„Krónan okkar versti óvinur" Una Sighvatsdóttir skrifar 1. október 2016 12:49 Þorlákshöfn Rósa Íslenska krónan hefur verið að styrkjast töluvert á þessu ári sem hefur áhrif á rekstrargrundvöll útflutningsfyrirtækja, eins og í sjávarútvegi. Uppsögn rúmlega þrjátíu starfsmanna Frostsfisks í Þorlákshöfn er bein viðbrögð við þessu breytta umhverfi að sögn Steingríms Leifssonar forstjóra fyrirtækisins. Byrjaði að halla undan fæti eftir Brexit „Við erum að draga saman seglin og segja upp mannskap til þess að verja okkur fyrir íslensku krónunni. Íslenska króan er sterk og í fyrirsjáanlegri framtíð höldum við að íslenska krónan verði sterk, sem þýðir auðvitað bara minni tekjur fyrir okkur. Á sama tíma hafa laun hækkað um og yfir 20% þannig að við þurfum að fækka fólki og undirbúa það að vinna minni fisk.“ Steingrímur segir að byrjað hafi að halla verulega undan fæti hjá tekjum fyrirtækisins eftir að pundið féll í júlí vegna Brexit. „Krónan er erfið og hefur alltaf verið mjög erfið og nú er krónan okkar versti óvinur. Svoleiðis hefur það verið í sjávarútveginum. Eitt árið er krónan veik og annað árið er hún mjög sterk og við þurfum bara að vera tilbúin að laga okkur að breyttu landslagi á hverjum tíma, segir Steingrímur.Áhrif á fjölda heimila í bænum Gunnsteinn Ómarsson bæjarstjóri Ölfuss segir að þeir sem misstu vinnuna í gær sé að stærstum hluta heimamenn. „Það er nú þannig að flestir þeir sem starfa hér við fiskvinnslu eru búsettir hér í Þorlákshöfn. Þannig að þetta hefur veruleg áhrif á fjölda heimila hér í bæ. Þetta er þungt högg fyrir þorlákshöfn og sveitarfélagið Ölfus, það er alveg ljóst. Við höfum horft fram á neikvæða þróun hér síðustu ár bæði í útgerð og vinnslu sjávarafurða og þetta er bara verið að bera í bakkafullan læk í þeim efnum.“ Bæjarfélagið hefur að sögn Gunnsteins engin vopn í höndum til að bregðast við með mótvægisaðgerðum en vonir standi til að ríkisvaldið geti með samstilltu átaki mildað höggið sem styrking krónu hafi á starfsfólk í sjávarútvegi. „Það er í sjálfu sér það eina sem við getum gert núna, að sjá hvernig þetta þróast og vona það besta. Vona það að atvinnuástandið hér í bæ batni og rekstur þessa fyrirtækis og annarra eflist.“ Brexit Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira
Íslenska krónan hefur verið að styrkjast töluvert á þessu ári sem hefur áhrif á rekstrargrundvöll útflutningsfyrirtækja, eins og í sjávarútvegi. Uppsögn rúmlega þrjátíu starfsmanna Frostsfisks í Þorlákshöfn er bein viðbrögð við þessu breytta umhverfi að sögn Steingríms Leifssonar forstjóra fyrirtækisins. Byrjaði að halla undan fæti eftir Brexit „Við erum að draga saman seglin og segja upp mannskap til þess að verja okkur fyrir íslensku krónunni. Íslenska króan er sterk og í fyrirsjáanlegri framtíð höldum við að íslenska krónan verði sterk, sem þýðir auðvitað bara minni tekjur fyrir okkur. Á sama tíma hafa laun hækkað um og yfir 20% þannig að við þurfum að fækka fólki og undirbúa það að vinna minni fisk.“ Steingrímur segir að byrjað hafi að halla verulega undan fæti hjá tekjum fyrirtækisins eftir að pundið féll í júlí vegna Brexit. „Krónan er erfið og hefur alltaf verið mjög erfið og nú er krónan okkar versti óvinur. Svoleiðis hefur það verið í sjávarútveginum. Eitt árið er krónan veik og annað árið er hún mjög sterk og við þurfum bara að vera tilbúin að laga okkur að breyttu landslagi á hverjum tíma, segir Steingrímur.Áhrif á fjölda heimila í bænum Gunnsteinn Ómarsson bæjarstjóri Ölfuss segir að þeir sem misstu vinnuna í gær sé að stærstum hluta heimamenn. „Það er nú þannig að flestir þeir sem starfa hér við fiskvinnslu eru búsettir hér í Þorlákshöfn. Þannig að þetta hefur veruleg áhrif á fjölda heimila hér í bæ. Þetta er þungt högg fyrir þorlákshöfn og sveitarfélagið Ölfus, það er alveg ljóst. Við höfum horft fram á neikvæða þróun hér síðustu ár bæði í útgerð og vinnslu sjávarafurða og þetta er bara verið að bera í bakkafullan læk í þeim efnum.“ Bæjarfélagið hefur að sögn Gunnsteins engin vopn í höndum til að bregðast við með mótvægisaðgerðum en vonir standi til að ríkisvaldið geti með samstilltu átaki mildað höggið sem styrking krónu hafi á starfsfólk í sjávarútvegi. „Það er í sjálfu sér það eina sem við getum gert núna, að sjá hvernig þetta þróast og vona það besta. Vona það að atvinnuástandið hér í bæ batni og rekstur þessa fyrirtækis og annarra eflist.“
Brexit Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira