Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2016 11:58 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í pontu á flokksþinginu í dag. vísir/ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. Sigmundi var tíðrætt um sögu Framsóknarflokksins sem fagnar aldarafmæli sínu í ár og þá fór hann yfir árangur ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Það má segja að formaðurinn hafi um miðbik ræðu sinnar verið á einlægu nótunum þegar hann þakkaði flokksmönnum fyrir þann stuðning sem þeir hefðu sýnt honum og fjölskyldu hans í kjölfar Panama-skjalanna en uppljóstranir í þeim um aflandseignir Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur eiginkonu Sigmundar urðu til þess að Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra í apríl síðastliðnum. Sigmundur sagði að þeim hjónum þætti leitt að flokksmenn hafi orðið fyrir aðkasti vegna þeirra. „Ég veit að undanfarnir mánuðir hafa verið ykkur erfiðir. Ég veit líka að það hefur verið ráðist á ykkur vegna mín og atburða sem tengjast lífi mínu og fjölskyldu minnar. Það hefur verið sárt fyrir okkur Önnu Stellu að upplifa að þið, samherjar okkar og vinir, hafið orðið fyrir aðkasti okkar vegna. Þess hefðum við ekki óskað neinum. Mér þykir þetta afar leitt, og okkur báðum. Og við viljum þakka ykkur fyrir þann stuðning sem þið hafið veitt okkur á þessum tíma, öll samtölin sem þið hafið átt, spurningarnar sem þið hafið svarað, á kaffistofunum, í búðinni og heitu pottunum, á netinu, út um allt,“ sagði Sigmundur. Hann sagði það ekki sjálfsagt að flokksmenn tækju slíkt á sig og að hann hefði auðvitað helst viljað að þeir hefðu ekki þurft að gera það. Sigmundur kvaðst síðan ekki vera óumdeildur stjórnmálamaður og það yrði hann líklega aldrei en eitt af því sem fælist í starfi stjórnmálamannsins væri viðleitni til að reyna að bæta sjálfan sig sem manneskju, læra af mistökum og reyna að gera betur. „Ég er sannarlega ekki gallalaus og hefði getað gert margt betur í gegnum tíðina, eins og við flest. Enginn sér meira eftir því þegar ég geri mistök en ég sjálfur. Verst þykir mér þó þegar þau hitta flokkinn og ykkur félaga mína illa fyrir á ósanngjarnan hátt. Einn af göllum mínum er að mér hættir til þess að sökkva mér of djúpt ofan í viðfangsefnin og gefa mér ekki nægan tíma til að sinna því sem þó er í senn það mikilvægasta og skemmtilegasta við þátttöku í stjórnmálum, samskipti við fólk,“ sagði Sigmundur og bætti við: „Það að heimsækja og ræða við flokksmenn, ykkur, sem berið uppi hið ómetanlega starf þessa flokks. Ég veit að ég hef fallið í sömu gryfju og svo margir stjórnmálamenn hvað þetta varðar og ég vil biðja ykkur afsökunar á því. Þetta er eitt af því sem ég vil helst bæta hjá mér sjálfum.“Framsóknarflokkurinn streymdi ræðu Sigmundar Davíðs á netinu. Hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. ? Kosningar 2016 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. Sigmundi var tíðrætt um sögu Framsóknarflokksins sem fagnar aldarafmæli sínu í ár og þá fór hann yfir árangur ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Það má segja að formaðurinn hafi um miðbik ræðu sinnar verið á einlægu nótunum þegar hann þakkaði flokksmönnum fyrir þann stuðning sem þeir hefðu sýnt honum og fjölskyldu hans í kjölfar Panama-skjalanna en uppljóstranir í þeim um aflandseignir Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur eiginkonu Sigmundar urðu til þess að Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra í apríl síðastliðnum. Sigmundur sagði að þeim hjónum þætti leitt að flokksmenn hafi orðið fyrir aðkasti vegna þeirra. „Ég veit að undanfarnir mánuðir hafa verið ykkur erfiðir. Ég veit líka að það hefur verið ráðist á ykkur vegna mín og atburða sem tengjast lífi mínu og fjölskyldu minnar. Það hefur verið sárt fyrir okkur Önnu Stellu að upplifa að þið, samherjar okkar og vinir, hafið orðið fyrir aðkasti okkar vegna. Þess hefðum við ekki óskað neinum. Mér þykir þetta afar leitt, og okkur báðum. Og við viljum þakka ykkur fyrir þann stuðning sem þið hafið veitt okkur á þessum tíma, öll samtölin sem þið hafið átt, spurningarnar sem þið hafið svarað, á kaffistofunum, í búðinni og heitu pottunum, á netinu, út um allt,“ sagði Sigmundur. Hann sagði það ekki sjálfsagt að flokksmenn tækju slíkt á sig og að hann hefði auðvitað helst viljað að þeir hefðu ekki þurft að gera það. Sigmundur kvaðst síðan ekki vera óumdeildur stjórnmálamaður og það yrði hann líklega aldrei en eitt af því sem fælist í starfi stjórnmálamannsins væri viðleitni til að reyna að bæta sjálfan sig sem manneskju, læra af mistökum og reyna að gera betur. „Ég er sannarlega ekki gallalaus og hefði getað gert margt betur í gegnum tíðina, eins og við flest. Enginn sér meira eftir því þegar ég geri mistök en ég sjálfur. Verst þykir mér þó þegar þau hitta flokkinn og ykkur félaga mína illa fyrir á ósanngjarnan hátt. Einn af göllum mínum er að mér hættir til þess að sökkva mér of djúpt ofan í viðfangsefnin og gefa mér ekki nægan tíma til að sinna því sem þó er í senn það mikilvægasta og skemmtilegasta við þátttöku í stjórnmálum, samskipti við fólk,“ sagði Sigmundur og bætti við: „Það að heimsækja og ræða við flokksmenn, ykkur, sem berið uppi hið ómetanlega starf þessa flokks. Ég veit að ég hef fallið í sömu gryfju og svo margir stjórnmálamenn hvað þetta varðar og ég vil biðja ykkur afsökunar á því. Þetta er eitt af því sem ég vil helst bæta hjá mér sjálfum.“Framsóknarflokkurinn streymdi ræðu Sigmundar Davíðs á netinu. Hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. ?
Kosningar 2016 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira