Íslendingar fljúga í Karíbahafi Þorgeir Helgason skrifar 5. október 2016 07:00 Garðar Foberg Flugfélag í eigu Íslendinga hefur hafið flug á milli Dómíniska lýðveldisins til Bandaríkjanna. Félagið heitir Dominican Wings og er dótturfélag litháíska flugfélagsins Avion Express. Um síðustu helgi flaug Airbus 320 vél Dominican Wings jómfrúarflug sitt frá Santo Domingo, höfuðborg Dómíniska lýðveldisins til Miami í Bandaríkjunum. „Við erum mjög ánægðir með þennan áfanga enda er það flókið ferli að fá leyfi til þess að fljúga til Bandaríkjanna. Auk þess hafa bandarísk flugfélög einokað þessa flugleið árum saman,“ sagði Garðar Forberg, stjórnarmaður og hluthafi hjá flugfélaginu. Dominican Wings er því eina dóminíska flugfélagið sem flýgur til Bandaríkjanna en innan skamms mun annað innlent flugfélag PAWA Dominicana, hefja flugferðir til Bandaríkjanna. Flugfélagið, Dominican Wings, var stofnað árið 2015 og fékk flugrekstrarleyfi síðar sama ár. Flotinn telur eina Airbus 320-200 vél en stefnt er að því að fjölga flugvélum bráðlega. Hingað til hefur flugfélagið að meginstefnu flogið til Argentínu og Trínidads og Tóbagós. Flugrekstrarleyfi Dominican Wings til Bandaríkjanna opnar á nýja möguleika í framtíðinni. Móðurfélag Dominican Wings er Avion Express en félagið var stofnað árið 2005. Árið 2009 stofnuðu Davíð Másson, Garðar Forberg og Halldór Hafliðason félagið ACP sem að festi kaup á 50% hlut í Avion Express. Félagið á nú 11 flugvélar og leigði meðal annars WOW Air fyrstu vélar félagsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Flugfélag í eigu Íslendinga hefur hafið flug á milli Dómíniska lýðveldisins til Bandaríkjanna. Félagið heitir Dominican Wings og er dótturfélag litháíska flugfélagsins Avion Express. Um síðustu helgi flaug Airbus 320 vél Dominican Wings jómfrúarflug sitt frá Santo Domingo, höfuðborg Dómíniska lýðveldisins til Miami í Bandaríkjunum. „Við erum mjög ánægðir með þennan áfanga enda er það flókið ferli að fá leyfi til þess að fljúga til Bandaríkjanna. Auk þess hafa bandarísk flugfélög einokað þessa flugleið árum saman,“ sagði Garðar Forberg, stjórnarmaður og hluthafi hjá flugfélaginu. Dominican Wings er því eina dóminíska flugfélagið sem flýgur til Bandaríkjanna en innan skamms mun annað innlent flugfélag PAWA Dominicana, hefja flugferðir til Bandaríkjanna. Flugfélagið, Dominican Wings, var stofnað árið 2015 og fékk flugrekstrarleyfi síðar sama ár. Flotinn telur eina Airbus 320-200 vél en stefnt er að því að fjölga flugvélum bráðlega. Hingað til hefur flugfélagið að meginstefnu flogið til Argentínu og Trínidads og Tóbagós. Flugrekstrarleyfi Dominican Wings til Bandaríkjanna opnar á nýja möguleika í framtíðinni. Móðurfélag Dominican Wings er Avion Express en félagið var stofnað árið 2005. Árið 2009 stofnuðu Davíð Másson, Garðar Forberg og Halldór Hafliðason félagið ACP sem að festi kaup á 50% hlut í Avion Express. Félagið á nú 11 flugvélar og leigði meðal annars WOW Air fyrstu vélar félagsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira