðfeðmasta heilbrigðisumdæmis landsins, með því er hægt að spara til lengri tíma. Kostnaðurinn við heilbrigðiskerfi sem virkar ekki er mun meiri og mun stærri en bara sá sýnilegi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun