Bjarni vildi breytingar á lista á elleftu stundu Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. október 2016 07:00 Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Kraganum kom saman í Valhöll í fyrradag þar sem endanleg ákvörðun um framboðslista var tekin. vísir/eyþór Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hafði ákveðið á fundi á miðvikudaginn að leggja til við kjördæmaráð að röð efstu manna yrði óbreytt frá niðurstöðum prófkjörsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að vegna eindregins vilja Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, hafi röð efstu manna hins vegar verið breytt. Eins og fram hefur komið var ákveðið á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í fyrrakvöld að Bryndís Haraldsdóttir skipaði annað sæti lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að breyting í þessa veru hafi verið rædd innan kjörnefndarinnar. Vegna andstöðu þeirra sem voru kjörnir í sæti fyrir ofan Bryndísi í prófkjörinu ákvað nefndin að gera ekki breytingu. Skömmu áður en fundur kjördæmaráðsins hófst á fimmtudagskvöldið gerði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, kjörnefndinni síðan ljóst að hann teldi nauðsynlegt að röð manna á listanum breyttist og Bryndís yrði sett í annað sætið. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að Bjarni hafi rökstutt kröfu sína með því að vísa í skoðanakannanir og lýst ótta sínum yfir því að með óbreyttum lista myndi fylgi flokksins meðal kvenna hrynja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu kjörnefndarmenn hafa litið svo á að með því að hafna kröfu Bjarna væru þeir að lýsa yfir vantrausti á formann flokksins. Var því ákveðið að fara að tillögunni. Bryndís Haraldsdóttir sagði sjálf í samtali við Vísi í gær að sú breyting sem gerð var á listanum í gær hafi verið mjög óvænt. Hú segist sjálf ekki hafa gert kröfu um að vera færð ofar. Bryndís neitar því ekki að það hafi verið skiptar skoðanir um þá breytingu sem var gerð. „Það var mjög eindregin kosning með þessu en auðvitað skiptist fólk á skoðunum um málið. En formaður flokksins talaði líka mjög fyrir þessari breytingu.“ Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm menn kjörna í Suðvesturkjördæmi í kosningum 2013. Eftir breytingarnar sem gerðar voru í fyrrakvöld er Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður í fimmta sæti listans, en náði fjórða sætinu í prófkjöri. Hann var hvergi banginn þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. „Ég ætla að fá sex inn,“ sagði Vilhjálmur. Spurður hvort breytingin hafi komið honum á óvart, segist hann ekki hafa orðið hissa. „Ég er aldrei hissa í lífinu maður á aldrei að vera hissa,“ sagði Vilhjálmur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hafði ákveðið á fundi á miðvikudaginn að leggja til við kjördæmaráð að röð efstu manna yrði óbreytt frá niðurstöðum prófkjörsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að vegna eindregins vilja Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, hafi röð efstu manna hins vegar verið breytt. Eins og fram hefur komið var ákveðið á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í fyrrakvöld að Bryndís Haraldsdóttir skipaði annað sæti lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að breyting í þessa veru hafi verið rædd innan kjörnefndarinnar. Vegna andstöðu þeirra sem voru kjörnir í sæti fyrir ofan Bryndísi í prófkjörinu ákvað nefndin að gera ekki breytingu. Skömmu áður en fundur kjördæmaráðsins hófst á fimmtudagskvöldið gerði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, kjörnefndinni síðan ljóst að hann teldi nauðsynlegt að röð manna á listanum breyttist og Bryndís yrði sett í annað sætið. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að Bjarni hafi rökstutt kröfu sína með því að vísa í skoðanakannanir og lýst ótta sínum yfir því að með óbreyttum lista myndi fylgi flokksins meðal kvenna hrynja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu kjörnefndarmenn hafa litið svo á að með því að hafna kröfu Bjarna væru þeir að lýsa yfir vantrausti á formann flokksins. Var því ákveðið að fara að tillögunni. Bryndís Haraldsdóttir sagði sjálf í samtali við Vísi í gær að sú breyting sem gerð var á listanum í gær hafi verið mjög óvænt. Hú segist sjálf ekki hafa gert kröfu um að vera færð ofar. Bryndís neitar því ekki að það hafi verið skiptar skoðanir um þá breytingu sem var gerð. „Það var mjög eindregin kosning með þessu en auðvitað skiptist fólk á skoðunum um málið. En formaður flokksins talaði líka mjög fyrir þessari breytingu.“ Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm menn kjörna í Suðvesturkjördæmi í kosningum 2013. Eftir breytingarnar sem gerðar voru í fyrrakvöld er Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður í fimmta sæti listans, en náði fjórða sætinu í prófkjöri. Hann var hvergi banginn þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. „Ég ætla að fá sex inn,“ sagði Vilhjálmur. Spurður hvort breytingin hafi komið honum á óvart, segist hann ekki hafa orðið hissa. „Ég er aldrei hissa í lífinu maður á aldrei að vera hissa,“ sagði Vilhjálmur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira